Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 89

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 89
mundur hafði verið ritstjóri Alþýðublaðsins í mörg sumur, í leyfi frá þingmennsku. Jón Baldvin Hannibalsson hafði tekið við rit- stjórn Alþýðublaðsins haustið 1979. Vil- mundur hafði átt stærstan þátt í því að fá Jón Baldvin aftur suður, en hann hafði dvalist um árabil á Vestfjörðum „í pólitískri útlegð“. Jón Baldvin gegndi störfum fyrir Alþýðuflokkinn jafnframt ritstjórastarfinu og Vilmundur settist í stól hans sumarið 1981 þegar Jón fór í sumarleyfi. Á hinum stutta ferli sem afleysingarit- stjóri tókst Vilmundi að skekja Alþýðuflokk- inn og þjóðina allverulega. Alþýðublaðið hafði verið gefið út á fjórum síðum um ára- bil, en þetta sumar stækkaði það í átta síður vegna mistaka í pappxrsinnkaupum frá út- löndum. Vilmundur hafði því helmingi meira rými fyrir skrif sín. Og hann sat ekki auðum höndum. Með dyggri aðstoð blaða- manna sinna, Helga Más Arthúrssonar og Garðars Sverrissonar. var skotið í allar áttir, ekki síst gegn verkalýðshreyfingunni og meintri valdaspillingu í efri lögum hennar. Þegar pappírslagerinn var tæmdur var ráð- gert að minnka blaðið aftur niður í fjórar síður. Vilmundur vildi hins vegar halda áfram úti átta síðna blaði. Blaðstjórnin sam- þykkti minnkun, en Vilmundur túlkaði það sem atlögu gegn sér og tilraun til að þagga niður í skoðunuirx sínar á verkalýðshreyf- ingunni. Þremenningarnir undirbjuggu útgáfu fyrsta fjögurra síðna blaðsins, en í mót- mælaskyni skrifuðu þeir það í grínstíl, með upplognum fréttum og viðtölum við þjóð- þekkta menn. Grínið var af flestum álitið nokkuð misheppnað, að minnsta kosti stökk ekki forystukrötum bros. Blaðstjórnin komst í málið og blaðið var stöðvað eftir prentun og fyrir dreifingu. Vilmundi var til- kynnt um stöðvun blaðsins upp úr mið- nætti. Vilmundur hafði samband við blaða- menn sína og þeir ákváðu setuverkfall næsta dag, uns grínblaðið sem gekk undir heitinu „fíflablaðið“ yrði gefið út. Grínið varð nú að miklu alvörumáli. Hinn nýi for- maður Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhanns- son, hugðist lægja öldurnar, en það espaði Vilmund enn rneira og staðan fór versn- andi. Vilmundur leitaði til þingflokksins um stuðning til að dreifa fíflablaðinu, en tillag- an var ekki tekin á dagskrá að undangeng- inni atkvæðagreiðslu. Loks náðust þeir samningar við Vilmund að fíflablaðinu skyldi dreift með næsta laugardagsblaði Alþýðublaðsins, gegn því að ekki yrði minnst á blaðadeiluna í sjálfu Alþýðublaðinu. Björn Friðfinnsson blað- stjórnarmaður gekk um gólf meðan þetta tölublað af Alþýðublaðinu var skrifað til að tryggja að Vilmundur og hans menn stæðu við samninginn. Vilmundi fannst þetta með ólíkindum og ákvað að segja upp á blað- inu, en enda deiluna með því að sættast við Kjartan Jóhannsson. Hann skrifaði honum sáttabréf, en hætti bæði við uppsögnina og bréfið á síðustu stundu. Nokkrar ástæður voru fyrir því; sú veigamesta að Kjartan hafði skýrt fréttamanrti útvarps frá því í trúnaði að Alþýðublaðsdeilan væri „mann- legur harmleikur“. Ummæli Kjartans voru tekin upp á segulband og þóttu það alvar- leg að haft var samband við Vilmund. Þessi ummæli urðu fréttamál og tilefni til margs konar skrifa. Það stóð nú upp á Vilmund að sanna að hann væri andlega heilbrigður. Á þessu stigi málsins bað Vilmundur um traustyfirlýsingu frá forystu flokksins. Hann fékk hana ekki. Nýtt verkfall hófst á Alþýðublaðinu. Samband Vilmundar og Kjartans versnaði stöðugt og taugastríðið jókst. Jón Baldvin kom heim frá útlöndum, tók afstöðu með Vilmundi og samsinnti þeirri kröfu að flokksforystan gæfi Vilntundi traustsyfir- lýsingu. Þetta kom flokksforystunni í opna skjöldu. Vilmundur var hins vegar kátur að hafa fundið vopnabróður í Jóni Baldvin. Vilmundur og Jón Baldvin boðuðu til opins borgarafundar á Hótel Sögu um blaðadeil- una og þar ræddi Vilmundur opinskátt um geðveikisróginn gegn sér. Ræðu sína end- aði hann á þessum orðuni: „Mér þykir vænt um þetta blað, mér þykir vænt um þennan flokk og mér þykir ekki síst vænt um stefn- una, sem þar liggur að baki, bæði í alþjóð- legum og innlendum skilningi. En svona vil ég ekki láta fara með mig. Svona vil ég ekki láta fara með nokkurn mann.