Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 31
var júgóslavneskur Tyrki frá Makedóníu, og
bjó eins og við á Norðurbrú í Kaupmanna-
höfn. Þegar ég sagðist gjarnan vilja kynnast
þessu fólki sem best sagðist hann myndi
koma með „eintak“ næsta dag.
Sabri efndi heit sitt og þann dag kom
hann með kunningja sinn Sadri Astono-
vitcki, hálfþrítugan, lávaxinn og hnotubrún-
an mann sem leiddi við hönd sér eina af
fjórum dætrum sínum. Þannig hófust kynni
okkar sem efldust þann tíma sem við bjugg-
um í Kaupmannahöfn. Hann var 25 ára en
kona hans þremur árum yngri og þó áttu
þau fjögur börn, allt stúlkur. Hann var at-
vinnulaus og hún skúraði gólf. Þótt fjárhag-
ur þeirra virtist ekki með þeim hætti að
skynsamlegt væri að eignast fleiri börn
kenndu rótgrónir siðir þjóðar þeirra að þau
yrðu að reyna að eignast son. Sonur væri
eina haldgóða öryggið í ellinni.
Nokkrum mánuðum eftir að við kynnt-
umst og frú Astonovitscki hafði tekið að
gildna undir belti spurðu þau hvort við
vildum taka að okkur barnið sem hún bar
undir belti ef það reyndist vera stúlka.
„Fimm börn eru okkur ofviða,“ sögðu þau,
„og svo verðum við að halda áfram þar til
við eignumst dreng.“ Spurningin kom svo
flatt upp á okkur að okkur láðist að svara,
enda hálf vantrúuð á tilboðið. Þeir sem
þekktu sígauna betur en ég sögðu okkur
nokkru síðar að boðið hafi að öllum líkind-
um verið af heilindum meint, enda barnið
ekki gjöf, öllu heldur lán í trausti þess að
við tryggðum þvi bjarta framtíð.
Þegar við vorum loks tilbúin með svarið
var fjölskyldan flutt og hafði ekki skilið eftir
sig nein spor. Enginn virtist vita hvert þau
höfðu farið, þau voru horfin. Þótt ég haldi
ekki í vonina um að fá bréf frá Sadri
Astonovitcki og fjölskyldu í pósti geymi ég
minningar um skemmtileg kynni við litríkt
fólk sem birtist og hvarf. Stundum verður
mér hugsað til telpnanna litlu, brúnna á
hörund með tinnusvart hár og dökkbrún
augu sem geisluðu af lífsgleði. Þrátt fyrir
velmegun íslensks samfélags þykist ég þess
fullviss að stúlkubarnið sem okkur bauðst
hefði farið mikils á mis ef við hefðum skilið
betur dýptina og einlægnina í spumingunni
og svarað henni játandi.
Og enn fylgist ég með sígaunum úr fjar-
lægð, heillaður af lífsþorsta þessa
sérstæða fólks og forvitinn um lifshætti sem
em okkur svo framandi. Á liðnu hausti las
ég grein í þýsku tímariti sem sagði frá
„neyðarfundi” evrópskra sígauna sem hefði
verið haldinn í Amsterdam fyrir skömmu.
Þar var skorað á þjóðir heims að berjast
gegn ofsóknum „Fjórða ríkisins" á hendur
sígunum. Ástæða þessara ákalls er sú að
fyrir skömmu undirritaði þýski innanríkis-
ráðherrann Rudolf Seiter tilskipun um að
flytja alla sígauna sem höfðu komið frá
Rúmeníu til baka. Að minnsta kosti þrjátíu
þúsund sígaunum hefur verið safnað saman
í tvö hunduð og fimmtíu borgum og bæjum
og bíða þess að verða sendir mót óvissum
örlögum í Rúmeníu. Þeir hafa engan rétt til
að kæra nauðungarflutningana og eiga sér
„Þetta er önnur ílótta-
tilraun Peters Chitschdy.
Til að reísa honum íyrir
hið óskiljanlega tungu-
mál var efrivör hans
skorin burt og hún
steikt, en hann síðan
neyddur til að éta hana."
fáa málsvara. í Þýskalandi hafa fréttir af
fjöldaflutningunum, sem eru einsdæmi frá
falli Þriðja ríkisins, ekki vakið neina
sérstaka eftirtekt. Á undanförnum vikum
hafa sígaunar mátt þola ótal árásir nýnasista
sem hafa ráðist á búðir þeirra með
bensínsprengjum og bareflum. Með því að
vísa þeim úr landi án margra orða hafa
þýsk stjórnvöld enn einu sinni gripið til
ráðs sem róar einhverja um stund en leysir
engan vanda.
Píslarsaga sígauna í Evrópu er ekki ný af
nálinni. í aldir hafa þeir verið á flótta
undan menningunni, stoltir og litríkir ferða-
langar sem hafa haldið fast í sérkenni sín
og siði þrátt fyrir ótal tilraunir til að láta þá
hverfa í fjöldann.
Sígaunar eru komnir frá Norður-Indlandi
og athuganir hafa leitt í ljós að þaðan hafi
þeir farið einhvern tíma á bilinu frá 700-
1000 eftir Krist.
Koma sígauna til Evrópu er sveipuð
óvissu, eins og svo margt í sögu þeirra.
Fyrst er getið um ferðir þessa fólks í Evrópu
í heimild sem skrifuð var af kristnum munki
á eynni Krít árið 1322. Hann lýsir framandi
aðkomufólki og segir meðal annars:
„Þeir eru sjaldan lengur en þrjátíu daga á
hverjum stað og flytjast stöðugt búferlum
með sín smáu, svörtu tjöld, eins og vansælt
flóttafólk sem Guð hefur útskúfað."
í fyrstunni vakti koma þeirra til Evrópu
fádæma athygli. Enginn þekkti til uppruna
þeirra og engu var líkara en þeir spryttu
upp úr jörðinni. Forvitnir bændur og borg-
arbúar þustu á móti þeim með útrétta arma
og vinarþeli svo miklu að það breyttist
stundum í gleypugang. Fáum nægði að
skoða og grandgæfa þetta ókunna fólk á
alla kanta og vegu, heldur var einnig freist-
andi að fá tækifæri til að skyggnast inn í
það sem flestum er hulið, bæði fortíð og
framtíð; þann starfa höfðu spákonur
sígauna.
Sígaunar komu til Evrópu á þeim tíma er
veldi kirkjunnar var hvað mest. Með valdi
sínu yfir sálum fólksins skóp kirkjan þá
samhygð sem varð ein af höfuðstoðum
lénsskipulagsins. Með lærðum tilvitnunum
í heilaga ritningu var fáfróðri alþýðu kennt
að una við sitt í þeirri vissu að henni myndi
verða umbunað á efsta degi.
Við þessar aðstæður var hentugt fyrir
sígauna að látast vera pílagrímar í yfirbótar-
ferð. í fyrstu var þeim trúað. Skýring
þeirra á yfirbótarflakkinu var vissum breyt-
ingum undirorpin frá einum stað til annars.
Ein skýring þeirra var sú að þeir hefðu ver-
ið reknir úr Egyptalandi vegna þess að þeir
hefðu ekki skotið skjólshúsi yfir Maríu og
Jesú á flótta þeirra. Önnur var á þá leið að
þeir hafi neitað Jesúbarninu um vatn, og
enn önnur að þeir hafi verið heiðingjar sem
snúist hafi til kristni, snúið aftur til heiðni
og frelsast á ný. Vegna þessarar hrösunar
hafi þeir fengið þá refsingu að flakka land
úr landi í sjö ár.
HEIMSMYND
J Ú L í
31