Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 58

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 58
Hvað er að fólki sem keypti sér V—2000 myndbandstæki, kaus Heima- stjórnarsamtökin og kaupir sér alklæðnað daginn áður en hann fer á útsölu. Gunnar Smári Egilsson veltir þessu fyrir sér, Fólk senrvmisskilur sanrvtimann Kunningi minn þreytist aldrei á að segja mér sögu af frænda sínum sem þráði að verða ríkur. Hann reyndi allt, en ekkert gekk. Ef hann flutti buxur til landsins fóru þær úr tísku á leið yfir hafið. Hann fékk umboð fyrir leikföng sem börn vildu ekki sjá. Flestum sem þekktu hann var ljóst að hann hefði ekki viðskiptavit. Hann haföi það ekki í sér. Sjálfur taldi hann sig óheppinn. Loks var svo komið að bilskúrinn hans var orðinn fullur af alls kyns drasli sem enginn leit við, hann var orðinn blankur og stórskuldugur, vinirnir forðuðust hann og konan var að gefast upp. Þeir einu sem vildu eitthvað með hann hafa voru lögfræðingar og þeir eltu hann uppi með stefnur, lög- taksbeiðnir og hótanir um gjaldþrot. Þá loks fékk þessi frændi kunningja míns gullið tækifæri. Hann varð heppinn. Að honum vék sér rnaður og bauð honum um- boð fyrir litla bláa kalla úr plasti. Hann sagði að börnum þætti vænt um þessa kalla og vildu eiga þá. En frændi kunningja míns fúlsaði við köllunum. Hann sagði við mann- inn: "Neeei, ég hef nú látið gabba mig út í ýmislegt i gegnum árin en svona vitlaus er ég ekki." Og þar sem frændinn hafnaði litlu, bláu köllunum fékk einhver annar umboðið, kallaði þá Strumpa og græddi svo óheyri- lega að hann er sjálfsagt enn að reyna að eyða peningunum. Frændinn er hins vegar orðinn gjaldþrota á tilraunum sínum til að verða ríkur, konan er farin frá honum og hann er löngu búinn að missa bílskúrinn á uppboð. vað gengur að fólki eins og þessum frænda kunningja míns? Sem tekur ranga ákvörðun í hvert sinn sem það þarf að ákveða sig. Það skilur ekki skilaboðin sem flestir aðrir sjá. Það verður ástfangið af þeim sem eru annað hvort á leið í ræsið eða út úr skápnum. Það kaupir sér alklæðn- að daginn áður en hann fer á útsölu. Það fyllist eldmóði og gengur í Heimastjórnarsamtökin. (Það var flokkur sem bauð fram fyrir síðustu kosningar. Hann fékk svo fá atkvæði í sumum kjördæmum að ef við gerum ráð fyrir að allir sem áttu sæti á framboðslistunum hafi kosið flokkinn, þá þarf ekki mikla reikningslist til að sjá að flestir makar þeirra hafa svikist undan merkjum.) Þetta fólk virðist ekki átta sig. Það skilur ekki samtíma sinn. Stundum í stóru, stundum smáu. Munið þið til dæmis eftir quadrophone- hljómflutningstækjunum? Þetta voru fjögurra rása tæki sem áttu að vera helmingi full- komnari en steríó—tækin, sem höfðu að- eins tvær rásir. Gallinn var sá að mann- skepnan hefur aðeins tvö eyru og getur því ekki notið hágæða quadrophone—tækj- anna. Eina leiðin til að skynja hljóminn var að láta græða á sig tvö ný eyru. Samt er til fólk sem keypti þessi tæki. Ég hef fyrir satt að Jóhann Hjálmarsson skáld eigi quadrophone-tæki og hlusti gjarnan á þau á síðkvöldum. Mér kom því ekki á óvart þegar ég frétti að Jóhann á líka átta rása kassettutæki. Það var önnur tækni- nýjung áttunda áratugarins sem dó í fæð- ingu. Hún kom fram um það leyti sem ljóst var að venjulegar kassettur, eins og við þekkjum þær í dag, væru búnar að sigra markaðinn. Atta rása kassetturnar voru álíka stórar og myndbandsspólur, en úrvalið af tónlist á þessum kassettum var ákafalega takmarkað í upphafi. Og það varð aldrei Misskilur þú samtímann? Keypturðu þér quadrophone—hljómflutningstæki? Gerðistu áskrifandi að Árinu? Mótmæltirðu Persaflóastríðinu? Taldirðu Enver Hoxha merkasta hugsuð aldarinnar? Keypturðu V—2000 myndabandstæki? Keypturðu Beta—myndbandstæki? Ertu baráttumaður fyrir borgaralegri fermingu? Áttu hraunöskubakka frá Glit? Gerðistu áskrifandi að Þjóðlífi? Áttirðu peninga inni hjá Ávöxtun? Fannst þér tímaritið Luxus smart blað? Varstu strax góður í borðtennis en gast aldrei neitt í fótbolta? Áttu töfrasprota? Áttu Ijósálf? Keyptirðu fölsuð persnesk teppi á 15 þúsund kall? H 58 HEIMSMYND J Ú L í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.