Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 84
hafa sýnt af sér fádæma smekkleysi.
Meðal verðlaunahafa eru Hrafn Gunn-
laugsson og Ólafur Laufdal sem þau
styrktu um 100 krónur svo hann gæti
haldið áfram að eyðileggja Hótel Borg.
Hvað nú?
í Berry Street er gert hlé á upptökum
svo hljómsveitin geti rætt við blaðamann
New Musical Express. Sykurmolarnir
fara með honum á krá og segja honum
frá íslendingasögunum, skemmtilegum
bókum og ræða yfirleitt allt annað en
tónlist. Á leiðinni í ljósmyndatökurnar
við Barbican-listamiðstöðina segir blaða-
maðurinn mér að áhuginn á Sykurmol-
unum sé mjög óvenjulegur, það sé yfir-
leitt ekki látið svona mikið með óþekkt-
ar hljómsveitir. En, bætir hann við, þetta
er svo sérstaklega gott lag.
(Daginn eftir komast Sykurmolarnir
að því að Melody Maker og N.M.E. eru
komin í hár saman yfir því hvort blaðið
eigi rétt á að birta mynd af þeim á for-
síðu.)
Tónlist Sykurmolanna er einstök. Hún
er full af einkennilegu andrúmslofti um
leið og hún vísar beint í hefðir rokktón-
listarinnar. Textar Einars Arnar og
Bjarkar eru lævíslegar smásögur um
heim þar sem grimmd bernskunnar ríkir
í andstöðu við yfirvöld af öllu tagi. Takt-
arnir eru hjartslættir undarlegra lífs-
forma. Lögin eru djöflablóm sem vaxa
upp af malbikinu eða brjóta sér leið
gegnum marmaraflísar kringlanna.
Hvað gerist næst?
Þegar líða tekur á kvöldið í Berry
Street mætir útlitshönnuður Sykurmol-
anna með kassa af Budweiser og samlok-
ur og appelsínusafa. Morgundagurinn er
ræddur. Þá verða aðrir tónleikar Sykur-
molanna í þessari ferð. Þeir eiga að leika
ásamt bandarísku hljómsveitinni The
Swans í einum fallegasta hljómleikasal
borgarinnar, Town and Country Club.
Og það hefur spurst út að þar verði út-
sendarar frá nokkrum stórum hljóm-
plötufyrirtækjum, meðlimir tveggja
breskra stórhljómsveita sem eru að leita
að upphitunarhljómsveit fyrir tónleika á
Wembley og fleiri úr tónlistarheiminum.
Sykurmolarnir taka þessu öllu með
jafnaðargeði, það er helst að þeim þyki
þetta jafn fáranlegt og draumur. Þau
hafa aldrei verið að eltast við einn eða
neinn í von um viðurkenningu, hvorki í
Bretlandi eða á íslandi.
Um klukkan eitt er hringt á leigubfla
og farið heim í holuna við Notting Hill
Gate.
Dreymdi Sykurmolana drauminn
sæta?
Ég veit það ekki. Ég ligg á stofugólf-
inu og bíð eftir að sofna. Einar Örn,
Björk og Þór eru farin inn í svefnher-
bergi. Sigtryggur horfir á Batman í næt-
ursjónvarpinu og Bragi les bók um
spænska skáldið Lorca.
Svo taka draumarnir völdin.