Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 42
innlenda dagskrárgerð," segir Jón Óttar
Ragnarsson, og bætir því við að hún
kosti Stöð 2 meira en erlenda efnið. Ól-
afur H. Jónsson segir erfitt að meta
kostnaðinn við innlent efni á árinu, en
giskar á að hann verði á bilinu 100 til 170
milljónir króna.
Pað má þó ætla að það liggi ennþá
meiri peningar í innlendu dagskrárgerð-
inni. Stöðvarmenn vilja ekki gefa upp
hvað rekstur fréttastofunnar kostar, en
samkvæmt heimildum HEIMSMYND-
AR er hann ekki undir 8 milljónum
króna á mánuði, og þá er ekki tekið tillit
til aukins kostnaðar vegna 19:19 þáttar-
ins sem hóf göngu sína í síðasta mánuði.
Fjármálastjórinn segir að til að standa
undir kostnaði við 19:19 þurfi 5000 nýja
áskrifendur. Þættirnir um sjúkrahúsið í
Gerfahverfi voru dýrir, og eins lá mikill
kostnaður að baki kosningasjónvarpi
Stöðvar 2. „En það var metnaðarverk-
efni hjá okkur," bætir hann við.
Kostnaður við innlenda dagskrárgerð
er misjafn, en hver meðalþáttur getur
kostað allt frá 250 upp í 500 þúsund
krónur. Aðrir þættir eru dýrari.
Þótt innlenda dagskráin sé dýr, þá
liggja einnig miklir peningar í myndum
og þáttum sem keyptir eru erlendis frá,
og þýðingum á þeim.
Forráðamenn Stöðvar 2 fóru til Bret-
lands fjórum mánuðum áður en stöðin
hóf útsendingar og gerðu samning við
bandaríska dreifingarfyrirtækið UIP -
United International Pictures - sem hef-
ur umboð fyrir Metro Goldwin Mayer,
United Artists, Paramount og Universal.
Samkvæmt samningnum þurfti Stöð 2 að
greiða 30 sent eða 12 krónur á hvern
áskrifanda fyrir hverja kvikmynd og
miðaðist samningurinn við 10 sýningar
innan árs.
Þetta virðist ekki há upphæð, en ef við
gefum okkur að áskrifendur Stöðvar 2
séu 22 þúsund, þá kostar hver mynd um
6000 Bandaríkjadali, eða um 240 þúsund
íslenskar krónur.
Kvikmyndahúsaeigendum ber saman
um að Jón Óttar og félagar hafi ekki haft
hugmynd um hvað þeir voru að skrifa
undir þegar samningurinn var gerður við
UIP.
„Þeir gerðu illilega í buxurnar í þessari
samningagerð,“ sagði einn heimilda-
manna HEIMSMYNDAR um samning-
inn.
Bæði Jón Óttar og Ólafur viðurkenna
að mistök hafi verið gerð í upphafi.
„Samningarnir við UIP voru óhagstæðir
í byrjun en þeim var breytt eftir fyrstu
mánuðina,“ segir Ólafur. Jón Óttar segir
að Stöð 2 borgi nú fyrir tvær til fimm
sýningar á hverri mynd frá UIP og miðist
samningurinn við tvö ár.
Það er óhætt að setja stórt spurninga-
merki við þá fullyrðingu að Stöð 2 borgi
nú aðeins fyrir tvær til fimm sýningar á
hverri mynd. Hvers vegna ætti UIP að
gefa eftir helminginn af samningi sem
var afar hagstæður í byrjun?
Aðrir samningar gilda um sjónvarps-
myndir og framhaldsþætti. Stöð 2 borgar
yfirleitt ákveðið gjald fyrir sjónvarps-
myndir sem sýndar eru í ólæstri dagskrá.
Verðið er yfirleitt 5 til 8 dalir á mínútu
og skiptir fjöldi áskrifenda ekki máli.
Forráðamenn Stöðvar 2 hafa reyndar
látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að aukin
samkeppni við RÚV hafi tvöfaldað þetta
42 HEIMSMYND