Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 93

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 93
regnhlífarsamtök hægri manna; eins konar regnhlífarsamtök vinstri manna í stjórn- málakerfi tveggja stórra regnhlífarsamtaka. Það hefði auðvitað þýtt að Alþýðubanda- lagið, Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokk- urinn og ört vaxandi Kvennaframboð hefðu gengið til liðs við regnhlífarsamtök Vil- mundar og lagt niður flokksstofanir sínar. Sem auðvitað verður að teljast fullmikil bjartsýni. Þessi hugmynd fól endanlega í sér að flokkakerfið íslenska yrði sprengt í sundur, stjórnmálamenn hirtir frá kjötkötl- unum og látnir snúa sér að pólitík og hug- myndafræði, en lýðræðið gert virkt og raunverulegt. Þar með væri hægt að bylta stjórnarskránni. Vilmundur gekk að þessari draumsýn eins og haldbærum veruleika. Fyrir hann var Bandalag jafnaðarmanna upphafið að nýju Islandi. Vilmundur gerði tvenn alvarleg mistök i kosningabaráttunni. Fyrstu mistökin voru að leggja ofuráherslu á stjórnarskrárbreyt- ingar. í huga landsmanna snerist pólitík dagsins um efnahagsmál líðandi stundar og hrikalegan viðskilnað ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens í 130 prósenta verðbólgu. Vil- mundur var hins vegar einfaldlega kominn það langt í draumsýn sinni um hið nýja Is- land að kerfisbreytingin var honum ofar í hugar en dægurpólitík og þar að auki lyk- illinn að betra og heilbrigðara þjóðfélagi; lausn dægurvandans. Bandalag jafnaðar- manna var því utanveltu við heitustu um- ræður kosningabaráttu hinna flokkanna. Hin háfleyga og oft flókna umræða um hugmyndafræði og stjórnarskrárbreytingar fór fyrir ofan garð og neðan hjá kjósend- um. Þeir höfðu skilið baráttu Vilmundar fyrir siðbót í spilltu flokkakerfi og heillast af persónu hans og útgeislun áður fyrr, en hin nýja kosningabarátta hans náði ekki að skjóta rótum í vitund þeirra. Síðari mistök Vilmundar var samsetning framboðslista BJ. Vilmundur hafði talið rökrétt að fólk væri viðbúið að taka sæti á lista BJ, enda taldi hann að stór hópur landsmanna styddi skoðanir framboðsins. Raunin varð hins vegar sú að fólk var almennt feimið við að láta stilla sér upp á framboðslista, þótt stuðningurinn við BJ og Vilmund persónulega hafi í sjálfu sér verið víðtækur. Valgerður Bjarnadóttir sagði í samtali við greinarhöfund að kosningabarátta Banda- lags jafnaðarmanna hafi verið „röð af mis- tökum.“ Það er ljóst að undirbúningstíminn var ónógur og skipulagið kannski ekki upp á það besta. Vilmundur ferðaðist víða um land í febrúar og mars 1983 og hélt kynn- ingarfundi. Honum tókst með dyggri að- stoð félaga sinna að koma saman framboði í öllum kjördæmum landsins. Margar óborganlegar sögur eru til í sambandi við tilurð listanna og hvernig fólk var lokkað á þá. En að lokum var framboðið tilbúið i heild: Frambjóðendur BJ voru 120 talsins og meðmælendurnir skiptu hundruðum. Það var ótrúlegt afrek og verður vart leikið eftir. Vilmundur gerði sér hins vegar fyllilega grein fyrir veikleika framboðslista BJ. Fólk- ið var óþekkt, heildin kraftlítil og yfirbragð- ið ekki rétt. Þetta var'einfaldlega ekki spennandi framboð og virkaði fremur sem ístöðulaus söfnuður kringum eina pólitíska stjörnu: Vilmund Gylfason. Skoðanakann- anir gáfu til kynna að BJ myndi vinna góð- an sigur. Að mati Vilmundar þurfti BJ að vinna sex þingmenn, helst sjö til að koma málum áleiðis á Alþingi. „Fimm eða færri eru ósigur,“ sagði Vilmundur sjálfur. í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Úrslit kosning- anna urðu þau að Bandalag jafnaðarmanna fékk fjóra menn kjörna og stuðning tæp- lega 10 þúsund kjósenda eða rúmlega 7 af hundraði. í Reykjavík fékk BJ fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn og aðeins einu prósenti minna en Alþýðuflokkurinn. Með tilliti til hins stutta undirbúnings og óreyndra frambjóðenda töldu margir þetta góðan sigur fyrir Vilmund og BJ. Hann túlkaði hins vegar niðurstöðurnar á allt annan hátt. Hinn algjöri ósigur blasti við. Vilmundur tók þó þátt í viðræðum um stjórnarmyndun og um tima var talinn möguleiki að Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur og BJ mynduðu nýja ríkisstjórn. Sú hugmynd dagaði þó uppi