Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 19
Delft, rétt við höfuðstaðinn Haag. Delft er minni en Reykjavík og öllu syfjulegri og minnir helst á sveitaútgáfu af Amster- dam, með síkjum sínum og mjóum hús- göflum. Þarna vinna nokkrir af þeim mönnum, sem leitt hafa umræðu um líknardráp langt út fyrir það sem þekkist utan Hollands. Þarna vinnur líka læknir sem í mörg ár hefur viðurkennt opinber- lega að hafa aðstoðað fjölda fólks við að enda líf sitt, og þrátt fyrir slíkar yfirlýs- ingar hefur hann haldið starfi sínu sem svæfingalæknir á spítala í bænum. Frá spítalanum í Delft má fara með spor- vagni að dyrum hollenska þingsins í Haag á rúmum tuttugu mínútum en þangað er umræðan nú komin og þar mun leyfi til líknardráps verða lögfest eftir að hafa viðgengist í Delft og víðar í mörg ár. Dr. Piet Admiraal, svæfingalæknir í Delft, er einn fárra lækna sem hlotið hefur frægð fyrir að drepa fólk frekar en fyrir að lækna það. Dr. Admiraal er ekki einungis þekktur í Hollandi, heldur hef- ur verið um hann skrifað í blöðum víða í Evrópu, þar sem hann er ófeiminn við að ræða þennan sérstaka þátt starfs síns. Dr. Admiraal kveðst hafa unnið í aldar- fjórðung með sjúklingum sem þjáðst hafa af kvölum vegna banvænna eða ólæknandi sjúkdóma. Hann telur það rétt hvers manns, að fá að deyja án þeirra kvala sem fylgja sjúkdómsstríðinu á síðustu vikum og mánuðum, oft löngu eftir að öll von er úti um bata eða mann- sæmandi líf. Hann segir það mannrétt- indi, að fá að deyja með reisn og án óbærilegra kvala. Dr. Admiraal er ekki heimspekingur, aðrir hafa séð um þá hlið umræðunnar í Hollandi og fært siðferðileg, heimspeki- leg og trúarleg rök með og á móti sjálfs- ákvörðun um dánardægur. Dr. Admiraal hefur hins vegar gert meira af því að færa umræðuna frá því afstæða og að daglegum veruleika. Á spítalanum í Delft hefur hann komið upp kerfi, sem meðhöndlar allar óskit sjúklinga um að fá að deyja. Hvert tilvik er rætt af lækn- um, hjúkrunarfólki og prestum áður en Admiraal tekur sína ákvörðun. Fyrir Admiraal eins og flesta aðra lækna í Hollandi, sem hafa tjáð sig um þessi mál, skiptir miklu máli, að fjöl- skylda viðkomandi sjúklings ræði ósk hans um að deyja og myndi sér skoðun á málinu. í flestum tilvikum mun fjöl- skyldan reynast á sama máli og sjúkling- urinn eða í það minnsta kosti vilja láta honum eftir að taka þessa síðustu ákvörðun lífsins. Greinarhöfundi var ný- lega sagt frá manni í Hollandi, sem kaus að enda líf sitt og fékk til þess aðstoð læknis. Fyrir hreina tilviljun var það í húsi í Delft, aðeins steinsnar frá spítala dr. Admiraal, að þessi saga var sögð, en dr. Admiraal var þó ekki sá læknir sem þarna kom við sögu. Það eru systkini, maður um þrítugt, kona nokkru eldri, sem koma við sögu. Móðir þeirra hafði dáið fyrir nokkrum árum en faðir þeirra, maður um sextugt, átti í löngu stríði við krabbamein. Mað- urinn hafði hætt að vinna nokkru áður en sjúkdómurinn dró úr þreki hans, þar sem samdráttur hafði orðið á vinnustað og þeir eldri voru beðnir að segja upp gegn sæmilegri gjöf að skilnaði. Það fór eiginlega saman, að krabbameinið var greint og að starfsævinni lauk og því varla annars von en að þunglyndi og til- finning um tilgangsleysi sækti að mann- inum. Börn hans höfðu þetta sérstaklega í huga síðar þegar faðir þeirra ræddi fyrst um, að hann vildi helst láta lífinu lokið sem fyrst. Þau töldu hann tæpast færan um að taka nokkra ákvörðun eftir þessi tvö áföll. Eftir tvo uppskurði mátti hins vegar heita einsýnt að krabbinn myndi vinna á þessum manni á skömmum tíma, þó að læknar tækju ákvörðun um þriðja uppskurðinn. Áður en að því kom ræddu systkinin við lækna sem sögðu þeim í fullri hreinskilni, að faðir þeira myndi í hæsta lagi lifa í fáeina mánuði, þó að uppskurður tækist. Þeir sögðu þeim líka, að maðurinn þyrfti ekki einungis að lifa við þau óþægindi, að þvagfæri