Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 101
STEFNUR OG STRAUMAR
ÞVERSAGNIR
f fTALSKRI HÖNNUN
Stóll frá Gaetano Pesco
Hlnn óvenjulegi raðsófl, þar sem eining-
ar eru með mlsjöfnu lagi og í ólíkum llt-
um.
ítalskir húsmunir og listræn hönnun
þeirra á stöðugt meiri vinsældum að
fagna hér á landi, sérstaklega í kjölfar
opnunar sérverslana á því sviði. Ein slík
er verslunin Casa í Borgartúni sem
hefur um árabil flutt inn ítölsk húsgögn
en nýlega tók nýtt hlutafélag yfir rekstur
verslunarinnar. Casa opnaði að nýju
um miðjan október eftir gagngerar
breytingar á versluninni. Skafti Jónsson
sem nú veitir Casa forstöðu segir að
ekki standi til að breyta áherslum í
vöruvali að neinu marki.
ítölsk hönnun á húsmunum er löngu
heimsþekkt en ítalir hafa einnig virkjað
hugmyndir hönnuða af öðrum
þjóðernum og fyrirtækið Cassina í
Mílanó sem Casa kaupir aðallega frá
hefur framleiðslurétt á húsgögnum
heimsþekktra hönnuða, gamalla
snillinga sem nú eru látnir. í þessu
sambandi má nefna Bandaríkjamanninn
Frank Lloyd Wright, Svisslendinginn Le
Corbusier og Skotann Mclntosh.
Aðalhönnuður Cassina nú heitir
Gaetano Pesce og segir Skafti Jónsson
að það taki örugglega tíma fyrir
íslenska kaupendur að venjast hönnun
Pesce. „Hann kynnti til dæmis stól á
sýningunni í Mílanó núna í haust sem
virkar vel sem slíkur með grind úr
einskonar ullarfilt-efni blönduðu
polyestertrefjum. Þennan stól er hægt
að fá í mörgum litum, sem flestir eru
skærir; gulir, bleikir og grænir. Þá hefur
Pesce vakið athygli fyrir raðsófa sem
settur er saman úr mörgum einingum,
misjöfnum í laginu og engar tveir eins á
litinn. Önnur nýjung frá Pesce er
sófaborð, einnig litskrúðugt og úr
polyesterefni."
Sófaborð - ekkl síður óvenjulegt. Pesco
er ófelmlnn við að nota ný efnl og nýjar
aðferðir.
Hönnun Gaetano Pesce hefur verið
sýnd á listasöfnum og sýningum víða
um heim. Pesce vakti fyrst athygli á
sjötta áratugnum þegar hann stofnaði
hóp, Group N, ásamt öðrum
listamönnum. Margir hafa skrifað um
hönnun þessa athyglisverða
listamanns. Hann þykir ótrúlega
hugmyndaríkur, er ófeiminn við að nota
ný efni og nýjar vinnsluaðferðir í
húsgagnahönnun sinni. „Þversagnir eru
mikilvægar í hönnun,“ segir hann sjálfur
og bætir við: „Hvernig líður þér?
Hefurðu spurt þeirrar spurningar án
þess að roðna, án þess að blikna og
jafnframt í Ijósi þess hvað þú vilt fá út
úr lífinu?" Best að tylla sér í stólinn
hans og hugsa sig um. . .
HEIMSMYND 101