Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 38
Hér leiðir Egill Helgason getum að því '68-kynslóðin
hafi verið kynslóðin sem gerði uppreisn gegn frelsi,
lýðréttindum og réttarríkinu. Uppreisnin hafi stafað af
ranghugmyndum - en þó fyrst og fremst af leiðindum.
&
1968 var staðan þessi: Vesturlönd
voru að ganga í gegnum eitthvert mesta, ef
ekki mesta, velmegunar- og vaxtarskeið í
sögu mannkyns. Almenningur þar naut
mannréttinda, laga og friðar, sem alls ekki
var sjálfgefið sé litið á sögu fyrri helmings
aldarinnar og aðstæður í kommúnistaríkjum
eða meðal þjóða hins svokallaða þriðja
heims. Menntun var almenn og aðgengileg
flestum sem vildu bera sig eftir henni. Samt
var það á þessum tíma að námsmenn í hin-
um vestræna heimi gerðu uppsteyt; það
fólk sem síðar hefur verið nefnt '68 kyn-
slóðin.
í grein sem hann skrifaði 1970 sagði
þýski vísindamaðurinn Fritz Stern, sem
hafði áratugum fyrr flúið undan nasistum til
Bandaríkjanna, að hann sæi ekkert nýtt í
stúdentahreyfingunni svokölluðu, utan
klámfengið orðfærið í slagorðunum og á
mótmælasþjöldunum; að öðru leyti, sagði
hann, hegðuðu stúdentamir sér eftir mjög
áþekku mynstri og þýskir stúdentar á ár-
unum þegar Hitler var að komast til valda -
á tima þegar ungir öfgasinnar úr röðum
nasista og kommúnista bárust á bana-
spjótum.
Gegn hverju beindist uppreisn
námsmanna og æskufólks á ofanverðum
sjöunda áratugnum? Hvert var það samfélag
sem þetta unga fólk taldi svo óalandi og
óferjandi að það flykktist út á göturnar til
að formæla því og skirrðist ekki við að
beita ofbeldi og slást við lögreglu eða jafn-
vel herlið?
í fáum orðum sagt: Þetta voru frjálslynd-
ustu og lýðfrjálsustu samfélög sem mann-
kynssagan hafði þekkt. Samt kusu
stúdentar að finna sér fyrirmyndir í
harðstjórum á borð við Maó Tse Tung, Fidel
Castró og Hó Chi Minh, en
gáfu lýðræðissinnum á borð
við Charles de Gaulle, Lyndon
B. Johnson og Bjarna Bene-
diktsson langt nef.
Aðdraganda stúdenta-
uppreisnarinnar má lík-
lega fyrst greina í Bandarikj-
unum; þar voru enda upp-
runnar flestar tískubylgjur
sem skóku heiminn á þess-
um árum. Fyrstu stúdenta-
uppþotin urðu við Berkley-
háskóla í Kaliforníu sumarið
1964, en reyndar höfðu
bandarískir stúdentar látið
nokkuð á sér kræla árin þar
á undan.
John F. Kennedy var nýlát-
inn og við embætti hans
hafði tekið Lyndon B.
Johnson, kjaftfor Texasbúi
sem fær þau eftirmæli að
hafa verið mestur þingskör-
ungur Bandaríkjaforseta og
líklega einhver sá vinstrisinnaðasti í hópi
þeirra. í frægri ræðu sagðist Johnson vilja
skapa þjóðfélag „sem byggði á gnótt og
frelsi fyrir alla“, þar sem „hvert mannsbarn
gæti fundið þekkingu til að auðga anda
sinn og efla hæfileika sína“. Lykilorðið var
menntun. Johnson sagði: „Svarið við öllum
okkar vandamálum rúmast í
einu orði. Það orð er mennt-
un.“
Johnson lét heldur ekki sitja
við orðin tóm: Að tilstuðlan
hans runnu út úr Bandaríkja-
þingi frumvörp um grunnskóla-
menntun, framhaldsskóla-
menntun og æðri menntun.
Grundvallaratriðið var að eng-
inn skyldi útilokaður frá þeim
miklu lifsgæðum sem í mennt-
un fælust. Kennurum í þjónustu
ríkisins fjölgaði úr 1 milljón
1950 í 2.3 milljónir 1970. Æðri
menntaskólum og háskólum
fjölgaði úr 2.040 í 3.055 milli
1960 og 1975, en stúdentum úr
3,6 milljónum í 9,4 milljónir.
Svipað var uppi á teningnum
um allan hinn vestræna heim;
það var kynslóðinni sem hafði
lifað hörmungar stríðsins
kappsmál að mennta börnin
sín. I Bretlandi tvöfaldaðist til
dæmis fjöldi háskólanema á
Fidel Castró; fyrrum
vinstrifasisti af skóla
Peróns sem gerðist
handbendi Sovétríkjanna
og átrúnaðargoð í
'68—uppreisninni.
38
HEIMSMYND
J Ú L í