og melt- ingarfæri væru tengd út fyrir eðlilegar rásir, heldur myndi faðir þeirra þurfa að þola vaxandi kvalir eða mók vegna deyfilyfja. Systkinin sögðu föður sínum frá þessu, og samþykktu bón hans um að hann fengi að fara í friði heima hjá sér næstu daga. Einn af læknum mannsins samþykkti að hjálpa til og ákvörðun var tekin um dagsetningu, viku seinna. Dag- inn fyrir þetta ákveðna dánardægur kall- aði maðurinn til sín nokkra gamla vini og sat uppi í rúmi sínu og ræddi við þá um stund. Eftir á sögðu einhverjir af þessum vinum mannsins, að þeir hefðu skynjað, að þetta væri þeirra síðasti fundur, þó ekkert væri um slíkt talað. Á hinu fyrirfram ákveðna dánardægri komu svo nokkrir nánustu ástvinir í heimsókn, en þeim hafði verið sagt, hvað til stæði. Fóru síðan flestir í tárum nema systkinin tvö og faðir þeirra. Læknirinn kom um kvöldið. Hann spurði systkinin hvort þau treystu sér til að hjálpa til við að gefa föður þeirra sprautu. Þau vildu það bæði og í eldhús- inu stóðu þau þrjú við að blanda saman lyfjum, sem læknirinn hafði valið. Hann sagði, að þessi kokteill myndi svipta hvern mann meðvitund á fáeinum augnablikum en það gæti hins vegar tek- ið nokkra klukkutíma uns hjartað stöðv- aðist. Síðasta ósk mannsins var sú, að fá að sjá hvað var í sjónvarpinu. Hann horfði á sjónvarpið í fáeinar mínútur en kvað ekkert vera á dagskrá sem gaman væri að. Hann kvaddi síðan börn sín og bað um sprautuna. Hann missti síðan meðvitund þegar í stað en alla nóttina sátu systkinin uppi og litu inn til föður síns annað veifið. Hann lá sem í svefni til morguns þegar hann dó. Systkinin hafa sagt mörgum þessa sögu sína og eru greinilega stolt af þvf að hafa getað hjálpað föður sínum með þessum hætti. að þekkja margir í Hollandi sögur af þessu tagi frá vinum og kunn- ingjum. Áf þeim 120.000 mönnum sem deyja á hverju ári í Hollandi er líklegt, að í það minnsta 8.000 deyi með hjálp lækna. Unnt er að fá bækling með upp- skriftum af þeim eiturblöndum sem reynst hafa best. Einn læknir varði tilvist þessa bæklings í hollensku blaði með því, að stundum kæmi fyrir að fólk sem tekið hefði inn deyfilyf um langt skeið lifði af inngjöf stórra skammta af eitri. Það mun þannig hafa komið fyrir, að fólk hafi vaknað úr löngu móki eftir að hafa fengið það sem átti að vera síðasta sprautan. Fyrir marga lækna er þetta ein helsta martröðin við líknardráp og ekki þarf mikið ímyndunarafl til þess að setja sig í spor aðstandenda við slíkar aðstæð- ur. Umræða um tæknileg atriði við líkn- ardráp hefur því farið af stað í kjölfar umræðu um hina siðferðilega hlið máls- ins. Venjulegasti kokteillinn mun vera einhver blanda af barbítúrsýrulyfi og eitri sem virkar eftir að sjúklingurinn hefur misst meðvitund vegna barbítúr- sýrunnar. Flestir þeir læknar sem aðstoða við líknardráp í Hollandi hafa sett sér mjög ákveðnar reglur sem koma í veg fyrir að þeir aðstoði sæmilega heilbrigt fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Það mun hins vegar hafa komið fyrir, að fólk sem þrásinnis hafði reynt að stytta sér aldur fékk lækni til þess að hjálpa sér við ár- angursríka tilraun. Enginn hefur viður- kennt slíkt opinberlega en sögur hafa verið á kreiki um lækna sem aðstoðað hafa fólk, sem þjáðst hefur af geðrænum sjúkdómumvið að stytta sér aldur. Þarna mun þó vera um að ræða sjaldgæfar und- antekningar. Deilur um líknardráp snúast meðal annars um það, hvort stytta megi líf sjúklinga sem ekki eru haldnir banvænum sjúkdómum en kvelj- ast. í Bretlandi, þar sem þessi umræða hefur farið af stað nýlega, en er miklu mun skemur á veg komin en í Hollandi, viðurkenndi læknir nýlega að hafa gefið sjúklingi sínum, sem þjáðist af mjög kvalafullum gigtarsjúkdómi, sterkar svefntöflur með útskýringum um hvað margar þyrfti að taka til að ráða sér framhald á bls. 138 HEIMSMYND 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.