Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 12

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 12
Eiður vildi í útvarpið Ekki er enn afráðið hvort Eiður Guðnason verði sendiherra í Osló. Rætt hefur verið um að Eiður taki við embætti útvarps- stjóra og að Heimir Steinsson verði færður í guðfræðideild Háskóla íslands. Það skal tekið fram að þessar breytingar hafa aðeins verið ræddar óformlega til þessa. Margir kratar eru hrifnir af þessari fléttu, en það sem helst kemur í veg fyrir hana eru stöðuveitingarnar sem Alþýðuflokkurinn hefur staðið fyrir undanfarna daga; ráðning Jóns Sigurðssonar í Seðlabank- ann og sú ákvörðun að gera Karl Steinar Guðnason að for- stjóra Tryggingastofnunar ríkis- ins. Reykjavíkurkratar ætla ekki að tilnefna borgar- stjóraefni líkt og hinir minníhlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur. Innan Alþýðuflokksins er ekki enn farið að skoða af neinni alvöru hver verði fenginn til að leiða fram- boðslistann. Þó hefur nöfn fjögurra manna borið á góma, án þess að því fylgi veruleg alvara. Þessir menn eru Árni Gunnarsson. fyraim alþingismaður, Þorlákur Ottar Guðmundsson fram fyrirkrata Helgason, formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, Sig- urður Pétursson, formaður Sam- bands ungra jafnaðarmanna og eiginmaður Ólínu Þorvarðardótt- ur borgarfulltrúa Nýs vettvangs, og Óttar Guðmundsson læknir. Kratar eru ekki bjartsýnir á að fá góða kosningu í borgar- stjórnarkosningunum næsta vor og setja markið ekki hærra en á einn borgarfulltrúa. Kratar eru síður en svo hætt- ir að hugsa um lausar stöður í kerfinu þrátt fyrir að þeir hafi eignað sér einar þrjár á sama deginum fyrir skömmu. Eins og kunnugt er hafði Ágúst Einars- son, hagfræðiprófessor og for- maöur bankaráðs Seðlabank- ans, auga á stól Seðlabanka- stjóra áður en endalega varð ljóst að Jón Sigurðsson ætlaði sér hann. Ágúst auglýsti meðal annars stöðuna lausa til um- sóknar til að gera Jóni erfiðara fyrir að sækja um. Nú munu vera uppi hugmyndir meðal krata að líta framhjá sam- komulagi stjórnmálaflokkanna um skiptingu bankastjórastól- anna i Seðlabankanum og skipa krata í stað Tómasar Árnasonar sem hættir um næstu áramót. Þar með myndu kratar hirða stólinn af Framsóknarflokknum. Þetta yrði gert í nafni faglegs mats, enda eiga kratar nokkra menntaða hagfræðinga - þar á meðal Ágúst Einarsson. Reyndar hefur annar maður verið nefndur sem liklegur arf- taki Tómasar og er sá einnig meiri krati en framsóknarmaður - en það er Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. KRATA0 SNUA A FRAM- SOKNISEÐLABANKANUM Margir á móti Markúsi Innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um frammistöðu Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra í embætti. Hann á sér einarða stuðningsmenn innan borgarstjórnarflokksins, en þar eru líka raddir sem telja að hann hafi alls ekki staðið sig vel. Reiknað er með að prófkjör um val á framboðslistann verði harðara nú en nokkru sinni áður. Það er ljóst að fleiri vilja verða borgarstjóraefni en Markús Örn. Það er kunn- ugt að Vil- hjálmur Þ. Vil- h j á I m s s o n , Árni Sigfússon. Katrín Fjeld- sted og Júlíus Hafstein vildu öll fá embætt- ið þegar Markús var fenginn til að taka starfið að sér. Heimildir HEIMSMYNDAR herma að einhver þessara fjögurra stefni enn að borgarstjórasætinu. Þá er ekki vitað enn með vissu hvort einhverjir kandídatar komi annars staðar frá, það er utan borgarstjórnarflokksins. Einn borgarfulltúi flokksins sagði að Markúsi Erni hafi alls ekki tekist að sanna að hann sé ótvíræður foringi borgarstjórnar- flokksins og nokkrar ákvarðana hans hafi sýnt svo ekki sé um villst að hann sé allt annað en sjálfsagður foringi. Meðal þess sem borgarfulltrúi fann að Markúsi Erni voru afskipti borgarstjórans af skoðana- könnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði fyrir HEIMSMYND um hver afstaða Reykvíkinga er til borgarstjórn- arflokkanna. Þá nefndi borgar- fulltrúinn einnig að bréf borgar- stjóra til hinna ýmsu embættis- manna borgarinnar um að beina viðskiptum til Hótel Borgar sýni að Markús Örn geri of mikið af mistökum til að geta talist sjálfsagður sem borgar- stjóraefni í komandi kosn- ingum. 12 HEIMSMYND J Ú L I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.