Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 39
VIÐSKIPTI
EFTIR ARNA ÞÓRÐ JÓNSSON OG KARL GARÐARSSON
FANN LITLA
GULA
HÆNAN FRÆ?
Árfrá stofnun fyrstu einkasjónvarpsstöðvarinnar á íslandi.
Taprekstur ennþá en forráðamenn eru bjartsýnir . . .
Stöð 2 er rekin með tapi. Skuldirnar
hafa hrannast upp fyrsta starfsárið.
Þrátt fyrir þetta eru forráðamenn
Stöðvar 2 bjartsýnir á framtíð fyrirtækis-
ins og segja það komið á lygnan sjó eftir
erfiða fæðingu.
Einu sinni var. . . Þannig byrja ævin-
týrin gjarnan og þannig byrjar ævintýrið
um Stöð 2.
Einu sinni voru tveir menn sem fengu
hugmynd um að stofna sjónvarpsstöð
sem gæti keppt við íslenska ríkissjón-
varpið. Þeir voru ekki þeir fyrstu sem
gældu við þessa hugmynd hér á landi en
þeir hrintu henni í framkvæmd.
Stöðin er nú orðin ársgömul og einn
stofnendanna, Hans Kristján Arnason,
hefur líkt sögu hennar við söguna um
litlu gulu hænuna. . .
Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri
segir að Stöð 2 sé orðin, „fjárhagslega
skotheld".
Ólafur H. Jónsson fjármálastjóri
Stöðvar 2 tekur í sama streng og segir að
þeir séu komnir yfir erfiðasta hjallann,
„sem reyndar var stærðarinnar fjall“, að
hans sögn.
Áskrifendafjöldi hefur farið fram úr
björtustu vonum forráðamanna stöðvar-
innar og er nú kominn upp í um 25 þús-
und að þeirra sögn. Þeir segja einnig að
stöðin sé komin með meira en helming
allra sjónvarpsauglýsinga hér á landi.
En samt heyrast efasemdaraddir. Þær
hafa reyndar heyrst allt frá því að Stöð 2
tók til starfa 9. október í fyrra. Sögu-
sagnir hafa verið á kreiki um að fyrirtæk-
ið væri að fara á hausinn, að skuldirnar
væru orðnar gífurlegar og nú væru víxl-
arnir að falla. . .
Þessar raddir voru háværar í fyrra en
það hefur borið minna á þeim undan-
farið. Samt hafa þær ekki þagnað. Það
eru alltaf til öfundarmenn sem vilja hag
annarra sem minnstan, en í flestum sög-
um leynist sannleikskorn.
Hvað er rétt og hvað er rangt? Hver
er hin raunverulega fjárhagsstaða Stöðv-
ar 2 á ársafmælinu?
Stöð 2 varð til úr engu. Hún er hug-
mynd sem þróaðist og varð að veruleika.
Jón Óttar Ragnarsson hafði gagnrýnt
ríkissjónvarpið um árabil fyrir að höfða
ekki til fjöldans. Hann hafði trú á því að
sjónvarp í einkaeign gæti keppt við
RÚV, og sigrað í þeirri samkeppni.
Formúlan fyrir Stöð 2 er blanda af
auglýsingasjónvarpi og áskriftarsjón-
varpi, þar sem hluti dagskrárinnar er op-
inn og hluti hennar læstur. Ólafur H.
Jónsson segir að þeir séu brautryðjendur
þessarar formúlu í sjónvarpsrekstri og
hún gangi upp.
Stöð 2 er í raun tvö fyrirtæki, íslenska
sjónvarpsfélagið og íslenska myndverið.
Myndverið á hlut í sjónvarpsfélaginu
sem á aftur meirihluta í myndverinu.
„Við lítum samt á þessi tvö fyrirtæki
sem rekstrarlega heild,“ segir Ólafur H.
Jónsson og allar framkvæmdir eru rædd-
HEIMSMYND 39