Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 95

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 95
Við erum fólkió sem erfiðar enn, alþýðan fátæka, konur og menn Mannkynssagan sýnir okkur að slík per- sónuveldi hafa þann mikla ókost að geta hrunið á einum degi. Ef til vill stendur verkalýðshreyfingin - sérstaklega ASI-part- urinn - frammi fyrir því að aðskilnaðurinn við flokkaveldið veikir undirstöður hennar meðan hún bregst ekki við hinum nýju tímum. Fyrst var flokkavald og lýðræðis- skortur. Nú er bara lýðræðisskortur. Og samtök launafólks í verkalýðshreyf- ingunni standa einnig frammi fyrir annars konar ógnum í þann mund að verkalýðsrík- inu eystra var veitt náðarstungan. Kjaramál- in eru ekki lengur bundin við hvert og eitt þjóðland. Verkalýðshreyfing sem ekki nær alþjóðlegri vídd gæti þess vegna úrelst á fá- um áratugum. Markaðirnir sprengja af sér landamærin, og fjölþjóðafyrirtækin eru ein- mitt fjölþjóðleg. Verkalýðssamtökin á Norðurlöndum hafa yfirleitt stutt aðild ríkjanna að Evrópu- bandalaginu. Þau vonast ekki síst til að geta innan þess náð nýrri alþjóðlegri samstöðu, með því að magna í Evrópustærð þrívelda- samkomulagið innan hvers þjóðríkis. Já- kvæði ASÍ og að nokkru leyti BSRB við EES hérlendis er angi af sömu hugsun. En jafn- vel þótt hún gengi eftir er hætt við að það verði nokkuð löng leiðin frá grasrótinni og yfir í verkalýðssendiráðið í Brússel. íslenskar aðstæður kalla á beinar skipu- lagsbreytingar, til dæmis sameining sveitar- félaga, sem annars gæti skilið einstök verkalýðsfélög eftir sem áhrifalítil smágreifa- dæmi. Verkalýðshreyfingin er líka í bullandi vörn með ýmisleg forréttindi sem hún hefur komið sér upp sjálfri sér til styrktar. Sífelld spurningamerki eru sett við yfirráð kjara- málaráðuneytisins yfir lífeyrissjóðunum. Þau yfirráð hafa meðal annars komist í kastljós vegna þess að ýmsir forystumenn - þar á meðal Benedikt Davíðsson - hafa þótt tala tungum tveimur í vaxtamálunum. Enn beittari eiga þessar spurningar eftir að verða þegar menn byrja að takast á við upp- safnaðan fjárhagsvanda sjóðanna af ein- hverri alvöru. Það halda því ýmsir líka fram að sjálfur grundvöllurinn undir nútímavöld verkalýðs- hreyfingarinnar - skylduaðild launamanna að samtökunum - stangist á við almenn mannréttindi, ef ekki sjálfa stjórnarskrána. Þegar eru teikn á lofti í alþjóðlegum mann- réttindadómum um að verkalýðshreyfingin haldi skylduaðildinni ekki til eilífðarnóns, en foringjarnir segjast hins vegar ætla að verja hana til siðasta manns. Ýmsir spyrja sig hvort það verði ekki einmitt raunin. Skylduaðildin verði að lokum afnumin með látum gegn vilja verkalýðshreyfingarinnar sem þar með verði fullkomlega vanbúin að bregðast við stökkbreytingunni, - og svo hlaupi síðasti maðurinn burt frá foringjun- um. í Evrópu er þróunin sífellt að nálgast bandarískt ástand að því leyti að verkalýðs- hreyfingin skreppur saman en heldur mest- um styrk hjá stóru iðnfyrirtækjunum og í opinberri þjónustu. Spurningin um að vera eða vera ekki verður þess vegna um ítök og styrk í sívaxandi verslun og þjónustu, kjörlendi hinna menntuðu millistétta. Sam- búð ASÍ við þá hópa síðasta áratuginn bendir satt að segja ekki til glæstra sigur- vinninga. Nú hönd þína bróðir! - því heimssagan öll skal héðan af byrja sem ný! Þegar „hreyfingin" mætir þessum nýju tímum skiptir öllu máli hvernig hún spilar úr því sem hún hefur á hendi. Verka- lýðsríkið verður vonandi aldrei til aftur. Verkalýðshreyfingin getur hins vegar átt sér verulegt hlutverk á hnignunartímum hinnar hráu flokkapólitíkur, tímum sem líklegt er að leiti bæði eftir faglegum vinnubrögðum og móralskri forystu. Til þess verður hún að feta einstigið milli kjaramálaráðuneytisins og hinnar stríðandi kirkju. Höfundar og þýöendur verkalýössöngva: Aðalbjörn Pétursson, Ásgeir Ingvarsson, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Stefán Ögmundsson, Pottier/Sveinbjörn Sigurjónsson, Överby/Þorsteinn Opnunartími Mánud. - fimmtud. 9.00-18.30 Föstudaga 9.00 - 19.00 Laugardaga 10.00-18.00 II MATVÖmVERSLUMN VeM vandlai - það emm v/ð/ HÁALEITÍSBRAUT 68 - 103 REYKUAVÍK » » HEIMSMYND J 0 L í 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.