Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 83

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 83
Dolce & Gabbana ítölsku fatahönnuðirnir Dolce & Gabbana eru í dag stefnumarkandi afl í tískuheiminum og virðist þeim félögum vera í lófa lagið að töfra fram hverja glæsiflíkina á fætur annarri. Þegar Stefano Dolce og Domenico Gabbana stigu sín fyrstu skref inn á torvelda braut tískuheimsins einkenndist hönnun þeirra af mjúkum kvenlegum línum, fölum litum og einfaldleika, þar sem fyrirsætur þeirra, sveipaðar fínlegum látlausum kuflum, minntu einna helst á íbúa hins forna Rómaveldis. Þeir félagar kúventu síðar og lögðu áherslu á glæfra- legri, kynþokkafyllri fatnað. í dag skipar ímynd sjálfstæðu og frökku „súperkonunnar" hæstan sess sem fyrirmynd félaganna og ekki er að því að spyrja að sjálf drottning „súperkvenna", Madonna, er ein- lægur aðdáandi þeirra og vinur. Sagan segir að hugmyndina að línu þessari hafi þeir sótt í klæða- burð móður Domenicos sem á sjötta áratugnum dirfðist að ganga í karlmannsjakkafötum í karla- veldinu Sikiley. Stefano Dolce fæddist í Feneyj- um fyrir 30 árum og lærði grafíska hönnun. Domenico sem er 33 ára á rætur sínar að rekja til Palermo. Flann stundaði upphaflega nám í vísindum, en skipti síðar yfir í listnám þegar hann uppgötvaði að þar fengju hæfileikar hans betur að njóta sín. Leiðir Stefano og Domenico lágu saman þegar þeir unnu báðir hjá ítölskum fatahönn- uði, en nokkrum árum síðar voru þeir komnir með sitt eigið fyrirtæki Dolce & Gabbana. Á aðeins tíu árum hefur þeim tekist að standa jafnfætis helstu tfskufrömuðum heims og nam veltan árið 1991 hvorki meira né minna en 66 miljónum dollara. Jafnframt kven- mannsfatnaði framleiða Dolce & Gabbana meðal annars prjónaföt, strandfatnað og karlmannalínu og virðast þeir sveipa allt sem frá þeim kemur glæsileika og stíl. Meðfylgjandi myndir sýna nýjustu línu þeirra, skondnar og djarfar buxnadragtir. SUMT BREYTIST ALDREI Einu sinni var þensla vandamál á íslandi. Það var fyrir tíma kreppunnar. Þegar þenslan ríkti var ekkert eins í dag og í gær. Allt var á hreyfingu. Launin hækkuðu, fyrirtæki stækkuðu, skuldirnar uxu. Og af því að mannskepnan er homo economicus sveiflaðist allt mannlegt með efnahags- stærðunum. Veitingahús höfðu ekki fyrr verið opnuð en þeim var lokað vegna breytinga. Fólk keyrði inn- búið sitt á haugana að vori og hausti og keypti sér nýtt. í kreppunni er hins vegar allt kyrrt. Laun- in eru fros- in, fyrirtæki eru í greiðslu- stöðvun, skuldirnar í eindaga. Fólk kaupir sér myndaramma í stað sófa- setts. Og veitingahúsin fara annað hvort á hausinn eða fá að eldast og þroskast. Og sökum þess að andinn sveiflast eftir þyngd budd- unnar sættist hann við stöðugleikann. Þess vegna nýtur hið óbreytanlega sín betur í kreppunni. Og þar hafa Mokka, Bæjarins bestu og Prikið forskot á aðra staði sem hafa farið í sautján and- litsstrekkingar á meðan þess- ir þrír hafa tekið aldrinum með æðruleysi. H E M S M Y N D J Ú L 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.