Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 91

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 91
„flaggskip“ fyrir skólann. Myndin heitir Fugl í búri og hefur verið sýnd á mörg- um kvikmyndahátíðum. „Pessi mynd er aðeins tuttugu mínútur að lengd og það sem gerði gæfumuninn var að ég reyndi ekki að troða efni heillar bíómyndar með persónuuppbyggingu í þessa stuttu mynd. í stað þess lagði ég áherslu á ljóð- ræna mynd, þar sem aðeins eitt orð var sagt: Sjáðu! Þetta voru viðbrögð mín við sænsku vandamálaþrasi sem er löngu þekkt. Ég nennti ekki að filma fólk að röfla yfir kaffibolla. Það er hlutverk blaðamanna og fræðinga að útskýra veruleikann. Fyrir mér er kvikmyndin listmiðill og sá sterkasti sem völ er á. Ég gleymi því aldrei þegar ég, fjórtán ára unglingur, sá mynd Fellinis, Julietta og andarnir. Ég man ekki söguþráðinn í þeirri mynd, aðeins upplifunina sem ég varð fyrir. Mér fannst ég þroskast um Átta ára gamall með móður slnnl, Þórhöllu Guöna- dóttur. „Hún var mlld og gaf mór það veganesti út ( lífiðað þaðvœrl allt í lagl með mlg. Að því bý ég enn.“ Lárus ásamt Kim Anderzon og Lisu Hugoson. tvö, þrjú ár á nokkrum klukkustund- um.“ Þegar Lárus lauk námi í Stokkhólmi fékk hann lítið að gera til að byrja með. Hann hafði verið aðstoðarleikstjóri í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi við upp- færslu á Othello. Hans fyrsta verkefni á Islandi eftir heimkomuna var að leik- stýra verkinu Drottinn blessi heimilið eft- ir Guðlaug Arason {Eldhúsmellur, Pela- stikk) í sjónvarpi sem frumsýnt var um jólaleytið 1979. Hvorki það verk né sum önnur verk sem hann átti eftir að leik- stýra á sviði hrifu hann, þar sem hann segir félagslegt raunsæi ekki sitt svið. „Ég uppgötvaði síðar að ég vil sigla á önnur mið. Natúralismi í kvikmyndagerð og leikhúsi á ekki við mig, flatar myndir af götunni þar sem raunsæið er allsráð- andi. Það tekur tíma fyrir hvern leik- stjóra að finna sinn farveg og þrengja sitt svið. Þegar ég gerði kvikmyndina Andra Dansen fannst mér ég loks finna mig sem !eikstjóra.“ Þau tímamót urðu ekki fyrr en 1982. Fram að þeim tíma starfaði hann í ís- lensku leikhúsi. Hann leikstýrði Her- bergi 213 eftir Jökul Jakobsson hjá Leik- Lárus og Halla dóttlr hans, sem er flmmtán ára. Myndln er tekin ( Los Angeles. félagi Akureyrar. Og segir það verk hafa komist næst sínum persónulega stíl af þeim leikritum sem hann var viðloðandi á þessum árum. Þetta var hins vegar tímabil óróleika í lífi hans, bæði per- sónulega og faglega. Hjónabandið var að fara út um þúfur og verkefnin sem hann fékkst við fullnægðu honum ekki sem listamanni. Á fjölum Þjóðleikhússins leikstýrði hann verki Steinunnar Jóhannesdóttur, Dans á rósum, sem hann segir að mörgu leyti hafa verið athyglisvert stykki. „Að vísu reyndi hún að fást við of mikið á einu bretti. Henni lá svo á að koma öll- um mögulegum vangaveltum á framfæri. Leikritið er um unga, vel menntaða konu sem varð fórnarlamb eigin fortíðar og kom illa við margar jafnréttiskonurn- ar. Mér fannst þetta ágæt lýsing á því hvernig við endurgerum foreldri okkar í makanum og eltum uppi á fullorðinsár- um þá tilfinningalegu áreitni sem við urðum fyrir frá foreldri okkar af gagn- stæðu kyni.“ Árið 1981 gekk Lárus Ýmir til liðs við Alþýðuleikhúsið og leikstýrði þar Stjórn- leysingi ferst af slysförum eftir Dario Fo. Um haustið þetta ár þegar Lárus var staddur hjá Jóhönnu konu sinni sem var við nám í Svíþjóð fékk hann tilboð um að gera kvikmynd þar. „Ég fékk Lars Lundholm handritshöfund til liðs við mig og hann kom með hugmyndina að efni myndarinnar.“ Andra Dansen er í hópi þeirra mynda sem kallast road- movies en myndin fjallar um ferð tveggja kvenna norður eftir Svíþjóð. Kim And- erzon er í hlutverki þeirrar eldri og lífs- reyndari én hún hyggst leita uppi föður sinn. Anderzon var kosin besta leikkona ársins í Svíþjóð fyrir leik sinni í mynd- inni. (Hún lék síðar vændiskonu í mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Böðullinn og skœkjan, sem sýnd var í íslenska sjón- varpinu fyrr á þessu ári.) Lárus Ýmir var ánægður með þessa fyrstu alvöru kvikmynd sína. „Ég komst að því að ég gat! Og það er ómetanlegt. Ég hafði oft velt því fyrir mér hvernig margir þessara stórbrotnu leikstjóra fara að og komst að því þarna að ég gat líka náð fram einhverjum seið. Þessi mynd er ekkert meistaraverk en það eru ákveðnir kaflar í henni sem standa upp úr. Eitt atriði sem vakti athygli er dvöl kvenn- framhald á bls. 134 HEIMSMYND 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.