Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 55
margt háðir ákvörðunum annarra en það
má aldrei bitna á verkunum, ef leikari er
orðinn það fastur inni í einhverrí stofnun
að það hái beinlínis því sem hann er að
gera í sínu starfi, ber honum skylda til að
snúa þeirri þróun við og vera trúr sinni
köllun.
Allir listamenn eru í einhverju háðir
duttlungum annarra, rithöfundar útgefend-
um og myndlistarmenn galleríeigendum og
kaupendum verkanna. Það er ekki síst í
trausti þess að ég er óragur við að takast á
við það hlutverk leikhússtjórans að reka og
ráða fólk. Uppsagnir í leikhúsum eru alltaf
sársaukafullar, eins og allt slíkt getur verið
sem hefur með fólk að gera. Það er
kannski auðvelt fyrir mig að tala vegna
þess að ég hef aldrei gifst neinu nema leik-
húsinu, eina raunverulega ástarsamband
mitt er við leikhúsið. Það er hins vegar full-
ur skilningur á því meðal leikhúsfólks að
það er alltaf nauðsynlegt að endurnýjun
eigi sér stað. Leikarar þurfa að gera það
ansi snemma upp við sig hver á að þjóna
hverjum, þeir listinni eða listin þeim.“
Spurður að segist hann hafa orðið var við
vissar væntingar til sín frá vinum sínum í
leikarastétt: „Ég á marga góða vini og þeir
eru flestir hæfileikaríkir en ég lít svo á að
leikhússtjórastarfið sé einna stærsta hlut-
verkið mitt og ég hlakka til að takast á við
það af fullum heilindum. Þó að það komi
þær stundir að ég þurfi að vasast í pappír-
um og sleikja frímerki er það þáttur sem ég
þekki mætavel úr starfi minu með
EGG-leikhúsið. Ég vil skoða þetta sem
skapandi starf og kem til með að rækja það
þannig og það er öllum fyrir bestu að
stjórnendur séu skuldlausir þegar þeir
gegna störfum sínum. Ég mun láta fagleg
sjónarmið en ekki kunningsskap ráða ferð-
inni við val mitt á fólki til starfa hér í leik-
húsinu og þó að ég komi til með að þurfa
að særa einhverja vini mína með því, þá
held ég að það sé góð vitneskja fyrir þá
sem ráðast hér við leikhúsið að þeir séu
þar vegna þess að þeirra sé þörf en ekki
öfugt. En sú tilfinning að vera kominn
hingað til Akureyrar aftur er mjög sérstök
og ákaflega góð. Alls staðar hef ég mætt
miklum velvilja og góðu fólki.“
Eiga Akureyringar ekkert sökótt við þigfrá
fyrri tíð?
„Nei, ekki að ég veit og ég vona að það
verði einnig þegar ég fer héðan aftur“ segir
hann og hlær. „Þegar ég var hérna síðast
starfandi við leikhúsið þá hitti ég reyndar
móðurafa minn sem var mjög sérstakur
maður, hvíthærður og beinaber í andliti
með blá augu sem voru jafnan dálítið vot
eins og hann hefði grátið. Ég hafði ekki
séð hann síðan ég var pínulítill og við
bjuggum í Njarðvíkum. Hann yfirgaf ömmu
mína og fjölskyldu mjög snemma í því
skyni að fara að vinna á Húsavík en kom
aldrei aftur. Þarna stóð (Framhald á bls. 94)
akmarkast við færra fólk en í Reykja-
,ð er því enn meiri nauðsyn en ella
a mikla hreyfingu á starfsfólki. Eftir
i unnið sem leikari hjá Leikfélagi Ak-
r í tvö ár, sat ég eitt sinn úti í sal
áhorfenda og horfði á. Þá rak ég
í stól sem ég kannaðist við af svið-
því að ég var unglingur. í stólnum
:ari sem Akureyringar könnuðust við
flestum sýningum félagsins síðustu
; sjálfur hafði ég ýrnist staðið upp við
tið á rassinum i þessum stól þau tvö
ég hafði verið þar við störf. Þar sem
í þessum hugleiðingum þá fannst
rða að Akureyringum væri ekki nóg
af þessum stól og öðrum húsgögn-
um á sviðinu, mér og fleirum. Það er eins
og hver leikmyndateiknarinn á fætur öðr-
um hafi kontið til starfa og byrjað á því að
reka augun í þennan æðislega stól. Það
þarf vart að taka fram að nú er þessi stóll
ekki lengur á sviðinu. Hann er kominn
undir rassinn á leikhússtjóranum," og Viðar
bankar undir roskinn stól sem ber hann
uppi hér á skrifstofu leikhússtjórans. „En
þarna tók ég þá ákvörðun að segja upp
áður en ég yrði eins og hver önnur mubla,
það hef ég gert í gegnum tíðina þegar mér
hefur fundist komið nóg af mér inni í leik-
húsum. Þessi leikhússtjórastóll sem ég sit í
núna er ekki öruggt sæti þó hann hafi tekið
þátt í mörgum sýningum. Leikarar eru um
M S M Y N D
J Ú L í
55