Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 16

Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 16
Á aðeins nokkrum vikum felidi Davíð Þorstein Pálsson, sitjandi formann sjálfstæðismanna, vann dágóðan kosningasigur, myndaði ríkisstjórn og settist í stól forsætisráðherra. Stuðningsmenn Davíðs voru á þessum tíma hrifnir af sínum manni. Það leit út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri að eignast forystumanninn sem allir flokksmenn höfðu beðið eftir frá því að Bjarni Benediktsson féll frá. í dag er staðan önnur. Samstarfið innan ríkisstjórnarinnar er í molum. Sá ágæti kunningsskapur sem tókst í Viðey á milli Davíðs og Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, hefur kulnað. Ríkisstjórn Davíðs minnir æ meira á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem í raun var engin ríkisstjórn heldur hópur ráðherra sem hver vann í sínu horni. rekstur hans úr stöðu dagskrárstjóra væri Davíð í raun að sýna fram á að enginn kæmist upp með að stiga á tærnar á hon- um eða á þeim sem honum stæðu nærri. Þeim fannst þetta töff og voru sannfærðir um að þannig myndi allur almenningur skilja málið. Allir vita að almenningur brást þveröfugt við. Hann fylltist reiði og hneykslan yfir því að Davíð skyldi láta Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra misnota vald sitt á jafnfreklegan hátt, einvörðungu til þess að útvega einkavini Davíðs nýtt starf í stað þess sem hann missti og til að sýna Heimi Steinssyni útvarpsstjóra hver réði þegar öllu væri á botninn hvolft. Stjórnarandstaðan fann fyrir þessum viðbrögðum almennings, greiþ málið á lofti og tryggði að það gleymdist ekki í bráð. Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði í skoðana- könnunum og Davíð sjálfur í vinsældakosn- ingum. Næstu daga er von á skýrslu ríkis- endurskoðunar um viðskipti Hrafns við Sjónvarpið og opinbera sjóði á vegum menntamálaráðuneytisins. Samkvæmt heim- ildum HEIMSMYNDAR eru niðurstöður þeirrar skýrslu enginn hvítþvottur fyrir Hrafn. Þegar Davíð hefur verið inntur eftir slæmri útkomu Sjálfstæðisflokksins i skoð- anakönnunum hefur hann neitað allri ábyrgð á henni og kennt Ríkisútvarpinu og einkum Rás 2 um hvernig komið er. Þröng hirð já-manna. Hrafns- málið sýnir vel einn helsta veikleika Davíðs sem forsætisráðherra. Hann hefur um sig fámenna hirð já-manna og eftir því sem hann einangrast meira í ríkisstjórninni verð- ur hann háðari mati þeirra og ráðum. Það er því ef til vill ekki skrítið þótt ýmsar yfir- lýsingar og gjörðir Daviðs hafi orðið ein- kennilegri undanfarna mánuði eftir að sam- band hans við Jón Baldvin kólnaði, erjur hans við Þorstein mögnuðust og fór að losna um samstarfið innan ríkisstjórnarinn- ar. Almennir þingmenn sjálfstæðismanna hafa sagt mér að þeir verði ekki mikið varir við að Davíð leiti samráðs við þingflokk- inn. Það er einna helst að Björn Bjarnason og Geir H. Haarde, formaður þingflokksins, séu hafðir með í ráðum. Af öðrum mönn- um sem Davíð leitar til má nefna Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, Hrein Loftsson. lögmann og fyrr- um aðstoðarmann Daviðs, Friðrik Friðriks- son, framkvæmdastjóra Almenna bóka- félagsins, eiganda Pressunnar og kosninga- stjóra Davíðs frá því i formannsslagnum, og Hannes Hólmstein Gissurarson, dósent í stjórnmálafræði. Hannes hefur neitað því að hann sé einhver ráðgjafi Davíðs þótt þeir séu vinir og bendir því til sönnunar á hversu ólík stefna rikisstjórnarinnar er hans eigin skoðunum. Þá eru nefndir til sögunn- ar Baldur Guðlaugsson lögmaður og Brynj- ólfur Bjarnason, forstjóri Granda. Fleiri eru ekki taldir vera meðal þeirra sem Davið leitar ráða hjá. Stuttu eftir að Hrafn var ráðinn sem framkvæmdastjóri hitti ég einn af ráðherrum krata. Þegar talið barst að Hrafns-málinu fannst ráðherranum það furðuleg ráðstöfun hjá Davíð að kalla yfir 16 HEIMSMYND J Ú L í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.