Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 94

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 94
Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi... Krydd- og jmtablöndur frá Pottagöldrum koma þér á rétta bragðið Kirkja eða Kjaramálaskrifstofa (Framhald af bls. 22) hugmyndafræði verka- lýðshreyfingar og vinstrimanna á margan hátt úr kristinni kenningu. Báðar telja þess- ar stofnanir sér skylt að verja lítilmagnann. Fæða fátæka. Mennta hina ólærðu. Byggja húslausum. Hugga hina þjáðu. Sú vinnu- vernd sem verkalýðshreyfingin hefur sífellt barist fyrir var áður hlutverk kirkjunnar með flóknu helgidagakerfi, föstum, hvíldar- og verkbannsreglum. Og forystumenn hvorrar tveggju stofnunarinnar kunna fyrr og síðar að tala tveimur hrútshornum við veraldlega valdsmenn um ódyggðir þeirra og lesti. Það gera þeir í krafti siðferðilegs styrks sem hugmyndagrunnur hreyfing- arinnar færir þeim. Gef mér þann hreina, hrausta hugdjarfa, sterka mann Aðild verkalýðshreyfingarinnar að kjara- ráðuneytinu hefur á ýmsan hátt þróast úr því valdi sem hún hafði til að hleypa sam- félaginu í uppnám með því að lama fram- leiðslukerfið. Það er hins vegar þessi mór- alski kraftur út úr kirkjueðli verkalýðshreyf- ingarinnar sem heldur í henni lífsneistanum og skapar henni tengsl við félaga sína og almenning langt umfram pólitíska flokka, fjölmiðla eða íþróttafélög. Hið móralska kirkjueðli er sprottið úr hugsjóninni um betri heim. Ennþá er leitast við að gera þann draum að veruleika, þótt vettvangur athafna hafi færst nokkuð til og sé nú gleggri í orlofshúsahverfunum en á kjara- málasviðinu. Og einungis þeir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem geta komið fram sem kirkjuhöfðingjar eiga sér hljómgrunn út fyrir þröngar hagsmunaraðir. Það er þess vegna engin furða að þeir forystumenn samtímans sem hafa lyft sér úr hlutverki verkalýðsrekandans í gervi alþýðuforingjans - tribunus populi var það kallað í rómverskum stíl fyrr á öldinni - eru þeir sem helst tala fyrir láglaunahópana, eiga framgang hagsmunamála sinna ekki síður undir siðferðilegum rökum og tilfinn- ingum en eigin þrýstiafli. Þetta eru menn eins og Guðmundur J. Guðmundsson. Björn Grétar Sveinsson. Pétur Sigurðsson. Ragna Bergmann, Kári Arnór Kárason, en líka Ög- mundur Jónasson og í nokkrum mæli Örn Friðriksson sem nú er því miður á útleið. Persónur skipta alltaf mestu máli. Fyrir verkalýðshreyfinguna skipta þeir hæfileikar miklu að vera klókur samningamaður, fylg- inn sér í daglegu hagsmunastreði og lipur við hagtölur. Það er kjararáðuneytishelm- ingurinn. En án kirkjuhöfðingjanna er verkalýðshreyfingin bara skrifstofa. Fram allir verkamenn, og fjöldinn snauði! Hrun kommúnismans fyrir austan, - verkalýðshreyfingin leit ekki einu sinni upp. Samt mörkuðu fánaskiptin í Kreml táknræn endalok á langvarandi alþjóðlegum klofningi í hreyfingunni, á skiptingunni í komma og krata. Hér hafði sú skipting að vísu verið heldur óglögg, og íslenskar aðstæður hafa meira að segja leitt til þess að kristilegir sósíaldemókratar úr Sjálfstæð- isflokknum hafa haft sterk ítök í hinni fag- legu samfylkingu öreiganna. Það er nokkuð síðan ekki voru eftir í íslenskri verkalýðs- hreyfingu neinir kommar eða kratar nema í þröngum skilningi hérlendrar flokkapólitík- ur. Og sú flokkapólitík sjálf skiptir sífellt minna og minna máli innanstokks í verka- lýðshreyfingunni. Sá tími er löngu liðinn að tekist sé á í einstökum verkalýðsfélögum eftir flokkspólitískum línum, og flokksbræð- ur í hópi verkalýðsforingja eru tregari en áður til innbyrðis samráðs á flokkslegum forsendum. Á sama hátt og flokkarnir hafa gefið upp völd sín í verkalýðshreyfingunni leggja verkalýðsforkólfar sífellt minni áherslu á ítök innan flokkanna. Á hefð- bundnum vettvangi Alþýðuflokkanna tveggja er til dæmis orðinn viðburður að sjá alvöru verkalýðsforingja i ræðustól eða á nefndarfundi, og á alþingi hafa forkólfar úr verkalýðshreyfingunni ekki verið færri frá því elstu menn muna. Flestir telja þessa þróun jákvæða. Vald- skiptakerfi stjórnmálaflokkanna sé að dofna í landinu og þar á meðal í kjaramálunum. Verkalýðshreyfingin eigi að vera sjálfstætt afl og ekki trúverðug ella, - stjórnmála- flokkarnir verði á hinn bóginn að hafa frið fyrir beinni hagsmunapóiitík úr kjarabrans- anum. Að auki benti Ásmundur Stefánsson á það í merkilegu sjónvarpsspjalli þegar hann hætti að verkalýðsforingjar hefðu sí- fellt minna til flokkanna að sækja. Þeir væru með miklu öflugra valdanet en flestir flokksforingjarnir, fjölmennari skrifstofur, betri tök á upplýsingaöflun og gagnaúr- vinnslu, jafngóða og betri aðstöðu í fjöl- miðlum og við almannatengsl. Betra valda- kerfi. Þetta er sennilega allt rétt. En skilin milli flokkanna og verkalýðshreyfingarinnar vekja líka upp sínar sérstæðu spurningar. Flokkarnir höfðu að lokum skipt með sér verkalýðshreyfingunni eins og ríki á léns- veldistímum, og náð þegjandi samkomulagi um eilíft viðhald þeirrar skiptingar. Völd þeirra voru síðan tryggð með þunglamalegu skipulagi og svifaseinu kosningakerfi. Upp- reisn hefur ekki heppnast í verkalýðsfélagi innan ASÍ í tvo áratugi, og hreyfingin hefur búið við sífellda gagnrýni fyrir valdstjórn og einræðistilhneigingar. Þess vegna hljóta menn að spyrja hvað eftir verður þegar flokkarnir hafa mestanpart hrakist úr forn- um lénum sínum innan verkalýðshreyfing- arinnar. Persónulegar valdaklikur? Sjálfstæð- ir lénsherrar? Og hvert er þá orðið okkar starf...? HEJMSMYND JÚLÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.