Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 11
I
Dr. Arnór Hannibalsson heimspekingur rifjar upp
söguna frá byltingunni og lýsir ástandinu í Sovét-
ríkjunum nú. Sem ungur maður var hann við nám í
Leníngrad og nýverið var hann áferð í stórveldinu í
austri . .
útlegð í Sviss. En þegar neyðin er stærst
er hjálpin næst. Þjóðverjar sáu, að það
yrði vatn á þeirra myllu að óreiðan yrði
sem mest að baki víglínu þeirra. Þeir
treystu Lénín til að efla hana. Þeir fluttu
hann í lokuðum járnbrautarvagni yfir
þvert Þýzkaland og til Stokkhólms.
(Hefðu Svíar haft vit á að stöðva för
Léníns þar, hefðu þeir breytt gangi sög-
unnar.) Lénín kom til Pétursborgar í
apríl. Hnn lét hendur standa fram út
ermum. Hann hafði næga peninga til að
gefa út áróðursblöð. Hann hagnýtti sér
óánægju bænda og gekk fram undir kjör-
orðinu: Brauð og frið!
BYLTINGIN
í júlí gerðu bolsivikkar (fylgismenn
Léníns) uppþot. í kjölfar þess faldi Lén-
ín sig í Finnlandi. (Þeir Finnar sem skutu
yfir hann skjólshúsi björguðu með því
byltingunni). Það er ekki vitað, hvaða
dag nákvæmlega hann sneri aftur til Pét-
ursborgar. Það mun hafa verið í lok
október.
Aðfaranótt 25. október (að rússnesku
tímatali, 7. nóvember að vestrænu tíma-
tali) tók Leó Trotskí sig til og skipaði
soldátum sínum að taka pósthús og járn-
brautastöðvar borgarinnar herskildi. En
Trotskí þessi var aðalkommisar Léníns í
höfuðborginni,. Hermennirnir lögðu af
stað í myrkri nætur með riffla um öxl.
Verkefnið var auðvelt, því að bráða-
birgðastjórnin hafði engan viðbúnað.
Gönguferð hermannanna lauk með því
að þeir flæktust fram og aftur um enda-
lausa ganga Vetrarhallarinnar í leit að
ráðherrum bráðabirgðastjórnarinnar.
Loks römbuðu þeir inn í herbergi þar
sem nokkrir virðulegir eldri herramenn
A sátu og drukku te. Einn hermannanna
gekk til þeirra og sagði: Herrar mínir, nú
er þessu lokið. Þeim var síðan fylgt út úr
höllinni og settir í varðhald. Þar með
lauk byltingunni með glæsilegum og al-
gjörum sigri bolsivikka.
Lénín settist að í Smolni, en það hús
hafði áður hýst skóla ungra hefðar-
meyja. Öll völd voru nú í hans höndum.
Hann hófst handa um að losa Rússland
úr flækjum styrjaldarinnar. Hann þjóð-
nýtti allt land. Bændur flykktust til fylgis
við hann, því að þeir áttuðu sig ekki á
þjóðnýtingunni fyrr en seinna. Þeir
héldu að hann væri að gera hjartfólginn
draum þeirra að veruleika; að skipta
jarðeignum milli bænda.
BORGARASTYRJÚLD
í kjölfar valdaráns bolsivikka hófst ein
blóðugasta og grimmasta borgarastyrjöld
sem háð hefur verið. Hún stóð í fimm
ár. Það átti að koma hinu nýja skipulagi
á í hvelli. Markaður var bannaður. Her-
menn fóru um sveitir og gerðu matvæli
upptæk. Árangurinn varð allsherjar
hungursneyð. Milljónir manna féllu.
Bandarísk hjálparstofnun undir forystu
Herberts Hoovers, síðar forseta, flutti
gífurlegt magn af matvælum til Rúss-
lands og bjargaði mörgum. Samtímis
þessu stóðu bolsivikkar í því, blóðugir
upp fyrir höfuð, að eyða andstæðingum
sínum. Þrír hershöfðingjar keisarans
skipulögðu heri, sem börðust fyrir end-
urreisn hins gamla Rússlands. Einn þeira
hét Déníkín. Hann komst langleiðina til
Moskvu. En svo syrti í álinn. Þá bað
hann Pilsudski, leiðtoga hins nýfrjálsa
Póllands, að hjálpa sér. En Pilsudski
vissi, að kjörorð Déníkíns var: Rússland
eitt og óskipt! Það táknaði, að Déníkín
viðurkenndi ekki frjálst Pólland. Því
vildi Pilsudski ekkert með Déníkín hafa.
Sá síðarnefndi fór í hundana. Pilsudski
Gorbastjof er lögfræðing-
ur að mennt sem hlaut
skjótan uppgang innan
Kommúnistaflokksins.
Fyrir tilstuðlan áhrifa-
manna komst hann áfram.
Andropof átti mestan þátt
í að greiða götu hans, sér-
staklega eftir að Andropof
tók við af Bresnéf árið
1982. Gorbatsjof fékk síð-
an æðstu völd árið 1985.
HEIMSMYND 11