Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 60
TOGSTREITA
EFTIR ÖLÖFU RÚN SKÚLADÓTTUR
— Hvílíkar breytingar sem hafa orðið
á stöðu kvenna, útivinnandi, giftra
mæðra á okkar tímum! Hvílíkar við-
horfsbreytingar sem hafa átt sér stað!
Það er ótrúlegt hvað afstaða karla til
barnauppeldis hefur breyst, hve sjálfsör-
uggar konur í atvinnulífinu eru orðnar.
Skilningur milli kynjanna á gagnkvæm-
um þörfum er mun meiri en áður var.
Nú skipta hjón með sér húsverkum og
barnauppeldi. Henni gengur fljúgandi
vel í starfi þó hún sé orðin móðir. Hann
leyfir sér að vera tilfinningavera, hinn
mjúki maður á níunda áratugnum. Bæði
eru ánægð í starfi og ástalífið er fjörugt.
Allt gengur eins og í sögu á þessum jafn-
réttistímum.
Eða hvað? Ekki samkvæmt nýútkom-
inni skýrslu Shere Hite sem tímaritið
Time slær upp á forsíðu nýlega. Höfund-
ur umræddrar skýrslu er þegar orðin
þekkt fyrir rannsóknir sínar á samskipt-
um og stöðu kynjanna.
Samkvæmt niðurstöðum þessarar
skýrslu sem er mjög umdeild eru banda-
rískar konur orðnar langþreyttar á yfir-
gangi og skilningsleysi karla. Níutíu og
fimm prósent þeirra kvenna sem tóku
þátt ( könnuninni segjast verða fyrir til-
finningalegum og sálrænum yfirgangi frá
hendi eiginmanna sinna, og níutíu og
átta prósent kvennanna segjast vilja
grundvallarbreytingar á ástarsambönd-
ERU KRÖFURNAR Á KONUM KOMN-
AR FRAM ÚR ÖLLU HÖFI? HVERNIG
TEKST KONUM AO SAMEINA ÞAÐ
AO VERA MÆÐUR OG ÚTIVINNANOI?
ER LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPIÐ, KRÖF-
UR í ATVINNULÍFI OG HEIMA FVRIR
AÐ SLIGA NÚTÍMAKONUR?
um sínum. Togstreita og vonbrigði virð-
ast ganga eins og rauður þráður í gegn-
um könnun Shere Hite. Þessi togstreita
kvenna er ekkert einskorðuð við banda-
rískt samfélag.
Víða í hinum vestræna heimi virðist
mikillar togstreitu gæta hjá konum, þótt
viðhorf í þeirra garð hafi breyst í kjölfar
jafnréttisbaráttunnar.
Á íslandi jafnt og öðrum vestrænum
löndum taka karlmenn í vaxandi mæli
þátt í heimilisstörfum, og konur finna
frelsið sem fylgir átta til tólf klukku-
stunda vinnudegi utan heimilisins. Hefur
álagið sem hvílir á konum samt sem áður
ekki margfaldast? Er ekki ætlast til þess
að jafnhliða glæstum starfsframa sinni
þær barnauppeldi og heimilishaldi?
Þjóðfélagskringumstæður eru ekki hag-
stæðar fyrir útivinnandi mæður. Engu að
síður eru þær ófáar konurnar sem reyna
að sameina þessi ólíku hlutverk. Eru þær
ofurkonur? Eða ef til vill metnaðarsjúk-
ar framakonur?
Konur taka nú í auknum mæli þátt í
atvinnulífinu og hafa haslað sér völl í
mörgum þeim atvinnugreinum þar sem
karlar sátu áður við stjórnvölinn. Ein-
stæðar mæður eiga engan valkost, þær
verða að vinna úti til að sjá sér og sínum
farborða. Oft á tíðum virðast báðir for-
eldrar þurfa að vinna úti til að borga
skuldir og matarreikninga. Konur hafa
hins vegar val í þeim tilfellum þar sem
ein laun duga til að borga heimilishaldið.
í flestum tilvikum hafa karlmennirnir
hærri laun enda ekki að ástæðulausu að
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur
nýverið skipað nefnd til að rannsaka
launamun kynjanna.
Orðatiltækið: „Sá á kvölina sem á völ-
ina“ virðist eiga vel við í þessu tilfelli.
Hvort velja þessar konur að vera heima
og sinna börnum og búi, eða að fara út á
vinnumarkaðinn, og hvað stjórnar þessu
vali?
60 HEIMSMYND