Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 53
LIFSHÆTTIR
EFTIR VALGERÐI JÓNSDÖTTUR
SXAMMDEGI
ÁHJARAVERALDAR
- Áhrif myrkursins á okkur
íslendinga. Hver eru viðbrögð
okkar, hvernig breytast lífshættir
þegar dagur styttist? Sofum við
meira, -drekkum við meira,
-verðum við þunglyndari? Hvernig
er best að bregðast við þessum
árstíma?
„Ég vil ekki fara á fætur, það er nótt úti.“ Bamið horfir
syfjulegum augum á foreldrana og reynir eftir megni að
komast hjá hinu óumflýjanlega, nefnilega því að fara á fæt-
ur og svo af stað út í myrkrið og kuldann. Foreldramir eru
hálfsofandi sjálfir, vöktu yfir spólu fram eftir nóttu, en tína
þó á sig og barnið spjarirnar og flýta sér út í myrkrið. Þar
bíður bíllinn. „Þetta er ömurlegt,“ segir maðurinn þar sem
hann reynir árangurslaust að koma bflnum í gang. „Hvem-
ig í ósköpunum gátu menn lifað hér í gamla daga, í myrkri,
kulda og trekki?" „Oh, það dóu nú margir," segir konan,
„en ég er að minnsta kosti sannfærð um að það hefur eng-
inn flust hingað sjálfviljugur."
Já, skammdegið nálgast nú óðum, sá tími árs sem sumir
kvíða, en aðrir bíða með eftirvæntingu eftir að dagur stytt-
ist og kunna best við sig í myrkrinu innan um kertaljós í
hlýjum og notalegum húsakynnum. Skammdegið er samof-
ið þjóðarsálinni og erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða
áhrif það hefur á landsmenn og þá menningu sem við bú-
um við. Þó má eflaust rekja ýmsar þjóðsagnir til myrkurs-
ins, ýmsar vættir urðu til á öldum áður og halda velli enn í
dag þrátt fyrir tilkomu rafmagns og flóðljósa.
bros getur dimmu
í dagsljós breytt. . .
HEIMSMYND 53