Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 136
þarf að útrýma þjóðlegum hefðum og
þjóðtungum, öðrum en rússnesku. Krím-
tatarar voru fluttir í heild til Asíu. Þeir
fara fram á að mega setjast að á óbyggð-
um svæðum á Krímskaga og að fá að
byggja yfir sig. Enn hafa þeir ekki fengið
leyfi til þess.
Eitt höfuðverkefnið er að útrýma allri
trú. Pað er nefnilega árátta trúaðra
manna að mynda samfélög. Slíkt er ógn-
un við Flokkinn. Rússneska rétttrúnað-
arkirkjan á að heita að vera til. En allar
kirkjubyggingar eru í eigu ríkisins. Starf-
semi kirkjunnar er stjórnað af sovézkri
nefnd. Yfirvöld kirkjunnar fá enga rönd
við reist, þegar ríkið lætur brjóta niður
kirkjur, breyta þeim í vörugeymsluhús
eða verzlanir, eða til dæmis í safn til
áróðurs fyrir guðleysi, en til þeirra nota
er nú kirkja dómínikana í Lwow. Prestar
mega ekki játa trú sína utan kirkju-
veggja, heimsækja sjúka eða kenna
börnum kverið. Sá sem lýsir því yfir op-
inberlega, að hann tilheyri einhverjum
söfnuði, afsalar sér þar með öllum
frama. (Ég hef skorað á íslenzka lúthers-
trúarmenn að lýsa samúð með ofsóttum
trúarbræðrum sínum austantjalds. Ég
hef ekkert svar fengið. Hversvegna?)
Menntamenn voru reknir í útlegð eftir
byltinguna, eða þá að þeim var safnað í
gúlagið eða drepnir. Þau skáld sem voru
eftir og reyndu að klóra í bakkann fengu
annað hvort rækilega á baukinn - (Pa-
sternak, Akhmatova) eða hurfu í gúlagið
(Mandelstam). Á síðustu árum hafa
menntamenn og listamenn flúið Sovét-
ríkin í stríðum straumi. Andréj Sakharof
lét í ljós ósk um að í Sovétríkjunum yrði
innanlands friður, mannréttindi og að
Sovétborgarar mættu fara heiman og
heim. Hann varð að gjalda fyrir það með
sjö ára útlegð.
Breyting
En nú er þetta allt að breytast, segja
menn. Sakharof fær að búa í íbúð sinni í
Moskvu. Það er verið að umbylta þjóð-
félaginu. „Ný hugsun“ ryðst fram.
„Við höfum ekki orðið vör við það
hér,“ sagði við mig maður í Síberíulest-
inni í sumar, þegar ég spurði hann um
umbyggingu og glasnost. Hann hélt helzt
að það ætti nú að fara að framleiða vör-
ur, sem stæðust gæðakröfur og aðrir að
það ætti að draga úr óráðsíu.
í Ísvéstía lýsti einn greinarhöfundur
ótta sínum við að aukið yrði á óöryggi og
dregið úr festu í stjórnarháttum. Sá ótti
er ekki ástæðulaus.
Flokkurinn hefur náðarsamlegast leyft
að verkamenn megi gagnrýna verkstjóra
og jafnvel deildarstjóra á vinnustað.
Löngu innbyrgt hatur brýzt út og líf
heiðarlegra manna jafnt sem óheiðar-
legra er lagt í rúst. Þegar slík útrás er
leyfð, hvar stöðvast hún þá? Lesa má í
blöðum gagnrýni á flokksbrodda, sem
hafa komið sér vel fyrir í kerfinu og hag-
nýtt sér það, að enginn hefur hingað til
vogað sér að kjafta frá gjörðum valda-
manna. Þeir sem verða fyrir slíkri gagn-
rýni hugsa þeim þegjandi þörfina, sem
ofar standa í stiganum og leyfa þetta.
Hversu hátt upp stigann má fár þetta
fara? Ef ekki er skrúfað fyrir í tíma gæti
svo farið að grípa yrði til óyndis- og
harðstjórnarúrræða. Núverandi leiðtogi
hefur ekki hugsað sér að breyta kerfinu
heldur að sýna fram á, að það sé starf-
hæft. Allt situr við sama í landbúnaði og
iðnaði. Hann mun komast að raun um
það, að með einhverju óljósu tali um
„lýðræði“ verður kerfi Stalíns ekki rek-
ið. Ný lög um smávegis einkaframtak
eru ekki ný bóla. Það var miklu víðtæk-
ara á þriðja áratugnum. Þessi nýju lög ná
yfir agnarlítinn hluta af neðanjarðarkerf-
inu og gefa ríkinu færi á að skattleggja
hann.
Mi tam vsé bilí
Eitt sinn fór ég með lest frá Varsjá til
Moskvu. Á lítilli stöð austan við Brest
kom vinnulúinn maður inn í klefann.
Hann hafði litla krossviðartösku og har-
móníkku meðferðis. Hann tók vodka-
flösku og rúgbrauð upp úr lúðum lérefts-
poka. Hann tæmdi flöskuna í tvö barma-
full vatnsglös og skellti brauðsneið yfir.
