Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 17
EFTIR JÓN ORM HALLDÓRSSON
Dr. Piet Admiraal svæfingalæknir f borginni Deift í Hollandi, er einn fárra lækna sem hlotið hefur frægð fyrir að drepa fólk frem-
ur en lækna það.
ÞEGAR LÆKNIRINN DREPUR
Líknardráp — dauði að eigin ósk?
Iþessum mánuði munu hollenskir
læknar drepa 600 sjúklinga að yfir-
lögðu ráði og með fullu samþykki þeirra.
Þetta er oftast dauðvona fólk, sem vill
frekar skjótan dauða en tóra nokkra
mánuði fársjúkt. Það er þó ekki alltaf
þannig að viðkomandi sé við dauðans
dyr. Stundum er sjúklingum, sem þjást
af kvalafullum og bæklandi sjúkdómum,
hjálpað til þess að binda enda á líf sitt,
þó veikindi þeirra séu ekki banvæn.
I flestum tilvikum er um að ræða fólk,
sem er með fulla meðvitund. Um það
fólk fjallar þessi grein. Það má hins veg-
ar greina á milli í það minnsta þriggja
meginflokka, þegar rætt er um líknar-
dráp.
I flestum löndum hefur það aukist, að
slökkt er á vélum sem halda lífi í fólki
eftir að heilastarfsemi er hætt og mann-
eskjan er í raun úr sögunni. Þetta er lík-
lega ekki verulega umdeilt lengur, en á
síðasta áratug urðu mikil blaðaskrif
vegna þessa í Bandaríkjunum og víðar.
— í annan stað er svo beint dráp á fólki,
sem er með rænu, en á skammt eftir ólif-
að og vill forðast óbærilegar kvalir og
erfitt dauðastríð. — í þriðja lagi eru svo
þeir sjúklingar, sem þjást af kvalafullum
sjúkdómum, sem eru ólæknandi en ekki
banvænir.
Reynsla Hollendinga í þessum efnum
hefur hrundið af stað umræðu um alla
Evrópu þar sem rætt er eitt síðasta bann-
orð samfélagsins, dauðinn. Þessi um-
ræða hefur hvergi orðið eins opinská og í
Hollandi, þar sem fólk hefur lýst því í
blaðaviðtölum hvernig það með aðstoð
lækna endaði líf sinna nánustu. Umræð-
an hefur þó í mörgum löndum Evrópu
farið inn á svið, sem ekki hefur þótt við
hæfi að ræða til þessa: hvort fólk sé til-
búið til þess að gefa öldruðum foreldrum
sínum eða maka banvænt eitur til þess
að forða þeim og aðstandendum frá
löngu og erfiðu dauðastríði.
Til þessa hefur slíkt alls staðar verið
ólöglegt og fólk hefur stundum verið
dæmt fyrir morð í slíkum tilfellum. í
Hollandi hefur þingið hins vegar til með-
ferðar nýja löggjöf, sem gera mun líknar-
dráp lögleg undir mörgum kringumstæð-
um. Þarna verður um að ræða viður-
kenningu löggjafans á því sem þjóðin
hefur þegar gert upp við sig. Hollending-
ar komust að sínum niðurstöðum eftir
margra ára deilur og í ljósi langrar
reynslu af starfi nokkurra lækna, sem
riðu á vaðið og fóru að aðstoða fólk sem
vildi binda enda á líf sitt.
að er á heldur ólíklegum stað, sem
aðalumræðan og aðgerðirnar eiga
sér stað í Hollandi, eða í smáborginni
HEIMSMYND 17