Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 18

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 18
sig reiði- og hneykslunarbylgju til þess eins að útvega vini sínum starf og sýna Heimi Steinssyni útvarpsstjóra tvo í heimana. Ráð- herrann sagði að ef Davíð hefði þarna ver- ið að gera Hrafni vinargreiða, þá væri sú vinátta stærri og meiri en hann hefði áður kynnst í lífinu. Ef þessi ákvörðun Davíðs er sett á mæli- stiku krataráðherrans má segja að hann hafi fórnað um 15 þúsuncl fylgismönnum sjálf- stæðismanna fyrir starfið hans Hrafns, en slík var niðursveifla Sjálfstæðisflokksins í könnunum eftir Hrafnsmálið. En það er ekki víst að vinátta þeirra Hrafns og Davíðs hafi verið eini hvatinn að Björn Bjarnas0l1i skipun Hrafns sem formaður frarnkvæmdastjóra. utanríkismálanefndar. Davíð hefur áður sýnt að hann er hefnigjarn og ekki tilbúinn að kyngja því ef hann telur sig lítillækkaðan. Hann brást hart við þegar Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, gagnrýndi hann sum- arið 1991 og krafðist afsökunarbeiðni. Sama gerði hann þegar Þórður Ólafsson, for- Hreinn Loftsson stöðumaður lögmaður og fyrrverandi bankaeftirlitsins, lýsti aðstoðarmaður Davíðs. því yfir í Tímanum að hann skildi ekki þann umbúnað sem ríkisstjórnin bjó ákvörðun sinni um að leggja tvo milljarða til Landsbankans, en stjórnin boðaði til sérstaks neyðarfundar til að afgreiða þetta mál. Davíð krafði Þórð sömuleiðis um opinbera afsökun. A þessum tíma var ég ritstjóri Pressunn- ar og daginn eftir yfirlýsingu Þórðar var komið til mín með ábendingu frá Davíðs- mönnum uni að Þórður Ólafsson skuldaði svo og svo mikið í bönkum og ætti erfitt með að standa í skilum. Ég vissi hvaðan þessar upplýsingar komu og í hvaða til- gangi, svo ég aðhafðist lítið. Eftir að ég hætti birtist síðan fréttin og þar fékk Þórður það högg sem Davíðsmenn töldu hann verðskulda. Aðgerðir ofan í aðgerðir. Alvarlegasta dæmið um dómgreindarleysi Davíðs eða slælega ráð- gjöf vina hans er framgangan í samninga- málunum. Hann barðist fyrir því, nánast einn ráðherranna, að ríkisstjórnin gengi að kröfurn vinnuveitenda og Alþýðusambands- ins um stórfelldar efnahagsaðgerðir svo að samningar mættu takast. Flestir krataráð- herrarnir voru þessu ósammála og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra lýsti opinber- Vinir Davíðs og ráðgjafar Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent í stjórnmálafræði. lega yfir andstöðu sinni. Þeir töldu að þeg- ar ekki væri um neitt að semja ætti ekki að semja um neitt. Svo fór þó að ráðherrarnir létu undan Davíð og tilboð var lagt fram til aðila vinnumarkaðarins. Málið dróst á langinn vegna andstöðu einstakra félaga innan ASÍ en svo fór að lokum að öll félögin gengu að tilboðinu. Bráðabirgðalög um aðgerðirnar voru settar á föstudegi. Um helgina lágu síðan fyrir svartar niðurstöður rannsókna fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar. Flestum er í fersku minni þegar Davíð fyrtist við og sagði að ef sjávarútvegsráðherra vildi fara að þessum tillögum yrði hann jafnframt að koma fram með tillögur í efnahagsmálum til að mæta tekjutapi þjóðarbúsins og sjávarútvegsins. Þorsteinn greip þetta á lofti og þakkaði fyrir sig. í raun hafði Davíð fært honum nánast öll völd stjórnarinnar. Þegar Davíð áttaði sig á þessu kúventi hann á mánudegi og boðaði myndun breiðrar samstarfs- nefndar allra stjórnmálaflokka og aðila vinnumarkaðarins til að gera tillögur um aðgerðir. Þessu tilboði var tekið fálega. Eftir á að hyggja er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu en að skynsamlegra hefði verið að fara eftir tillögum krataráð- herranna og Friðriks Sophussonar og hafna allri þátttöku ríkisins í kjarasamningunum. Og úr því einstök félög innan Alþýðu- sambandsins höfnuðu tilboðinu upphaflega hefði verið eðlilegt fyrir ríkisstjórnina að draga tilboðið til baka eða bíða eftir að fiskifræðingar gerðu tillögur um þorskafla á næsta ári. Þá hefði ríkisstjómin ekki staðið frammi fyrir því að setja bráðabirgðalög um efnahagsaðgerðir á föstudegi og boða nýjar aðgerðir á mánudegi. Davíð í stöðu Þorsteins. Davíð Oddsson stendur nú frammi fyrir erfiðari stöðu en hann hefur áður lent í á sínum stjórnmála- ferli. Móta þarf að- gerðir til að mæta minnkandi þorskafla og síauknum halla ríkissjóðs. Ríkisstjórn- in þarf að koma sér saman um stefnu í sjávarútvegsmálum og ef að líkum lætur þurfa komandi aðgerðir að vera svo víð- feðmar að þær feli í sér endurskoðun á nánast öllum þáttum íslensks efnahagslífs. En fyrst af öllu þarf hann að lappa upp á sína eigin ríkisstjórn. Tveir ungir nýliðar frá krötum bæta ríkisstjórnina ekki neitt, enda var varla til þess stofnað af formanni Alþýðuflokksins. Miðað við samskipti ráð- herranna að undanförnu eru litlar líkur til að þeir geti kornið sér saman um þær ráð- stafanir sem grípa þarf til. Staða Davíðs í dag er um margt lík þeirri stöðu sem Þorsteinn Pálsson var í sumarið 1988. Þá hrönnuðust verkefnin upp en ríkisstjórn hans var of veik til að takast á við þau. Ef Davíð tekur sig ekki saman í andlitinu, eins og ungkratar hafa hvatt hann til, munu örlög hans verða svipuð örlögum Þorsteins. Ef ekki áður en kjörtímabilinu lýkur, þá í næstu I kosningum eða á landsfundil flokksins að þeim loknum. Friðrik Friðriksson, eigandi AB og Pressunnar og kosningastjóri Davíðs. 18 H E M S M Y N D J Ú L í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.