Heimsmynd - 01.07.1993, Side 27

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 27
an smátt og smátt norðureftir. Upplýsingar um kaup á munað- arvöru eins og snyrtivörum og vönduðum fylgihlutum á borð við sokkabuxur eru nefnilega á þann veg að hvergi noti konur að meðaltali meiri fjármuni til slíkra hluta en einmitt í Caracas, og í samræmi við þá reynslu að sígandi lukka á traustum grunni sé best ætlar hann að byrja þar. Þ e s s u m hægláta síka liggur ekkert á. Hann er ekki í bisn- ess til að gína yfir meiru en hann getur með góðu móti kyngt. Það er ekkert meginmarkmið að raka saman sem mestu af pening- um til að geta lifað í vell- ystingum. Góð afkoma og fjár- hagslegt öryggi sitja í fyrirrúmi, en að öðru leyti eru það við- skiptin sjálf sem eiga hug hans. Hann er vinnuþjarkur án þess að vera vinnufíkill. Honum finnst gaman að vinna og metnaðurinn beinist að því að ná árangri. Að vera virkur í samfélaginu og leggja þar fram sinn skerf skiptir hann miklu máli. Stuðningur við þá sem minna rnega sín er að hans mati sjálfsögð borgaraleg skylda sem þeim ber að rækja sem eru aflögufærir. Samtal okkar fer fram síðla kvölds heima í stofu í notarlegu raðhúsi í Kringlumýrinni, þar sem fjölskyldan hefur átt heima undanfarin fimm ár. Heimilið er fallegt en afar látlaust, og end- urspeglar á sinn hátt alvöru- gefinn persónuleikann. En hvernig var það fyrir hann að flytjast til íslands og festa hér rætur? Hvernig var honum tekið og hvernig kann hann við sig? Það er fjölskyldan sem er þungamiðja einkalífsins, konan hans og börnin tvö sem eru níu og ellefu ára, og það sem hann saknar helst í mannlegum samskiptum hér á íslandi er félag við aðra karlmenn. Hon- um finnst íslenskir karlmenn tilfinninga- lega lokaðir og um- gengnin við þá harla yfirborðs- kennd, miðað við þann félags- þá sam- kennd sem hann átti að venjast rneðal kynbræðra sinna áður en hann fluttist hingað. Það er helst að þeir opni sig undir áhrifum áfengis, segir hann, en sú sjaldséða einlægni er rokin út í veður og vind um leið og rennur af þeim. Hann er á því að það hafi orðið honum til framdráttar í viðskiptalífinu hér að vera út- lendingur. í upphafi var honum vel tekið. Fyrstu árin vann hann ýmis störf, við filmuframköllun, í Plastprenti, á veitingahúsi í Hafnarstræti, um leið og hann drýgði tekjurnar með innflutn- ingi og útflutningi. Hann fór líka í fjölbrautarskóla og lærði þar trésmíði. Smátt og smátt voru viðskiptin að aukast, uns svo var komið að tímanum var betur varið í eigin fyrirtæki en í þjónustu annarra. Iir og um- gengnin við þá harla yfirborðs- kennd. Velgengni sína í viðskiptum þakkar hann ekki heppni. Það er vinna, skipulag og útsjónar- semi sem er undirstaða vel- gengni á öllum sviðum. Heppni er sjaldgæf tilviljun sem hann kann vissulega vel að meta eins og hver annar, en hann gerir aldrei út á hana. í fyrstu kom honum eitt og annað í opna skjöldu í íslensku viðskiptalífi. Hann rak sig á það að hér þarf flest að vera bundið skriflegum samningum. Sem dæmi nefnir hann einföldustu viðskipti við menn sem fengnir eru til að vinna smáviðvik. Sam- ið er um upphæðina áður en verkið er hafið, en þegar reikn- ingurinn er lagður fram hefur upphæðin heldur betur hækk- að. Þá er ekki að marka það sem um var rætt í upphafi og því yfirleitt borið við að þá hafi virðisaukaskatturinn ekki verið talinn með. Smáatriði af þessu tagi ættu ekki að vera vanda- mál, segir Ari Singh, því að þau eru til þess eins fallin að ala á tortryggni í viðskiptum. Áslaug Ragnars HEIMSMYND J Ú L í 27

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.