Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 6

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 6
efnisyfirlit ANNAÐ 56 Andlit Heimsmyndar 64 Svipmót ástarinnar Lesið úr svipmóti kærustapara af götum Reykjavíkur. 74 Reykjavíkin mín Jóna Fanney Friðriksdóttir slæst í för með sex Reykvíkingum út á lífið og kynnist Reykjavíkunum þeirra. FASTIR PÆTTIR 8 Frá ritstjóra 1 1 Innskot Stefán Jón Hafstein hugsanlegt borgarstjóraefni Allaballa. Friðrik Þór lamdi Jón Ólafsson vegna skuldar. Eiður vildi fá stól útvarpsstjóra. Kratarsnúa á Framsókn í Seðlabankanum. Fyrsta verk Sighvatar að fá sér greiðslukort út á viðskipta- ráðuneytið og fleira. 24 Líkami og sál Ari Singh hefur sig til flugs á löngum leggjum. Egill Ólafsson leikur íslenskan graðnagla í þýskri bíómynd. Hrafn Gunnlaugsson gerir mynd í samvinnu við kvikmyndafyrirtæki víetnamska ríksins. Hilmar Örn Hilmarsson og Einar Örn Benediktsson gefa út disk með danstónlist og annan með rokki. Fólk sem lítur út eins og matur. Töff strákar dansa víst. 82 Freistingar Sumarskórnir. Tískuhönnuðirnir Dolce & Gabbana. Daglegt Næturlíf. Grillveisla í garðinum. Hártíska sumarsins. framlag Ingólfur Margeirsson, blaðamaður og rithöfundur, skrifar grein um Vilmund Gylfason í þetta hefti HEIMSMYNDAR. Ingólfur á að baki langan feril sem blaðamaður. Hann var umsjónarmaður sunnudags- blaðs Þjóðviljans, ritstjóri Helgarpóstsins og ritstjóri Alþýðublaðsins. Ingólfur hefur sent frá sér sex bækur. Þar af hafa tvær orðið metsölubækur: Lífsjátning Guð- mundu Elíasdótturog LífróðurÁrna Tryggvasonar. Ingólfur er vel kunnur við- fangsefni sínu. Hann og Vilmundur voru bekkjarbræður frá því i barna- skóla og þar til þeir útskrifuðust sem stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Ingólfur er einnig þaulkunnugur innviðum Alþýðuflokksins sem var lengst af vettvangur stjórnmálabaráttu Vilmundar. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sendir kynslóð stóra bróðurs síns kveðju í blaðinu. Það er hvorki meira né minna en sjálf '68 kynslóðin. Guðmundur Andri er einn efnilegasti rithöfundur íslendinga. Síðasta bók hans, íslenskl draumurlnn, fékk góða dóma hjá gagn- rýnendum og ekki síður góðar viðtökur hjá lesendum. Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson myndlistarmaður vinnur myndskreytingar við nokkrar greinar í þessu hefti. Steingrímur er líklega sá myndlistarmaður íslenskur sem hefur náð hvað bestum árangri á þessu sviði. Teiknistíll hans hæfir sérstaklega vel slíkum myndskreytingum. Steingrímur er það sem kalla má fyndinn penni. Egill Helgason blaðamaður skrifar grein um '68 kynslóðina sem átti 25 ára afmæli í maí síðastliðnum. Egill er ekki af þeirri kynslóð, enda kemst hann að þeirri niðurstöðu að hún hafi hlaðið á sig fullmiklu lofi. Egill hefur starfað sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum og unnið að þáttagerð fyrir sjónvarp. Bonni tekur myndir við fjölda greina í þessari HEIMS- MYND, en hann hefur verið aðalljósmyndari blaðsins undanfarin tvö ár. Bonni hefur starfað á íslandi undan- farin misseri, en vann áður í New York með japanska Ijósmyndaranum Hiro sem er einn af bestu Ijósmyndur- um heims. Myndir Bonna í þessu blaði sýna helstu kosti hans, góða tækni og næmt auga. Mörður Árnason íslenskufræðingur skrifar grein um verkalýðshreyfing- una á þessum síðustu og verstu þjóðarsáttartímum. Mörður er marg- reyndur blaðamaður. Hann var umtíma ritstjóri Þjóðviljans. Mörður hefur ritað margt um vanda vinstri manna eftirfall múrsins, uppgjör þeirra og sátt við fortíðina. Kristján E. Karlsson er útlitshönnuður HEIMSMYNDAR. Kristján hefur starfað við grafíska hönnun hér heima og í Berlín. Kristján hefur hannað margt í gegnum tíðina; meðal annnars Stuðmannabókina og merki Stöðvar2. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar grein um Landsbankann og kemst að þeirri niðurstöðu að bankinn hafi alla tíð verið það sem honum var ætlað, pólitískur fyrirgreiðslubanki. Guðjón er fyrir löngu landskunnur fyrir skrif sín um sagnfræði. Á skömmum tíma hafa tvö stórvirki eftir hann komið út: Eitt bindi af Sögu Reykjavíkur og tvö bindi af ævisögu Jónasar frá Hriflu. Samhliða fræðistörfum hefur Guðjón stundað blaðamennsku, og skrifað reglulega í HEIMSMYND undanfarin fimm ár. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar viðtal við Viðar Eggertsson, leikara og nýráðinn leikhússtjóra á Akureyri. Þóra Kristín hefur skrifað reglulega í HEIMSMYND undanfarin misseri. Hún sendi frá sér viðtalsbók við Guð- berg Bergsson fyrir síðustu jól. 6 HEIMSMYND J Ú L í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.