Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 45

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 45
EFTIR HERDlSI ÞORGEIRSDÓTTUR Líf með frumkvöðli Knstjana Milla Thorsteinsson eiginkona Alfreðs Elíassonar í viðtali urn sögu Loftleiðaævintjrisins, stofnun Flugleiða, þar sem hún situr í stjórn, beiskju og vonbrigði sín vegna þróunar mála þar sem hún segir ekki allt meðfelldu. . . Það er hálf öld frá því að atvinnuflug hófst á íslandi og er það ártal miðað við stofnun Flugfélags Akureyrar. Tæpum áratug síðar hófst ævintýri í farþegaflugi sem vart á sér hliðstæðu með tilkomu Loftleiða. Helsti frumkvöðull þar, Al- freð Elíasson forstjóri, upplifði hluti jafnvel ofar sínum æðstu draumum en líka martröð sem í hörðum heimi kemur oft í kjölfar velgengni. Hann er nú á sjö- tugsaldri, bundiiin við hjólastól á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Eiginkona hans í fjóra áratugi, Kristjana Milla Thorsteinsson, heimsækir hann daglega. Hún býr nú ein í stórglæsilegu einbýlishúsi þeirra á sjáv- arlóð í Arnarnesinu. Húsið sem byggt var á sjöunda áratugnum er minnismerki velgengnisáranna með síðum gluggum, útsýni yfir sjóinn og inni fyrir eru hús- gögn í stíl frá sjöunda áratug, portrett af þeim hjónum og ótal fögur málverk. Eiginkona frumkvöðulsins situr í horninu á stórum leðursófa í arinstofu og horfir á sjónvarpið á síðkvöldum. Barna- börnin heimsækja hana um helgar en yngsti sonurinn Elías býr ennþá heima. Þessi hægláta kona kann að villa á sér heimildir en hún situr ekki auðum hönd- um. Skömmu eftir að Alfreð gekk undir skurðaðgerð í Kaupmannahöfn vegna æxlis í heila árið 1971 hófust sameining- arviðræður flugfélaganna, Flugfélags ís- lands og Loftleiða, sem leiddu til sam- runa fyrirtækjanna og stofnunar Flug- leiða. Kristjana Milla, sex barna móðir, dreif sig skömmu síðar í viðskiptafræði í Háskóla íslands og skrifaði lokaritgerð fjórum árum síðar um samruna fyrir- tækja. Undanfarin ár hefur hún setið í stjórn Flugleiða og oft vakið athygli fyrir skrif sín í blöðum, auk þess að hafa látið að sér kveða í stjórn Flugleiða, oft í óþökk annarra sem þar sitja. Sem eiginkona Alfreðs Elíassonar var hún með í Loftleiðaævintýrinu svo að segja frá upphafi. Hún man þá daga þeg- ar allir lögðust á eitt að gera Loftleiðir að alvörufyrirtæki, árin eftir síðari heimsstyrjöld. Hún man þá tíð þegar til stóð að breyta flugfélaginu í olíufélag en Alfreð og fleiri fengu því forðað. Hún man þá stund þegar Sigurður Helgason núverandi stjórnarformaður kom til sög- unnar. Velgengnisárin eru henni einnig enn í fersku minni. Árin sem Loftleiðir voru hippa-flugfélagið með ódýrustu far- gjöldin yfir Atlantshafið — framtak sem Freddie Laker náði aldrei að skáka. Síð- an komu verri dagar, stundum svartnætti og beiskjan náði að hreiðra um sig. Þetta var þeirra draumur, þeirra fyrirtæki en nú eru aðrir orðnir mun sterkari. „Fólk er svo fljótt að gleyma. Það er eins og sumir vilji ýta Alfreð vísvitandi út úr myndinni. Þessir aðilar vilja gera hans hlut minni. . Og um andlitið líður lítið bros og rólegt. Þannig kemur hún fyrir sjónir þar sem hún situr ein í musteri ótal minninga. Eitt sinn ung Reykjavíkurmær, útgerðar- mannsdóttir af Skólavörðustígnum, af- komandi Hannesar Hafstein og Geirs Zoéga. Það er einhver seigla í svip henn- ar, ákveðni í stálgráum augum. Röddin er lág og stundum vottar þar fyrir hæðni, ofurlúmskri. Hún er rúmlega sextug, hárið er ljósara en ljósmyndir sýna áður. „Það eru strípur,“ segir hún. Ekki grátt hár. Hún vinnur hlutastarf hjá Félagi hárgreiðslumeistara, er formaður lands- sambands samtakanna ITC (Internation- al Training in Communication), sem áð- ur hétu Málfreyjur. Hún er stolt af þeim félagsskap og segir þátttöku sína þar hafa hjálpað sér til að koma fram, byggja upp sjálfsöryggi og tala opinberlega. Það er mikið vatn runnið til sjávar frá því að lítil telpa leit dagsins ljós í húsi á Skólavörðuholtinu. Kristjana Milla fæddist í maí 1926, næstyngst fimm syst- kina. Foreldrar hennar voru Sigríður Hannesdóttir Hafsteins ráðherra og skálds, og Geir Thorsteinsson, sonur Kristjönu Geirsdóttur Zoéga og Th. Thorsteinsson, útgerðarmanns og kaup- manns. Litla stúlkan var skírð eftir ömmu sinni Kristjönu, sem hún sótti mikið til í barnæsku á heimili ömmunnar á Vesturgötu 3. Zoéga-ættin er upprunn- in frá Ítalíu og ættartafla þeirra hangir nú á heimili Kristjönu Millu í Arnarnes- inu. Þar sést að einn ættfaðirinn Mathias Zoéga var óperusöngvari sem fluttist til Danmerkur á 17. öld. Kristjana Milla þekkti hins vegar ekki afa sinn og ömmu í móðurætt. Hannes Hafstein var dáinn þegar hún fæddist og Ragnheiður kona hans dó um fertugt. Sjálf komst Milla litla í lífshættu aðeins nokkurra mánaða gömul þegar kviknaði í húsi foreldra hennar á gamlárskvöld 1926. Milla lá í vöggu á efri hæðinni, en foreldrar hennar og bræður voru niðri að kveðja gamla árið. Húsið varð á skammri stundu alelda en faðir hennar braust inn og upp á loft og lagði sig í lífs- hættu við að bjarga dóttur sinni útúr brennandi húsinu. Það var ákveðið að endurbyggja húsið á Skólavörðustíg 45 og það var því stutt fyrir Millu að skokka yfir holtið í hinn nýja Austurbæjarskóla. Tólf ára gömul fór hún í undirbúningsdeild Verslunar- skólans og lauk þaðan verslunarprófi vorið 1943. Hún er fremur fáorð um æsku sína og uppvöxt. Segir heimilið hafa verið vel stætt á þeirra tíma mælikvarða, „en pabbi var í útgerð sem gekk upp og nið- HEIMSMYND 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.