Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 38

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 38
Hér leiðir Egill Helgason getum að því '68-kynslóðin hafi verið kynslóðin sem gerði uppreisn gegn frelsi, lýðréttindum og réttarríkinu. Uppreisnin hafi stafað af ranghugmyndum - en þó fyrst og fremst af leiðindum. & 1968 var staðan þessi: Vesturlönd voru að ganga í gegnum eitthvert mesta, ef ekki mesta, velmegunar- og vaxtarskeið í sögu mannkyns. Almenningur þar naut mannréttinda, laga og friðar, sem alls ekki var sjálfgefið sé litið á sögu fyrri helmings aldarinnar og aðstæður í kommúnistaríkjum eða meðal þjóða hins svokallaða þriðja heims. Menntun var almenn og aðgengileg flestum sem vildu bera sig eftir henni. Samt var það á þessum tíma að námsmenn í hin- um vestræna heimi gerðu uppsteyt; það fólk sem síðar hefur verið nefnt '68 kyn- slóðin. í grein sem hann skrifaði 1970 sagði þýski vísindamaðurinn Fritz Stern, sem hafði áratugum fyrr flúið undan nasistum til Bandaríkjanna, að hann sæi ekkert nýtt í stúdentahreyfingunni svokölluðu, utan klámfengið orðfærið í slagorðunum og á mótmælasþjöldunum; að öðru leyti, sagði hann, hegðuðu stúdentamir sér eftir mjög áþekku mynstri og þýskir stúdentar á ár- unum þegar Hitler var að komast til valda - á tima þegar ungir öfgasinnar úr röðum nasista og kommúnista bárust á bana- spjótum. Gegn hverju beindist uppreisn námsmanna og æskufólks á ofanverðum sjöunda áratugnum? Hvert var það samfélag sem þetta unga fólk taldi svo óalandi og óferjandi að það flykktist út á göturnar til að formæla því og skirrðist ekki við að beita ofbeldi og slást við lögreglu eða jafn- vel herlið? í fáum orðum sagt: Þetta voru frjálslynd- ustu og lýðfrjálsustu samfélög sem mann- kynssagan hafði þekkt. Samt kusu stúdentar að finna sér fyrirmyndir í harðstjórum á borð við Maó Tse Tung, Fidel Castró og Hó Chi Minh, en gáfu lýðræðissinnum á borð við Charles de Gaulle, Lyndon B. Johnson og Bjarna Bene- diktsson langt nef. Aðdraganda stúdenta- uppreisnarinnar má lík- lega fyrst greina í Bandarikj- unum; þar voru enda upp- runnar flestar tískubylgjur sem skóku heiminn á þess- um árum. Fyrstu stúdenta- uppþotin urðu við Berkley- háskóla í Kaliforníu sumarið 1964, en reyndar höfðu bandarískir stúdentar látið nokkuð á sér kræla árin þar á undan. John F. Kennedy var nýlát- inn og við embætti hans hafði tekið Lyndon B. Johnson, kjaftfor Texasbúi sem fær þau eftirmæli að hafa verið mestur þingskör- ungur Bandaríkjaforseta og líklega einhver sá vinstrisinnaðasti í hópi þeirra. í frægri ræðu sagðist Johnson vilja skapa þjóðfélag „sem byggði á gnótt og frelsi fyrir alla“, þar sem „hvert mannsbarn gæti fundið þekkingu til að auðga anda sinn og efla hæfileika sína“. Lykilorðið var menntun. Johnson sagði: „Svarið við öllum okkar vandamálum rúmast í einu orði. Það orð er mennt- un.“ Johnson lét heldur ekki sitja við orðin tóm: Að tilstuðlan hans runnu út úr Bandaríkja- þingi frumvörp um grunnskóla- menntun, framhaldsskóla- menntun og æðri menntun. Grundvallaratriðið var að eng- inn skyldi útilokaður frá þeim miklu lifsgæðum sem í mennt- un fælust. Kennurum í þjónustu ríkisins fjölgaði úr 1 milljón 1950 í 2.3 milljónir 1970. Æðri menntaskólum og háskólum fjölgaði úr 2.040 í 3.055 milli 1960 og 1975, en stúdentum úr 3,6 milljónum í 9,4 milljónir. Svipað var uppi á teningnum um allan hinn vestræna heim; það var kynslóðinni sem hafði lifað hörmungar stríðsins kappsmál að mennta börnin sín. I Bretlandi tvöfaldaðist til dæmis fjöldi háskólanema á Fidel Castró; fyrrum vinstrifasisti af skóla Peróns sem gerðist handbendi Sovétríkjanna og átrúnaðargoð í '68—uppreisninni. 38 HEIMSMYND J Ú L í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.