Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 49

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 49
hefðu flestir sagt nei - ef þeir hefðu ekki vitað fyrir víst að það kostaði þá fótleggina, þá er erfiðara að segja til urn hug trjánna hans Boswell. Eða hvort frosna pylsan sem konan í stórmarkaðnum notaði hafi verið til í tuskið eða ekki. En þótt enginn hafi sjálf- sagt fyrir því að fordæma þá konu, eða rússneska lögreglumanninn, voru þau bæði dæmd fyrir að hafa gengið fram af blygð- unarsemi samborgara sinna. Það var álit dómara í báðum tilfellum að þau hefðu skaðað þessa blygðunarsemi meira en svo að það gæti réttlætt þörf þeirra til að fá útrás fyrir skyndi- lega löngun sína. Stundum getur verið erfitt að mæla með þessum hætti kynlífslöngun fólks annars vegar og blygðunarsemi hins vegar. Reykjavíkur- löggan lenti til dæmis í því fyrir nokkrum árum að miðaldra hjón kvört- uðu undan nágrönn- um sínum sem gættu þess ekki að byrgja glugga sína nægilega vel þegar þau stunduðu ástar- leiki. Miðaldra hjón- in töldu þetta ekki stafa af hugsunar- leysi, heldur ásetningi og sýniþörf. Þegar lögregluþjónarnir komu í íbúð hjónanna voru þeir teymdir inn í stofu, bent á að stíga upp á stól við eitt hornið á gluggan- um, leggja andlitið upp að rúðunni og horfa yfir í svefnherbergisglugga nágrann- anna. Öðruvísi var ekki hægt að sjá ástar- leikinn. Lögregluþjónarnir gerðu það eina sem hægt var. Þeir lásu yfir hjónunum sem klöguðu og hótuðu að færa til bókar þá ár- áttu þeirra að gæjast inn til ókunnugs fólks. Hér að ofan hefur verið greint frá nokkr- um merkum persónum sögunnar sem voru óvenju stórtækar á kynlífssviðinu. Færri sögum fer hins vegar af frægu fólki sem lítið aðhafðist í kynlífinu. Það er ef til vill skiljanlegt, lítil afrek geta sjaldan af sér miklar sögur. Þó eru þess nokkur dæmi. Það þykir fullsannað að þýski heimspek- ingurinn Immanuel Kant hafi aldrei notið kynmaka og því verið hreinn sveinn er hann lést, áttræður að aldri. Og líkum hefur verið leitt að þvi að Isaac Newton hafi ekki heldur notið neinnar upplifunar á kyn- ferðissviðinu - að minnsta kosti ekki með öðrum. B.J. Hurwood, höfundur bókarinnar Gullöld erótíkunnar, veltir þessu fyrir sér og kemst að þeirri niðurstöðu að þótt óvar- legt sé að meta störf stærðfræðisnillingsins út frá þessu eina atriði, þá sé dauflegt kynlíf kannski skýring á þrálátu svefnleysi hans. Þótt Loðvík 13. hafi ef til vill braggast seinna á ævinni hóf hann kynlíf sitt á eink- IVIuranlegt kynlíf hann má ...taka sér góðan tíma. Og gott svæði. Þetta er ekki keppni í hver erfyrstur að finna snípinn ...vera blíður ...sýna skapabörmunum virðingu — ekki tyggja ...nota fingurna hann má ekki ...ota tungunni hamslaustfram ...gera mikið úr því þegar hann tínir skapahárin úr munninum. Alls ekki nota þau sem tannþráð ...blása ar dauflegan hátt. Hann giftist Önnu af Austurríki þegar þau voru aðeins fjórtán ára. Þau vörðu brúðkaupsnóttinni saman, en Loðvík fannst lítið til koma. En þar sem þjónustufólk var viðstatt gerði Loðvík sér upp fullnægingu og slapp úr prísundinni eftir tvo tíma. Það liðu þrjú ár þangað til hann fékkst næst til að sofa hjá konu sinni og önnur þrjú ár þar til hann barnaði hana. En þær eru fleiri sögupersónurnar sem hafa getið sér orð fyrir safaríkt kynlíf. Þótt sannað sé að Katrín mikla, keisaraynja Rússa, hafi látist eftir hjartaáfall hefur sú saga lifað lengi að hún hafi kafnað undir uppáhaldshestinum sínum eftir að hafa hengt hann í talíur fyrir ofan rúmið sitt - í þeim tilgangi að freista þess að samrekkja honum. Kynlífið í Páfagarði hefur líka verið fjör- ugt í aldanna rás. Syndugasti páfi sögunnar varð til þegar Rodrigo Borgia var kosinn páfi og tók sér nafnið Alexander II. Hann hélt einkahóruhús og í svallveislum sínum veitti hann þeim gesti verðlaun sem komst yfir flestar konurnar. Alexander II. varð þekktur fyrir að versla með aflausnir og seldi meðal annars aðalsmanni syndakvitt- un fyrir að hafa sofið hjá systur sinni. Sjálfum var Alexander málið skylt, enda hafði hann eignast son með systur sinni, Lucreziu. En þótt aldrei verði ljóst hvaða persóna mannkynssögunnar lifði skrítnasta eða öfgafyllsta kynlífinu má telja fullvíst að sá sem eyddi mestum fjármunum í að svala löngun sinni hafi verið Loðvík 15. Hann lét útbúa konunglegt hóruhús í Parc aux Cerfs við Versali. Garðurinn kringum húsið var vel byrgður svo aðrir karlar gætu ekki litið unaðinn fyrir innan. Mére nokkur Bompart stjórnaði hóruhúsinu af miklum myndar- skap og sá konungi fyrir stúlkum. Kostnað- urinn við reksturinn var hár. Fyrir utan all- an búnað af dýrustu tegund þurfti að greiða háar fjárhæðir i bætur til fjölskyldna stúlknanna sem konungur hélt, heiman- mund handa þeim sem voru giftar burt, framfærslu óskilgetinna barna og í gjafir og einkaeyðslu Mére Bompart. Það hefur verið áætlað að kostnaðurinn við rekstur þessa hóruhús þau 34 ár sem það var starfrækt hafi verið nálægt 1.300 milljónum króna eða um 40 milljónir á ári. Það er dágóð upphæð til að fullnægja kynferðislegri löngun eins manns. En eins og hér hefur komið fram hefur fólk verið tilbúið að fórna ýmsu gegnum aldirna og ef til vill er fórn Loðvíks 15. á pening- um skattgreiðenda ekki svo ýkja mikil í samanburði við margt af því sem hér hefur verið rakið. HEIMSMYND J Ú L I 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.