Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 25
Egil í myndum sínum — þá
stukku þýskir kollegar þeirra til.
í síðasta mánuði var Egill í
Þýskalandi við upptökur á
myndinni Der Gartenkrieg og
fór þar með hlutverk Björns,
sálfræðings frá íslandi. Der
Gartenkrieg er gerð eftir hand-
riti Marteins Þórissonar, íslend-
ings sem hefur dvalið í Þýska-
landi alla sína tíð. Aðrir íslend-
ingar koma ekki við sögu
myndarinnar. Sagan fjallar um
fólk sem býr við fallega götu í
úthverfi stórborgar. Það elur
með sér þann draum að gatan
þeirra verði valin fegursta gata
borgarinnar og ræktar garða
sína af mikilli list og eljusemi.
Þá dynja ósköpin yfir. í eitt hús-
ið flytur ofnæmissjúklingur sem
hefur ofnæmi fyrir gróðri. Listi-
garðar nágrannanna ógna heilsu
hans og ofnæmi hans ógnar
draumi þeirra um fegurstu göt-
una. Persónan sem Egill leikur,
Björn sálfræðingur, er graðnagli
ættaður úr Skagafirði og heldur
við harðgifta konu sem býr við
götuna. Með tímanum geta þau
ekki slitið sig í sundur og á
endanum fylgir konan Birni til
íslands. Hverfa þau þá úr sög-
unni.
í næsta mánuði kemur út
plata með þeim Hilmari og
Einari Örnum. Þrátt fyrir
áskoranir ætla þeir ekki að
kalla sig Hljómsveitina Ernir,
heldur Kali. Það á að ganga
betur í Bretann, en kali mun
þýða frostbit í þeirra eyrum.
„Þetta er það næsta sem
við komumst með að gera
listaverk," segir Einar Örn
Benediktsson og lýsir efninu
sem útgáfu þeirra félaga á
danstónlist; hraðri og þéttri.
„Sumir segja að hún sé
cinematísk, full af myndum
og ekki öllum fallegum."
Einar segist syngja í
kabarettstíl á plötunni en
hann semur alla texta. Katie
Jane Garside syngur í þrem-
ur lögum en hún var söng-
kona með hljómsveitinni
Daisy Chainshaw. Katie þessi
hafði gert mikinn samning
við bresk út-
gáf ufyrirtæki
eftir að Daisy
Chainshaw gaf
upp öndina, en fékk ógeð á
rokki og hætti við allt
saman. Eða þar til hún hitti
þá Hilmar og Einar úti í
London, söng þrjú lög inn á
þessa plötu og er nú á leið til
landsins að syngja inn á
næstu plötu þeirra félaga -
sem er rokkplata.
Líkamiogsál
Ef til er þráður í íslenskri
kvikmyndagerð, þá er sá þráður
Egill Ólafsson. Hann hefur leikið
í nánast hverri einustu íslenskri
bíómynd frá því
íslendingum datt í
hug að þeir gætu
búið svoleiðis
nokkuð til. En nú í sumar rofn-
ar þessi þráður. Egill leikur ekki
í Hinum helgu véum Hrafns
Gunnlaugssonar, ekki í Bíódög-
um Friðriks Þórs Friðrikssonar,
ekki í Jóns Leifs-mynd Hilmars
Oddssonar. En um leið og is-
lenskir kvikmyndagerðarmenn
ákváðu að rjúfa þá hefð að hafa
HEIMSMYND
J Ú L i
25