Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 20

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 20
STJÓRNMÁL EFTIR HERDISI ÞORGEIRSDÓTTUR Æ VINSÆLLI Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og fyrrum forscetisráðherra er vinsœlasti stjórnmálaleiðtogi á landinu. . . Nú eru uppi vangaveltur um að Steingrímur scekist eftir að verða forseti Islands í framtíðinni. . . Eða að hann langi hugsanlega í enn stœrra embcetti á alþjóðavettvangi. . . Þegar hann stóö í sundskýlunni sinni og sagði erlendum fréttamönnum að amma hans hefði trúað á álfa snerti hann strengi í hjörtum margra miðaldra kvenna. Þegar hann flutti sig um set og skipti um kjördæmi, fór frá Vestfjörðum til Reykjaness, voru margir efins um að hann ynni mikinn sigur. Hann sigraði. Þegar sjálfstæðismenn gengu framhjá honum sem fyrrum forsætisráðherra í upphafi stjórnarmyndunarviðræðna voru ýmsir þeirrar skoðunar að Framsóknar- flokkurinn færi ekki inn í viðreisnar- mynstur, sem hann þó síðar gerði. Þegar stjórnarmyndunarviðræður stóðu sem hæst voru niðurstöður skoðanakönnunar þær að Steingrímur Hermannsson væri vinsælasti stjórnmálaforingi á landinu. Hann er svo sannarlega dæmalaus, drengurinn sem fæddist með silfurskeið í munni og virtist fá pólitíska framtíð sína á silfurfati með, formaður Framsóknar- flokksins sem ungir framsóknarmenn kölluðu sólkonunginn fyrir nokkrum ár- um, svo einráður þótti þeim hann. Þrátt fyrir baunahneyksli og bflamál er Stein- grímur Hermannsson enn og aftur í sviðsljósinu. Ekki bara sem utanríkisráð- herra, heldur hugsanlega sem næsti for- seti lýðveldisins, þótt það verði ekki fyrr en 1992. Fáir fara í grafgötur um að nú- verandi forseti frú Vigdís Finnbogadóttir nýtur mikilla vinsælda meðal þjóðarinn- ar og þykir hafa staðið sig mjög vel á al- þjóðavettvangi. Þegar sá dagur hins veg- ar kemur að hún lætur af embætti, spyrja ýmsir hver verði arftaki hennar. Rauð- hærði ráðherrann sem oft hefur verið sagt um að léti allt flakka hefur nú öðlast þann sess að vera kallaður statesman — maður sem rís örlítið upp úr öldudal stjórnmálanna, ekki eingöngu vegna þess að hann er eldri en samráðherrar hans — heldur vegna þess að hann hefur náð einhverju sambandi við margt fólk í landinu sem það skilur þótt aðrir stjórn- málamenn geri það ekki. Hver er ástæðan fyrir vinsældum Steingríms Hermannssonar nú? Enginn ráðherra er óumdeildur en hann virðist minna umdeildur en aðrir. Er það vegna þess að hann er kominn í utanríkisráðu- neytið? Það ráðuneyti sem nýtur ákveð- innar virðingar út á við en vegur ekki endilega þungt á metunum í ríkisstjórn- inni sjálfri. Er það af því að hann hefur hagstæðan samanburð, þar sem Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra er undir smásjánni af margvíslegum ástæðum og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra er burtséð frá persónu sinni í um- deildu embætti. Iutanríkisráðuneytinu að morgni dags segir eldri starfsmaður að- spurður um Steingrím: „Hann er vin- gjarnlegur maður. Hann ber þess merki að vera alinn upp í heimi stjórnmálanna. Hann er ekki uppveðraður af embætti sínu.“ Sumir starfsmenn á fimmtu hæðinni hvísla því að talað sé um Steingrím Her- mannsson sem hugsanlegan forsetafram- bjóðanda. Einn segir það með brosi diplómatsins. Hvað þýðir hinn nýi tónn hans í utan- ríkismálum? Að hann hefur hug á að hasla sér völl á alþjóðavettvangi? Langar hann í toppstöðu hjá Sameinuðu þjóðun- um þegar Peres de Cuellar lætur af emb- ætti framkvæmdastjóra þar? Það vilja fleiri vera málsvarar friðar á alþjóðavett- vangi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann verður sextugur á næsta ári og virðist enn búa yfir miklu þreki, þótt hann kvarti undan álaginu sem fylgi stöðugum ferðalögum, „ég er búinn að slá Páli Péturssyni við núna í þeim efn- um,“ ráðstefnuhöldum og öllu því amstri sem fylgir starfi hans. Hann er kominn á fætur klukkan átta á morgnana, drekkur eplasafann sinn, fer niður í ráðuneyti, síðan á ríkisstjórnarfund, þar næst í heita pottinn í laugunum, heim í hádeginu ef hann getur, niður á þing, ef hann er ekki i 20 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.