Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 73
hvað þessir tveir flokkar ættu sammerkt.
Það kom glöggt fram á tali Vilmundar að
hann taldi átökin milli þessara tveggja
flokka sögulegt slys og að í raun gætu þeir
starfað saman að öllum málum - nema
utanríkismálum: Dvöl bandaríska varnar-
liðsins á Islandi væri sú gjá sem skildi
flokkana að.
Umbótamálin í ruslakörfu
FramSÓknar. Stjórnarsáttmáli ríkis-
stjórnar Ólafs Jóhannessonar gerði ekki um-
bótamálum Alþýðuflokksins hátt undir
höfði. Eitt af öðru hurfu sigurmál krata í
kosningunum niður í ruslakörfu Ólafs. Við
skiptingu ráðherraembætta var niðurlæging
flokksins kórónuð. Framsóknarflokkurinn,
sem beðið hafði eitt mesta afhroð í kosn-
ingum til Alþingis fyrr og síðar, sat uppi
sem sigurvegari. Sigurvegarinn, Alþýðu-
flokkurinn, skrölti máttvana og málaflokka-
laus með óreyndan þingflokk eftir kerru
Framsóknar. Þjóðin hafði enn einu sinni
verið dregin á asnaeyrunum eftir kosningar.
„Skynsemin sigraði í kosningunum en ref-
skapurinn í eftirleiknum," skrifaði Vilmund-
ur í blaðagrein að lokinni stjórnarmyndun.
Vilmundi féllust mjög hendur þetta sum-
ar. Hann var áhugalaus um brölt stjórn-
málamannanna kringum valdastólana og
hann sá hvert stefndi í hráskinnsleiknum.
Alþýðuflokkurinn fékk þrjá ráðherrastóla.
Það lá auðvitað beint við að Vilmundur,
sem gert hafði Alþýðuflokkinn að stórveldi
í íslenskri pólitík, yrði ráðherra. Sú varð
ekki raunin. A einhverju stigi málsins
bauðst Vilmundi embætti menntamálaráð-
herra en hann svaraði: „Ég var kosinn til að
gera breytingar á þjóðfélaginu, ekki til að
verða kontóristi við Hverfisgötu." Að lokum
endaði Alþýðuflokkurinn með utanríkismál,
sjávarútvegsmál og heilbrigðis- og félagsmál
í hinni nýju ríkisstjórn.
Vilmundur gerði ekkert til að sækjast eft-
ir ráðherraembætti. Hann tók engan þátt í
skiptingu ráðuneyta. Ugglaust sá hann eng-
an tilgang í ráðherraembætti sem engu
myndi breyta urn skipan þjóðfélagsmála á
íslandi. En efalítið hefur Vilmundi þótt það
ákjósanlegri staða að vera utan við ríkis-
stjórnina og geta þar með gagnrýnt hana út
frá sinni persónulegu stjórnmálastefnu og
hugmyndafræði. Enda kom á daginn að Vil-
mundur gerðist harður gagnrýnandi ríkis-
stjórnar Ólafs Jóhannessonar og var oftar í
stjórnarandstöðu en hitt, þótt hann ætti að
heita stjórnarþingmaður. Hér er dæmi úr
skrifum Vilmundar skömmu eftir myndun
ríkisstjórnarinnar: „Stjórn sem heldur áfram
óbreyttri stefnu fyrri ríkisstjórnar og stefnir í
50-60 prósenta verðbólgu á næsta ári er
byggð á efnahagslegum sandi. Stjórn sem
afhendir framsóknarmönnum dómsmála-
ráðuneytið og þar sem umbætur, til dæmis í
skattsvikamálum, hafa verið strikaðar út úr
samstarfsyfirlýsingu á síðustu stundu er
HEIMSMYND JÚLl’
byggð á siðferðilegum sandi.“
Vilmundur réðist sérstaklega að Lúðvík
Jósepssyni, þáverandi formanni Alþýðu-
bandalagsins, og kallaði hann „ómerkilegan
í pólitískum viðskiptum...! annars konar
viðskiptum héti hann svindlari".
Stjórnarmyndunin 1978 og skipting ráðu-
neyta milli flokka er söguleg þegar Vil-
mundur Gylfason er til umræðu. Við þessa
atburði sannfærðist Vilmundur endanlega
um valdhroka flokkakerfisins. Sá vilji al-
mennings sem kristallaðist í kosningaúrslit-
um væri alltaf stöðvaður af lokuðu og for-
hertu flokkakerfi.
í grein í Dagblaðinu frá þessum tíma rit-
ar Vilmundur: „Er ekki tímabært að huga að
enn frekari breytingum á stjórnarskrá? Að
kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega? Að
kjósa forseta eða forsætisráðherra sérstak-
lega, sem síðan velur sér ríkisstjórn og
kjósa síðan löggjafann sérstaklega. Ég hygg
að þessar stjórnarmyndunarviðræður séu
undirstrikun þess að þessi breyting sé
nauðsynleg."
