Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 26
Ef að líkum lætur mun
næsta bíómynd Hrafns
Gunnlaugssonar kallast
Butterfly. Myndin gerist í
Víetnam og fjallar um
Bandaríkjamann sem barðist
þar í stríðinu og snýr aftur til
að leita uppi staðinn þar sem
hann hefði átt að deyja.
Hrafn verður líklega eini
íslendingurinn sem kemur
nálægt myndinni, en hann
semur handritið, leikstýrir og
framleiðir að hluta á móti
kvikmyndafyrirtæki víet-
namska ríksins. Þeir sem
mest fussuðu síðasta vetur
yfir aðgangi Hrafns að ís-
lensku ríkisjötunni verða því
líklega kjaftstopp nú.
Upphaflega fór Hrafn til
Víetnam að kanna tökustaði
fyrir allt aðra mynd, eftir
handriti sem hann hafði
byggt á Pan eftir Knut
Hamsun. í Víetnam kynntist
hann hins vegar Bandaríkja-
manni sem ekki var að leita
að tökustöðum, heldur
staðnum þar sem honum
fannst að hann hefði átt að
deyja - ásamt öllum þeim
sem hrundu niður í kringum
hann þegar hann kom þang-
að síðast. Þessi kynni, ásamt
annarri upplifun Hrafns í
ferðinni, urðu til þess að
hann stakk Pan undir stói og
skrifaði nýtt handrit.
Sagan er um amerískan
hermann sem snýr heim frá
Víetnam mörgum árum eftir
að hann var talinn af. Heima
er flest breytt, konan tekinn
saman við annan mann og
ekkert sem fyrr. Hermaður-
inn snýr aftur til Víetnam og
kynnist þar evrópskum
vísindamanni og Ijósmynd-
ara og víetnamskri eiginkonu
hans. Undirtónar sögunnar
eru ást, afbrýði og dauði.
Þessi sinnaskipti Hrafns,
frá Pan yfir í Butterfly, minna
um margt á þegar hann ætl-
aði að kvikmynda Gerplu
eftir Laxness, skipti um
skoðun og gerði Hrafninn
flýgur. Það er besta mynd
hans og ef til vill eru
sinnaskiptin nú því fyrirboði
um að búast megi við miklu
af Butterfly.
í myndinni verða hlutverk
fyrir tvo vestræna leikara. Og
fyrir utan þá tvo, Hrafn og
örfáa tæknimenn, verður allt
starfslið myndarinnar víet-
namskt. Og ólíklega nokkur
íslendingur.
Þetta víetnamska kvik-
myndafyrirtæki heitir Giai
Phong og væri sjálfsagt
öllum Vesturlandabúum
óþekkt ef það hefði ekki átt
þátt í gerð frönsk-víetn-
ömsku myndarinnar L'Amant
þar sem 15 ára leikkona fór
hamförum í ástarsenum.
Það er annars af Pan hans
Knut Hamsuns
að frétta að
danski leikstjór-
inn Henning Carl-
sen hefur leyst til sín
kvikmyndaréttinn að bókinni
og hyggst hefja tökur innan
tíðar. Hrafn getur því prísað
sig sælan yfir að hafa rekist á
Bandaríkjamanninn sem vildi
finna staðinn þar sem hann
átti að deyja. Ef hann hefði
haldið fast í Pan hefði hann
mátt búast við hljóði úr
horni danskra lögfræðinga.
Hann er 43 ára, fæddur og
uppalinn í Kenýu, síkatrúar,
ættaður frá Punjab á Ind-
landi, útlærður flugvélvirki,
fyrrverandi flugþjónn, ís-
lenskur ríkisborgari undan-
farin 12 ár og dæmigerður
reykvískur fjölskyldufaðir og
kaupsýslumaður sem á ótrú-
legri velgengni að fagna.
Kreppugaulið lætur hann
eins og vind um eyru þjóta.
Áreiðanleika og nákvæmni
hans í viðskiptum er við
brugðið og traustið sem
hann nýtur í bankanum sín-
um er sagt vera slíkt að
undirskriftin hans sé bara
formsatriði.
íslensk-austurlenska heitir
fyrirtækið hans og þar eru Oro-
blu-sokkabuxur miklvægasta
varan. Þær eru ítalskar og
hvergi eins mikið seldar og á
íslandi. Þetta á sinn þátt í því
að nú, þegar Oroblu-samsteyp-
an er að byrja að selja varning
sinn í „Ameríkunum" er það
þetta íslenska fyrirtæki sem
hefur fengið einkaleyfi á þeim
viðskiptum.
Ari Singh hefur sinn eigin
viðskiptastíl, og sá stíll er tals-
vert frábrugðinn hefðbundnu
háttarlagi íslenskrar verslunar-
stéttar á updanförnum árum.
Það væri nær að líkja þessum
viðskiptastíl við það sem tíðk-
aðist hér í höfuðborginni þegar
varfærni og viss íhaldsemi ein-
kenndu verslunarhætti, en ekki
sú ævintýramennska og glanna-
skapur sem boð-
uðu upphaf sam-
dráttarskeiðsins
sem við erum að
ganga í gegnum nú.
í fyrirtækinu hans uppi á
Bíldshöfða eru starfsmenn fáir,
innan við tíu þegar mest er.
Yfirbygging er engin. Sjálfur
stjórnar hann fyrirtækinu, tekur
allar ákvarðanir og sér um alla
samninga. Forstjóraskrifstofan er
smáskonsa. Þar er engin tölva,
einfaldlega af því að forstjórinn
notar ekki tölvu. Hann segist
Líkamiogsál
hafa allar helstu tölur og upp-
lýsingar i höfðinu, því forriti
sem bersýnilega dugar honum
ágætlega þegar þess er gætt að
hann er nú með 75 prósent af
íslenska sokkabuxnamarkaðn-
um og er í þann veginn að
hefja markaðssókn í Ameríku.
Hvernig ætlar hann að fara
að því að komast með ítalska
hágæðavöru inn á það risa-
vaxna markaðssvæði? Byrjar
hann á stórfelldri söluherferð í
dýrustu búðunum í New York
með tilheyrandi fjármokstri í
auglýsingar? Nei, hann ætlar að
byrja smátt. í Caracas, höfuð-
borg Venúsela, og færa sig síð-
26
HEIMSMYND
J Ú L í