“ Skömmu síðar var boðað til sáttafundar í deilunni. Vilmundur og Jón Baldvin urðu á- sáttir um að Jón Baldvin yrði ritstjóri blaðs- ins áfram og ábyrgðarmaður, en Vilmundur myndi starfa sem daglegur ritstjóri um ein- hvern tíma á meðan, Jón Baldvin sinnti störfum fyrir flokkinn og sæti ekki á rit- stjórn blaðsins, heldur á skrifstofum flokks- ins eins og fyrr um sumarið. Á sáttafundi Alþýðublaðsmanna og flokksforystunnar var gert samkomulag um áframhaldandi út- gáfu blaðsins, en Vilmundur vildi þó bæta við einum lið þar sem tekin yrðu af öll tví- mæli um verkaskiptinguna á blaðinu. Féll- ust menn á það gegn því að sá liður yrði ekki sendur til fjölmiðla heldur skilinn sem heiðursmannasamkomulag. í framhaldi af sáttafundinum var haldinn flokksstjórnar- fundur þar sem formaðurinn minntist hvergi á vinnutilhögun á Alþýðublaðinu, að öðru leyti en því að Jón Baldvin væri áfram ritstjóri sem í sjálfu sér var rétt. Fjölmiðlar túlkuðu endalok deilunnar sem sigur fyrir Vilmund. Málið tók alveg nýja stefnu næsta dag þegar Vilmundur, Helgi Már og Garðar mættu á ritstjórn Alþýðublaðsins. Jón Bald- vin var kominn á ritstjórnarskrifstofurnar og kvaðst ætla að halda sínu gamla ritstjóra- herbergi og skrifa alla leiðara sjálfur, en áð- ur höfðu þeir rætt um að skipta leiðaraskrif- unum á milli sín, Vilmundur og Jón Bald- vin. Jón Baldvin sagði Vilmundi og blaða- mönnunum frjálst að skrifa allt sem þeir vildu í Alþýðublaðið, en þeir yrðu að merkja sér allt sem þeir skrifuðu. Jón út- skýrði þessa afstöðu sína með því að allt væri titrandi í flokknum; hann bæri einn ábyrgð á blaðinu sem ritstjóri og ábyrgðar- maður og kysi að hafa slíka tilhögun á blaðinu. Vilmundur og blaðamennirnir töldu sig svikna og gengu út. Jón Baldvin túlkaði hins vegar þessa misklíð í blaðavið- tali sem deilu um borð og stóla. Nýtt Land. Þremenningarnir hófust þegar handa við að gefa út nýtt blað. Á ör- fáum dögum tókst þeim að undii'búa útgáfu hins nýja blaðs sem sá dagsins ljós 20. ág- úst 1981. Aðeins tveimur dögum áður hafði önnur fæðing átt sér stað: Vilmundur og Vala eignuðust soninn Baldur Hrafn. Áhuginn á hinu nýja blaði Vilmundar var slíkur að auglýsingastjóri blaðsins, Hákon Hákonarson, seldi ellefu auglýsingasíður á tveimur dögum og hefur aldrei slegið það met síðan. Vilmundur nefndi blaðið Nýtt Land sem var hið gamla heiti á málgagni Héðins Valdimarssonar eftir að leiðir hans og Alþýðuflokksins skildu 1938. Þetta var táknrænt nafn og ákveðinn fyrirboði. Vin- sældir Nýs Lands fóru hins vegar dvínandi þegar lesendur uppgötvuðu að blaðið var ekki myndrænt skandalblað, heldur þétt- skrifað umræðublað um menningu, listir, sögu og stjórnmál. Blaðið kom út í sex vik- ur, en þá voru peningarnir búnir. En þrátt fyrir aðeins sex tölublöð birtist í Nýju Landi margt af því besta sem Vilmundur skrifaði. Efni greinanna var ólíkt en fjallaði oftast um misskilda uppreisnarmenn: Mússólíni, Martein Lúter, Héðinn Valdimarsson, Krópotkín, Elvis Presley og Marilyn Monroe. Efnisvalið segir sína sögu um Vilmund. Að hætta útgáfu Nýs Lands var þung ákvörðun fyrir Vilmund. Hann sagði síðar að það hefði verið ein af erfiðustu ákvörðunum lífs síns. Lokatilraun með Alþýðuflokkinn. Aiþýðubiaðs- deilan hafði djúp áhrif á Vilmund. Hann hugleiddi að hætta afskiptum af pólitík og snúa sér blaðaskrifum og rannsóknum á samtímasögu. Hann var einangraður í flokknum og átti litla samleið með flokks- forystunni. Vilmundur gerði tvær úrslitatilraunir til að koma hugmyndum sínum á framfæri í Alþýðuflokknum eftir Alþýðublaðsdeiluna. Sú fyrri var á flokksþinginu 1980. Vilmund- ur var formaður undirbúningsnefndar sem lagði fram tillögu um verulega opnun flokkskerfisins; flokksþing skyldi stækkað um helming og (Framhaldábls. 92) HEIMSMYND J Ú L í 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.