Hann rétti mér annað glasið og sagði:
„Na tébé,“ - „Þetta er handa þér.“ Síð-
an spilaði hann á harmóníkkuna o£ söng
angurvær pólsk og rússnesk lög. A end-
anum féll hann saman og grét. Hann var
á leið í útlegð í Síberíu. Á lestarstöðinni
í Moskvu tókst ekki betur til en svo, að
taskan hans skall á pallinn. í henni hafði
verið krukka með pólítúr, og trésmíða-
verkfæri. Nú lá aleiga mannsins þarna í
hrúgu, löðrandi í lakkinu. Lestarþjónn-
inn fór að þurrka af hamri og sporjárn-
um með nærskyrtu sem hann fann í
hrúgunni. Eigandinn bölvaði fyrst hressi-
lega, en seig svo snöktandi niður á pall-
inn. Lestarþjónninn togaði hann á fætur
og sagði: „Harkaðu af þér, vinur minn.
Mi tam vsé bilí - við vorum þar öll.“
FANN LITLA GULA HÆNAN FR/E
framhald af bls. 43
sama áframhaldi verði hún með stærri
bita af kökunni, sem er til skiptanna um
jólin, en ríkissjónvarpið.
Það er ekki fjarri lagi að áætla að tekj-
ur Stöðvar 2 á þessu ári verði rúmar 450
milljónir króna. Það sem hinsvegar gerir
þetta dæmi flóknara er sú staðreynd að
Stöð 2 hefur iðulega skipt á auglýsingum
og þjónustu. Þannig greiða mörg fyrir-
tæki auglýsingar á Stöð 2 með vörum
eða þjónustu. Hér eru nokkur dæmi:
1. Plastos og Harðviðarval eiga húsnæðið
sem Stöð 2 leigir á Krókhálsi. Húsaleig-
an er að hluta til greidd í auglýsingum á
Stöð 2.
2. Símkerfið á Stöð 2 er keypt í Radíó-
búðinni. Stöð 2 greiddi símkerfið með
auglýsingatíma.
3. Innréttingarnar á Stöð 2 eru frá Mát
h.f. Þær voru greiddar að hluta til með
auglýsingum.
Viðskiptahættir af þessu tagi hafa
tíðkast á Stöð 2 frá upphafi, en Ólafur
H. Jónsson segir að þeir séu hættir
þessu. „Það eru engar skiptiauglýsingar
hjá okkur núna,“ fullyrðir hann.
Útgjaldaliðir Stöðvar 2 eru margir.
Fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins eru
110 auk þess sem tugir manna starfa hjá
fyrirtækinu í lausamennsku í hverjum
mánuði.
„Það má áætla að heildarkostnaðurinn
við hvern starfsmann sé um 2 milljónir á
ári,“ sagði kunnur athafnamaður í við-
skiptalífinu í samtali við HEIMSMYND
þegar hann var beðinn um að áætla laun
og launatengd gjöld Stöðvar 2.
Ólafur H. Jónsson fullyrðir hins vegar
að heildarlaunakostnaður Stöðvar 2 nái
ekki 200 milljónum króna á ári.
Hvað sem því líður þá er ljóst að Stöð
2 hefur í engu sparað til að fá til sín
starfsfólk.
„Við tókum besta fólkið og borgum
því góð laun,“ segir Ólafur. „Þeir sem
ekki standa sig verða að taka pokann
sinn.“ Mörg „þekkt andlit“ voru strax í
upphafi keypt til Stöðvar 2 og fengu
þessir einstaklingar 100 til 180 þúsund
krónur í fastalaun á mánuði, samkvæmt
heimildum HEIMSMYNDAR. En þótt
fastráðnir starfsmenn kvarti ekki, þá
hefur verið nokkur kurr í lausráðnu fólki
undanfarið vegna þess að laun hafa verið
greidd með þriggja mánaða víxlum.
Starfsmenn sem HEIMSMYND ræddi
við segjast sumir hafa átt í erfiðleikum
með að selja víxlana, auk þess sem allur
kostnaður við söluna hafi fallið á þá.
Ólafur H. Jónsson neitar því þurrlega
að greiðslustaða Stöðvar 2 sé erfið, þeg-
ar launagreiðslur með víxlum eru bornar
undir hann. Hann undirstrikar að Stöð 2
hafi alltaf staðið í skilum en segir að
gripið hafi verið til launagreiðslna með
víxlum, þar sem hér sé næstum undan-
tekningarlaust um fyrirframfjárfestingu í
dagskrá að ræða, og því þurfi að fleyta
þessum kostnaði áfram um stundarsakir.
Hins vegar fullyrðir Ólafur að það sé
engum vandkvæðum bundið að selja
víxla Stöðvar 2 og þeir hafi sagt fólki að
koma með nótur vegna kostnaðar, og
Stöð 2 muni að sjálfsögðu greiða hann.
Annar stór útgjaldaliður eru tækja-
kaupin. Ólafur segir að gróflega megi
áætla að um áramót verði stöðin búin að
fjárfesta í tækjum og búnaði fyrir 250
136 HEIMSMYND