Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 15
<
það eftir sér. Þegar stjórn Byggðastofnunar
kvartaði líka hótaði Davíð að minnka fjár-
umsvif stofnunarinnar og flytja hana til
Akureyrar. Davíð lýsti einnig yfir opinberu
gjaldþroti fiskeldisins á tröppunum fyrir
utan Stjórnarráðið, benti á glórulausa fjár-
festingu í rækjuvinnslum og lokaði Álafossi.
Framganga Davíðs á fyrstu mánuðunum
fékk menn til að trúa því að komin væri til
valda ríkisstjórn sem ætlaði sér að fram-
kvæma langþráðan uppskurð á íslensku
efnahagslífi, loka fyrir pólitíska fyrirgreiðslu
og hætta beinum afskiptum af atvinnulífi.
í dag er fátt sem minnir á þessa hveiti-
brauðsdaga. Ríkisstjórninni hefur mistekist
að mynda sér stefnu í öllum stærstu málum.
Tilraunir hennar til að koma sér saman um
stefnu í sjávarútvegsmálum eru fyrir löngu
orðnar að farsa. Stjórnin nánast leystist upp
í síðustu kjarasamningum. Að lokum létu
ráðherrar Alþýðuflokksins og Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra það eftir Davíð að
gera Alþýðusambandinu og vinnuveitend-
um tilboð um efnahagsaðgerðir svo að
samningar mættu takast. Þessar aðgerðir
urðu að lögum aðeins fáeinum dögum áður
en niðurstöður rannsókna fiskifræðinga
Fiafrannsóknarstofnunar lágu fyrir en þær
niðurstöður kölluðu á enn nýjar aðgerðir.
Eftir sérkennilegar yfirlýsingar Davíðs þar
sem hann fól Þorsteini Pálssyni í raun öll
völd í landinu skipti hann um skoðun og
ákvað að kalla saman stóra samráðsnefnd
allra stjórnmálaflokkanna, atvinnurekenda
og launþega til að gera tillögur um efna-
hagsaðgerðir. Halldór Ásgrímsson hitti nagl-
ann á höfðið þegar hann sagði að þjóðin
þyrfti fremur sterka stjórn sem gæti tekið á
alvarlegum vanda heldur en einhvers konar
þjóðstjórn eða þjóðráð.
Þessi síðasti leikur Davíðs minnir aftur á
ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar. Þegar ríkis-
stjórn Þorsteins var orðin óstarfhæf vegna
ágreinings og áhugaleysis greip Þorsteinn til
þess ráðs að kalla saman ráðgjafanefnd til
að smíða efnahagstillögur, svokallaða bjarg-
vættanefnd. Sú ráðstöfun bjargaði ekki
stjórninni.
Ríkisstjórn sem gat ekki komið sér sam-
an um eigin aðgerðir gat heldur ekki staðið
saman að aðgerðum sem hún hafði pantað
utan úr bæ. Á endanum hrintu þeir Stein-
grfmur og Jón Baldvin flestum af tillögum
bjargvættana í framkvæmd í annarri ríkis-
stjórn.
Ótti meðal flokksmanna
stjórnarflokkanna. Þótt ekki sé
mikið mark takandi á Félagi ungra jafnaðar-
rnanna, þá gefur það nokkra mynd af áliti
almennra flokksmanna stjórnarflokkanna á
ríkisstjórninni að ungkratar sendu frá sér
ályktun um daginn þar sem þeir reyndu að
þvo hendur Alþýðuflokksins af ástandi
« stjórnarinnar. Þeir ályktuðu að það væri
fyrst og fremst fyrir klaufaskap forsætisráð-
HEIMSMYND JÚLf
herra sem ríkisstjórnin
hefði misst alla tiltrú al-
mennings. Þessir ungu jafn-
aðarmenn sögðu forsætis-
ráðherra að taka sig saman
í andlitinu eða segja af sér
ella.
Þótt sjálfstæðismenn,
hvorki ungir né aldnir,
muni ekki senda frá sér
slíkar ályktanir þarf ekki að
tala við marga almenna
flokksmenn til að heyra
svipaðan tón. Þeir geta ekki
ráðið í það frekar en aðrir
landsmenn hvert þessi
ríkisstjórn er að fara, né
hafa þeir trú á að hún
afreki eitthvað það á tveim-
ur næstu árum sem geti
tryggt Sjálfstæðisflokknum
þolanlega útkomu í næstu
kosningum.
Nú þegar kjörtímabilið
er hálfnað og rúm tvö ár
síðan Davíð Oddsson varð
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, og í framhaldi af því
forsætisráðherra, er því
eðlilegt að spyrja hvort
andstæðingar hans í for-
mannskjöri og kosningabar-
áttu hafi haft rétt fyrir sér
um afleiðingar af reynslu-
leysi hans af landsmálun-
um. Eða er það ef til vill
eitthvað annað sem veldur
því hvernig komið er fyrir
ríkisstjórn hans?
Hið dýrkeypta
Hrafns-mal.
Ríkisstjórnir geta tapað
trausti almennings í stórum
málum og smáum. Og lík-
ast til hefur ekkert einstakt
mál skaðað þessa ríkis-
stjórn, og Davíð sjálfan,
jafnmikið og Hrafns-málið.
Það hlýtur að vera erfitt fyr-
ir Davíð að kyngja því,
enda færði málið honurn
ekkert annað en að gamall
vinur hans, Hrafn Gunn-
laugsson, fékk stöðu hjá
Ríkissjónvarpinu í stað
þeirrar sem hann missti.
Á mánudeginum eftir að
Hrafn hafði verið skipaður
framkvæmdastjóri ræddi ég
við tvo af nánum vinum
Davíðs og ráðgjöfum. Báðir
voru þeir sigri hrósandi.
Þeir töldu að með því að
skipa Hrafn framkvæmda-
stjóra beint ofan í brott-