Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 14

Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 14
Það er ekki sami ljóminn sem leikur um Davíð Oddsson í dag og þegar hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins og myndaði ríkisstjórn fáeinum vikum síðar. Nú er hann óvinsælastur allra stjórnmálamanna og stýrir ríkisstjórn sem er ekki til stórræðanna á seinni víð Oddson hluta kjörtímabilsins og þar sem samstarfið er í molum. Gunnar Smári Egilsson skrifar hér um Davíð, fallandi traust almennings á honum, ráðgjafa hans og viðhlægjendur, Er hann fallin stjarna eða er von til þess að Eyjólfur hressist? Þegar Davíð Oddsson tilkynnti að hann ætlaði í framboð gegn Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma árs 1991 sögðu stuðningsmenn Þorsteins að reynsluleysi Davíðs af landsmálunum gæti orðið flokknum dýrt. Það lá fyrir að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar myndi falla í komandi kosningum og að formanni Sjálfstæðisflokksins yrði falin stjórnar- myndun að þeim loknum. Fylgismenn Davíðs gerðu lítið úr reynsluleysi Davíðs og spurðu hvort það gæti verið verra fararnesti en það sem Þorsteinn hafði upp á vasann - að hafa misst tökin á eigin ríkisstjórn og horft á hana sprengda í loft upp í beinni útsendingu á Stöð 2. Eftir að Davíð var kosinn formaður með nokkuð góðum mun tóku frambjóðendur annarra flokka upp gagnrýni stuðnings- manna Þorsteins. Þeir notuðu reynsluleysi Davíðs óspart í kosningabaráttunni og sögðu að að það væri sitthvað að stjórna ríki eða borg. Þrátt fyrir hrakspár tókst Davið að rnynda ríkisstjórn með Alþýðuflokki á til- tölulega skömmum tíma. A aðeins nokkrum vikum hafði borgarstjórinn orðið formaður Sjálfstæðisflokksins, unnið dágóðan kosningasigur, myndað ríkisstjórn og sest í stól forsætisráðherra. Stuðningsmenn Davíðs voru á þessum tíma hrifnir af sínum manni. Það leit út fyrir að Sjálfstæðisflokk- urinn væri að eignast forystumanninn sem allir flokksmenn höfðu beðið eftir frá því að Bjarni Benediktsson féll frá. Samstarf ráðherranna kólnar. í dag er staðan önnur. Sam- starfið innan ríkisstjórnarinnar er í molum. Sá ágæti kunningsskapur sem tókst í Viðey á milli Daviðs og Jóns Baldvins Hannibals- sonar. formanns Alþýðuflokksins, hefur kulnað. Ríkisstjórn Davíðs minnir æ rneira á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem í raun var engin ríkisstjórn heldur hópur ráðherra sem hver vann í sínu horni. Þessar stjórnir eiga það líka sameiginlegt að hættulegustu andstæðingar forsætisráðherranna eru ekki meðal stjórnarandstæðinga, heldur innan ríkisstjórnanna sjálfra. Staða Þorsteins Páls- sonar í þessari ríkisstjórn minnir um margt á hlutverk Steingríms Hermannssonar í ríkis- stjórn Þorsteins sjálfs. Þá var Steingrímur í hálfopinberri andstöðu við forsætisráðherra sinn og óx ásmegin í hvert sinn sem Þor- steini varð á. Sama er uppi á teningnum í dag, nema hvað Þorsteinn hefur tekið við af Steingrími og látið Davíð eftir sitt hlutverk. Endurtekið efni frá ríkisstjórn Þorsteins. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar leit út fyrir að Davíð ætlaði sér stóra hluti. Hann stóð keikur fyrir utan Stjórnarráðið og lokaði opinberum sjóðum í viðtölum við frétta- menn. Þegar forstjóri Byggðastofnunar maldaði í móinn krafðist Davíð opinberrar afsökunar og beygði forstjórann til að láta 14 HEIMSMYND J Ú L i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.