vegna tregðu sjálfstæðismanna sem vildu ríkisstjórnar- samstarf með Framsóknarflokki. Vilmundur mun hins vegar aldrei hafa verið þess fýs- andi að taka að sér ráðherraembætti, þótt BJ hefði tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. Hann mun einnig hafa verið því andmæltur að aðrir þingmenn BJ settust í ráðherrastóla og hefði því þurft að leita að ráðherrum BJ utan þingflokksins. Kosningaúrslitin urðu þungt áfall fyrir Vilmund. Þau fáu skipti sem ég ræddi við hann kringum kosning- arnar og strax að þeini loknum fannst mér mjög af honum dregið. Hann hafði misst sinn yndislega húmor, var lokaður, fámáll og eins og utan við sjálfan sig. Því fólki sem ég hef rætt við og hve mest umgekkst hann eftir að kosningaúrslit lágu fyrir er einkum tíðrætt um vangaveltur Vilmundar um það hvers vegna BJ hefði tapað í kosn- ingunum. Kosingaósigur BJ heltók huga Vilmundar og honum fannst að þjóðin hefði hafnað sér og hugmyndafræði sinni. Vilmundur virtist ekki geta séð kosn- ingaúrslitin í breiðu, pólitísku samhengi. Hann áttaði sig á vanköntum framboðsmála BJ og skildi að hið nýja Kvennaframboð hafði dregið frá sér atkvæði, en samt tók hann ósigurinn of djúpt til sín persónulega. Eftir á að hyggja var það dæmigert fyrir Vil- mund. Hann var pólitíkus og skáld. Kaldur taflmaður og viðkvæmur rómantíker. Rök- hyggjumaður og tilfinningasál. Þessar and- stæður mótuðu hið svart-hvíta hugarfar Vil- mundar. Gráu tónarnir voru svo fáir. Sigur eða ósigur. Allt eða ekkert. Hann gerði þessar kröfur til annarra, en þó mest til sjálfs sín. Flestir pólitíkusar horfa fram á veginn, vita að pólitík er langtímabarátta. í stjórn- málum tapast aldrei styrjöldin, aðeins or- rustur. Sigrinum er eins háttað. Hafi BJ beð- ið kosningaósigur 1983 (sem vissulega er umdeilanlegt), hefði að sjálfsögðu tekið við leiðinlegt líf í stjórnarandstöðu en engu að síður tími til innra starfs og uppbyggingar, útrása og eflingar á stefnuskrá. Vilmundur eygði ekki langtímabaráttuna. Hugur hans myrkvaðist stöðugt. Ef til vill hefur honum þótt öll sín barátta til einskis. Draumur hans um virkt og raunverulegt lýðræði; draumurinn um hið nýja Island að engu orðinn. Sunnudaginn 19. júní 1983 batt Vil- mundur enda á líf sitt. Hann var aðeins 34 ára þegar hann lést. Andlátsfregnin var áfall fyrir íslensku þjóðina. Þegar mér barst frétt- in nokkrum tímum áður en hún var gerð opinber varð mér ósjálfrátt hugsað til þess er John F. Kennedy var skotinn. Við Vil- rnundur vorum strákar í gagnfræðaskóla og þegar fréttamyndirnar bárust af útför forset- ans fallna var ein ljósmynd Vilmundi ofar- lega í huga. Hún sýndi barnungan son for- setans heilsa líkfylgdinni að hermannasið. „Þegar ég dey,“ sagði Vilmundur við mig á gangi gangfræðaskólans, „vil ég að sonur minn heilsi eins.“ Ég veit ekki af hverju þessari mynd skaut á þessu andartaki upp í huga mér, en hún lýsir Vilmundi vel; ein- örðum, rómantískum, sönnum. í gegnum huga minn þaut einnig mynd af kvöldi á Aragötunni þegar við menntaskólastrákarnir sátum í bókaherberginu og Vilmundur las upphátt úr eftirlætisskáldi sínu, Steini Steinarr: „í draumi sérhvers manns er fall hans falið.“ Vilmundur átti sér draum og draumurinn varð honum að lokum að falli. Hugmyndir Vilmundar Gylfasonar, eins mesta hugmyndafræðings íslenskra stjórn- mála hafa lifað áfram. Tveir af fjórum þing- mönnum BJ gengu til liðs við Alþýðuflokk- inn. Einn þingmaður gekk í Sjálfstæðis- flokkinn og einn hefur ekki skipt sér af pólitík síðan. Alþýðuflokkurinn hefur einna helst haldið á lofti hugmyndum BJ, en aðrir flokkar hafa einnig sótt í hugmyndasafn Vilmundar. Hægt og bítaúdi hafa hugmynd- ir hans unnið á, surnar orðið að sjálfsögð- um veaileika, aðrar í þann mund að fæðast og enn aðrar bíða síns tíma. Vilmundur Gylfason og hugmyndafræði hans lifir enn á meðal okkar og mun gera um ókomin ár. Kannski ekki síst vegna þess að enn er langt í land hvað áhrærir opið lýðræði, valddreifingu og ábyrgð valdsmanna._____ (Við samningu greinarinnar var stuðst við fjölmargar heimildir munnlegar sem skriflegar, en sérstaklega við bók Jóns Orms Halldórssonar Löglegt en siðlaust.) HEIMSMYND J Ú L j 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.