Þessar hugmyndir Vilmundar áttu síðar
eftir að vera ein uppistaðan í stjórnmála-
stefnu Bandalags jafnaðarmanna.
Alþýðuflokkur í stjórn
en Vilmundur
í andstöðu. Stjórnarmyndunin 1978
markaði þáttaskil í lífi Vilmundar á margan
hátt. Honum hafði ekki aðeins orðið ljóst
að kjósendur fengju sjaldnast þær
þjóðfélagsbreytingar sem þeir báðu um og
að flokkakerfið stæði dyggan vörð um
sérhagsmuni sína og völd, heldur rann upp
fyrir honum að Alþýðuflokkurinn
væri tæpast það tæki sem gæti
nýst sér til að breyta þjóðfélag-
inu. Vilmundur hafði treyst á að
smæð Alþýðuflokksins gerði það
að verkum að auðveldara yrði
fyrir hann að koma hugmyndum
sínum á framfæri gegnum flokk-
inn. Það hafði gengið eftir. Vil-
mundur hafði fengið sitt; flokkur-
inn hafði gert hugmyndir hans að
sínum baráttumálum og unnið
kosningar út á þær. Alþýðuflokk-
urinn hafði einnig fengið sitt;
flokkurinn sem áður var í útrým-
ingarhættu hafði breyst í öflugan
umbótarflokk.
Eftir stjórnarmyndun var hins
vegar ljóst að Alþýðuflokkurinn
hafði látið teyma sig út í
ríkisstjórn án þess að hafa neina aðstöðu til
að koma frarn sínum baráttumálum. Hann
hafði í raun svikið kjósendur sína, þótt
segja megi flokknum til málsbóta að
stjórnarmyndunaraðstæðurnar hafi verið
óvenjulega erfiðar. í augum Vilmundar var
kjarni málsins sá að líkt og aðrir flokkar
væri Alþýðuflokkurinn ekki í stakk búinn til
að framkvæma þær þjóðfélagsbreytingar
sem kjósendur höfðu beðið um. Vilmundur
hafði aldrei verið flokkshollur maður. Eftir
stjórnarmyndunina var Alþýðuflokkurinn í
stjórn, en Vilmundur í stjórnarandstöðu.
Alþýðuflokkurinn var líka tekinn að þreyt-
ast á Vilmundi. Allt þetta leiddi til þess að
hann einangraðist í flokknum. Hann hafði
aldrei haldið hirð í kringum sig, aldrei
byggt upp valdaapparat sem gat veitt hon-
um skjól og stuðning þegar á móti blés. Vil-
mundur sóttist eftir völdum og áhrifum líkt
og allir stjórnmálamenn sem vilja gera hug-
myndir sínar að veruleika. En Vilmundur
var ólíkur öðrum stjórnmálamönnum að því
leyti að hann barðist einn fyrir völdum.
Hann var pólitískur sólóleikari án huldu-
hers.
Þessi reginmunur á pólitískri hugsun Vil-
mundar og annarra stjórnmálamanna í land-
inu opnaði gjá milli Vilmundar og hinna
þingmannanna og jók enn á einangrun
hans á Alþingi og í eigin flokki. Hugmyndir
Vilmundar voru nú orðnar að klisjum í
huga rnargra flokkssystkina hans; þær yrði
að umbera fremur en að móta þær í póli-
tíska stefnu. Og líkt og aðrir stjórnarflokkar
var Alþýðuflokkurinn hrifinn burt í hringiðu
stjórnarstarfsins þar sem dægurmálin, þing-
störfin og stjórnun ráðuneyta tóku allan
tíma hins stóra en reynslulitla þingflokks.
Það var hvorki tími fyrir hugmyndafræði
Vilmundar né áhugi á henni.
Viðbrögð Vilmundar voru að auka enn
andstöðu sína við stefnu ríkisstjórnarinnar.
Vilmundur smellti svipunni á hverjum þing-
flokksfundi, hinir óreyndu þingmenn lentu
í hverri orðarimmunni á fætur annarri og
loftið í þingflokknum var vægast sagt raf-
magnað. Á þingflokksfundunum fékk
forystusveit Alþýðuflokksins orð í eyra frá
Vilmundi, ekki síst formaðurinn, en utan
veggja þingflokksherbergisins var hann
mun málefnalegri og ábyrgari. Sem stjórnar-
þingmaður lagði Vilmundur fram þrjú frum-
vörp sem öll voru í anda baráttumála hans:
Um breytingu á lögum (Framhaldábls. 88)
Vilmundur fór í verkfall á Alþýðublaðinu eftir að
blaðsstjórnin hafði stöðvað útkomu „fíflablaðsins".
í Alþýðublaðsdeilunni versnaði stöðugt samband Vilmundar
við Kjartan Jóhannsson, formann flokksins, og Jón Baldvin
Hannibalsson, ritstjóra blaðsins.
73