Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 46

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 46
ur en þá var ekki hægt að reiða sig á op- inbera sjóði eða styrki. Hann var með skrifstofu á Vesturgötu 3 þar sem Hlað- varpinn hús kvenna er nú. Ég man vel þegar Bretarnir komu til landsins vorið 1940. Því þá fylltist holtið af bröggum og hermönnum. Lífið í Reykjavík á stríðsárunum var fábrotið í samanburði við nútímann. Klæðnaður og fleira var af skornum skammti. Krakkar gengu í koti en ungl- ingsstúlkur f sokkaböndum og maga- belti. Þegar ég var í Verslunarskólanum átti maður eitthvað til skiptanna, skóla- föt og kannski sunnudagsklæðnað. Ef það spurðist út að skór fengjust í ein- hverri tiltekinni verslun þyrptist fólk í biðröð fyrir utan.“ Hún var við nám í Verslunarskólanum þegar hún hitti Alfreð Elíasson fyrst árið 1941. Skólabróðir Millu hafði boðið þremur bekkjarsystrum sínum í ökuferð í bfl pabba síns. Hann ku hafa verið skotinn í einni þeirra en bauð hinum með til að vekja ekki grunsemdir. Ungi maðurinn hafði ekki heppnina með sér því bfllinn bilaði og þurfti hann að hringja á leigubfl til að fá hann í lag. Leigubflstjórinn sem kom á vettvang var Alfreð Elíasson, þá tuttugu og eins árs gamall. Hann hefur lýst því að það hafi verið ást við fyrstu sýn þegar hann sá Millu. Hún var fimmtán ára gömul en með þeim tókst kunningsskapur og þeg- ar Milla fór til Bandaríkjanna þremur ár- um síðar skrifuðust þau á. Alfreð hafði í millitíðinni farið til Kan- ada til að læra að fljúga og tók einkaflug- mannspróf. Árið 1942 útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður og réðst að því loknu til starfa hjá kanadíska flughern- um. Árið 1943 afréð hann ásamt félögum sínum Kristni Olsen og Sigurði Ólafssyni að festa kaup á flugvél, sem var sjóflug- vél af gerðinni Stinson Reliant CF-AZX. Hugðust þeir í fyrstu bjóða Flugfélaginu vélina til kaups gegn því að fá þar starf. Atvikin höguðu því hins vegar þannig til að þeir lögðu grunninn að stofnun nýs flugfélags, Loftleiða hf., í mars 1944. Eftir að Milla lauk verslunarprófi árið 1943 starfaði hún í eitt ár í Búnaðarbank- anum. Hún fór til Bandaríkjanna árið 1944 „með Gullfossi í skipalest sem tók þrjár vikur“. Hún dvaldi fyrst um sinn í Minneapolis í Minnisota þar sem elsti bróðir hennar var við nám í verkfræði. Því næst fór hún til Rochester í New York-fylki þar sem hún gekk í kaþólskan háskóla. „Það var árið 1946 að Alfreð kom til New York til að festa kaup á Heklu, DC-4 flugvél, fyrir Loftleiðir. Við höfðum verið í bréfasambandi og ég bauð honum á skóladansleik.“ Hann kom, sá og sigraði. „Jú, mér fannst hann myndarlegur. Hár og grann- ur, hugmyndaríkur og framtakssamur. Hann var spennandi,“ segir hún með ör- litlu brosi og kýs ekki að ræða það frek- ar. „Það var búið að skjóta báða Fossana niður og því erfitt fyrir íslendinga að Stjórn Fluglelða elns og hun er sklpuð nú ásamt forstjóra félagsins. Sltj- andl frá vlnstrl: Páll Þor- steinsson, Kristjana Mllla Thorstelnsson, Hörður Sigurgestsson, Slgurður Helgason stjórnarfor- maour, E. Krlstinn Olsen, Grétar Br. Krlstjánsson. Standandi frá vlnstri: Rúnar Pálsson, Ólafur Johnson, Slgurður Helgason forstjórl, Jó- hannes Markússon, Arnl Vllhjálmsson og Elnar Árnason. Á myndlna vantar Halldór H. Jóns- son. komast aftur heim frá Bandaríkjunum. Það var bið á því að þeir fengju Heklu afhenta til að fljúga heim og því var af- ráðið að taka leiguflugvél fyrir íslend- inga heim.“ Alfreð var áfram úti en þau hittust aft- ur í Reykjavík þegar hann kom til baka haustið 1946. Þau gengu í hjónaband í febrúar 1947 og bjuggu til að byrja með á heimili foreldra Alfreðs á Vífilsgötunni. Fyrsta barn þeirra, Geir Alfreð, fæddist í september það sama ár. Kristjana Milla starfaði um skeið áður en hún gifti sig hjá Eimskip og var kjörin í varastjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur þá. Hún hætti hins vegar störfum áður en fyrsta barnið fæddist. Geir Alfreð litli dó tæplega þriggja ára gamall. „Ég fór með hann til Stokk- hólms í aðgerð í janúar 1950. Það er ekki vitað hvaða sjúkdóm hann var með en honum var ekki bjargað.“ Auðvitað fékk þetta mikið á hana, segir hún. „Ég var ófrísk þá og tveimur mánuðum síðar fæddist Áslaug dóttir okkar. Það hjálp- aði okkur í sorginni. Auðvitað leitar maður til Guðs á svona stundum þótt ég hafi aldrei verið sérstaklega trúrækin." Næstu sautján árin stóð Kristjana Milla í barneignum. Áslaug, Haukur, Ragnheiður, Katrín og Geirþrúður fæddust öll á sjötta áratugnum en Elías yngsti sonurinn árið 1967. Fjölskyldan var orðin stór og þau stækkuðu við sig húsnæðið, fluttu í parhús í Mjóuhlíð úr íbúð í Eskihlíðinni. Milla helgaði sig heimilinu en fylgdist grannt með störfum manns síns, erfiðleikum fyrirtækisins og síðar uppgangi. Hún minnist þess þegar flugvélin Geysir týndist 14. september 1950. Vélin hrapaði á Bárðarbungu á Vatnajökli með sex manna áhöfn, sem öll komst lífs af eins og frægt er orðið. Þetta var ein tveggja millilandaflugvéla Loftleiða. Hin vélin, Hekla, brann í Róm tveimur árum síðar. „Þessi áföll og fleiri, eins og þegar Loftleiðir neyddust til að hætta innan- landsflugi árið 1952, settu mark sitt á fyr- irtækið í upphafi sjötta áratugar. Loft- leiðamenn höfðu lagt grunninn að innan- landsflugi til Vestmannaeyja og Vest- fjarða en Flugfélag íslands hafði starfað lengur og Flugfélagsmenn voru frum- kvöðlar í Akureyrar- og Austfjarðaflugi. Samkeppni flugfélaganna tveggja á inn- anlandsleiðunum hafði verið hörð og stjórnvöld ákváðu að úthluta sérleyfum á Kristjana Milla með frumburði sínum, Geir Alfreð, sem dó tæplega þriggja ára gam- all. 46 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.