Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 14
Það er ekki sami ljóminn sem leikur um Davíð Oddsson í dag og
þegar hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins og myndaði
ríkisstjórn fáeinum vikum síðar.
Nú er hann óvinsælastur allra
stjórnmálamanna og stýrir ríkisstjórn
sem er ekki til stórræðanna á seinni
víð Oddson
hluta kjörtímabilsins og þar sem
samstarfið er í molum.
Gunnar Smári Egilsson skrifar hér um
Davíð, fallandi traust almennings á
honum, ráðgjafa hans og viðhlægjendur,
Er hann
fallin
stjarna
eða er
von til
þess að
Eyjólfur
hressist?
Þegar Davíð Oddsson tilkynnti að
hann ætlaði í framboð gegn Þorsteini
Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins,
snemma árs 1991 sögðu stuðningsmenn
Þorsteins að reynsluleysi Davíðs af
landsmálunum gæti orðið flokknum
dýrt. Það lá fyrir að ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar myndi falla í
komandi kosningum og að formanni
Sjálfstæðisflokksins yrði falin stjórnar-
myndun að þeim loknum. Fylgismenn
Davíðs gerðu lítið úr reynsluleysi
Davíðs og spurðu hvort það gæti verið
verra fararnesti en það sem Þorsteinn
hafði upp á vasann - að hafa misst
tökin á eigin ríkisstjórn og horft á hana
sprengda í loft upp í beinni útsendingu
á Stöð 2.
Eftir að Davíð var kosinn formaður með
nokkuð góðum mun tóku frambjóðendur
annarra flokka upp gagnrýni stuðnings-
manna Þorsteins. Þeir notuðu reynsluleysi
Davíðs óspart í kosningabaráttunni og
sögðu að að það væri sitthvað að stjórna
ríki eða borg.
Þrátt fyrir hrakspár tókst Davið að
rnynda ríkisstjórn með Alþýðuflokki á til-
tölulega skömmum tíma. A aðeins nokkrum
vikum hafði borgarstjórinn orðið formaður
Sjálfstæðisflokksins, unnið dágóðan
kosningasigur, myndað ríkisstjórn og sest í
stól forsætisráðherra. Stuðningsmenn
Davíðs voru á þessum tíma hrifnir af sínum
manni. Það leit út fyrir að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri að eignast forystumanninn sem
allir flokksmenn höfðu beðið eftir frá því að
Bjarni Benediktsson féll frá.
Samstarf ráðherranna
kólnar. í dag er staðan önnur. Sam-
starfið innan ríkisstjórnarinnar er í molum.
Sá ágæti kunningsskapur sem tókst í Viðey
á milli Daviðs og Jóns Baldvins Hannibals-
sonar. formanns Alþýðuflokksins, hefur
kulnað. Ríkisstjórn Davíðs minnir æ rneira á
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem í raun
var engin ríkisstjórn heldur hópur ráðherra
sem hver vann í sínu horni. Þessar stjórnir
eiga það líka sameiginlegt að hættulegustu
andstæðingar forsætisráðherranna eru ekki
meðal stjórnarandstæðinga, heldur innan
ríkisstjórnanna sjálfra. Staða Þorsteins Páls-
sonar í þessari ríkisstjórn minnir um margt á
hlutverk Steingríms Hermannssonar í ríkis-
stjórn Þorsteins sjálfs. Þá var Steingrímur í
hálfopinberri andstöðu við forsætisráðherra
sinn og óx ásmegin í hvert sinn sem Þor-
steini varð á. Sama er uppi á teningnum í
dag, nema hvað Þorsteinn hefur tekið við af
Steingrími og látið Davíð eftir sitt hlutverk.
Endurtekið efni frá
ríkisstjórn Þorsteins. Á fyrstu
mánuðum ríkisstjórnarinnar leit út fyrir að
Davíð ætlaði sér stóra hluti. Hann stóð
keikur fyrir utan Stjórnarráðið og lokaði
opinberum sjóðum í viðtölum við frétta-
menn. Þegar forstjóri Byggðastofnunar
maldaði í móinn krafðist Davíð opinberrar
afsökunar og beygði forstjórann til að láta
14
HEIMSMYND
J Ú L i