Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 32

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 32
þeir sögðust vera breyttist samúð í óvild. í ljósi tíðarandans er eðlilegt að sígaunar, sem hvorki höfðu trúarstofnanir né tæpast aðra trú en þá sem golan hvíslaði þeim í eyru hverju sinni, mættu talsverðri andúð þegar pílagrímasögurnar fóru að gerast ótrúverðugar. Þegar blekkingin varð ljós gripu umboðsmenn Krists til sinna ráða því slíkan dáraskap, blekkingar og guðlast gat hin flekklausa kirkja ekki liðið. Enda hugsanlegt að aðrir tækju háttarlag þessara þeldökku förumanna til fyrirmyndar og myndi þá forsjón kirkjunnar vera syndugum mönnum ótryggt haldreipi. Um aldamótin 1500 var staða sígauna víðast hvar í Evrópu allt önnur en verið hafði er þeir nutu þess nýkomnir að vera álitnir pílagrímar. Nú voru þeir ýmist taldir heiðingjar, svikarar við kristindóminn, njósnarar Tyrkja eða fjölkunnugur galdra- lýður. Margar ýkjusögur komust á kreik og voru seinna notaðar sem ásakanir gegn þeim. Fólk trúði því að þeir væru sóttberar og eitruðu brunna, stælu börnum til fórna og stunduðu jafnvel mannát. í allmörgum héruðum Austurríkis-Ung- verjalands var algengt að sígaunar væru hnepptir í þrældóm. Húsbændurnir höfðu alræðisvald. Kjör hinna ánauðugu má marka af örlögum eins sem reyndi að flýja frá kúgara sínum í Siebenburgen árið 1736. Eftir að hann náðist ritaði húsbóndinn í dagbók sína: „Þetta er önnur flóttatilraun Peters Chitschdy. Samkvæmt beiðni minnar ást- kæru konu lét ég slá hann með písk undir iljarnar þar til blæddi úr, en síðan voru fæt- ur hans baðaðir úr sterkum sóda. Til að refsa honum fyrir hið óskiljanlega tungumál var efrivör hans skorin burt og hún steikt, en hann síðan neyddur til að éta hana.“ Öld eftir öld hafa sígaunar verið sem brenninetlur í höndum evrópskra stjórnvalda. Jafnskjótt og þeir höfðu verið fangaðir voru þeir í besta falli sendir úr landi, og flóttinn hélt áfram. Árið 1765 hófu frönsk stjórnvöld að veita verðlaun fyrir hvern fangaðan sígauna. Tuttugu og fjórir frankar fengust fyrir karl, en níu fyrir konu. Ekki þarf að líta lengra en til Danmerkur nítjándu aldar til að finna dæmi um sígauna- ofsóknir. Þann 11. nóvember 1835 var gerð sígaunahreinsun á Jótlandi. Þá náðust tvö hundruð og sextíu karlar, konur og börn. Þótt kristilegu kærleiksblómin hafi lifað og dafnað í hinni frjósömu mold sem nærð var á guðsorði, þá er víst að lítt hafa síg- aunar fengið að njóta ilmsins. Baráttan gegn þeim var lík baráttu ljóssins og myrk- ursins, enda þótti líklegra að þetta dökkleita fólk væri nákomnara Kölska en Hvítakristi. Ótal bábiljur og hindurvitni voru látin réttlæta þessa skoðun. Sem dæmi um sögur sem sveimuðu eins og dökkt flugnager yfir Evrópu er hér ein „mannætusaga“ frá Ungverjalandi: Árið 1782 komst sú saga á kreik að sígaunar hefðu étið fólk frá ónefndu héraði. Tvö hundruð sígaunar voru teknir til fanga og ásakaðir fyrir mannát. Ekki gerði það sök þeirra minni að þeir neituðu, og því var aðeins um eitt að ræða, að pína þá til játn- inga. Átján konur voru síðan hálshöggnar og fimmtán karlar hengdir, sex stegldir og tveir aflimaðir. Eitthundrað og fimmtíu sátu í fangelsi og biðu þess að röðin kæmi að þeim þegar keisarinn sendi nefnd til að rannsaka hvort rétt væri. Nefndin komst fljótt að sannleikanum. Það fólk sem átti að hafa verið étið lifði og bar þess engin merki að hinir grunuðu hefðu svo mikið sem nartað í það. Valdið er ljúft. En það er þá fyrst sætt þegar hægt er að sýna það í verki. Þegar valdhafinn finnur þörf til að sýna mátt sinn og yfirburði er einfaldast að beita því gegn þeim sem minna má sín og fáir hafa samúð með. Af þessum toga er veiðihvötin og gildir jafnt á íslandi tuttugustu aldar sem í Evrópu miðalda. Líkt og hver sjómaður minnist þess með gleði er hann dró Maríu- fisk sinn skín stolt og gleði úr veiðiskýrslu gósseiganda frá Rínarlöndum sem endaði skrá um fellda veiðibráð með þessum orð- um: „item sígaunakona með brjóstmylkung sinn.“ Afyrsta fjórðungi tuttugustu aldar var staða sígauna lítt breytt frá því er verið hafði undangengnar aldir. Vissulega var þrælahald bannað og stjórnvöld stóðu ekki Þótt sígauna sé fyrst getið í Evrópu árið 1322 hófu þeir ekki ferð sína um álfuna fyrr en í byrjun fimmtándu aldar. Til Danmerk- ur höfðu þeir meðferðis leyfisbréf frá Jakobi IV af Skotlandi. Jakob konungur IV hafði fengið heimsókn sígauna einhvern tíma um 1470, og þá fékk hann að heyra þá sögu að þar væri kominn jarlinn af „Litla-Egyptalandi“ ásamt fylgdarliði sínu. Hann þóttist hafa verið flæmdur úr landi og væri nú á píslarvættisgöngu. Svo snortinn varð Jakob af hinum grimmu örlögum að hann vildi mynda her til að aðstoða jarlinn og hans eðla fylgdarlið við að ná aftur landi sínu. Svo mikil var trú hans að hann athug- aði ekki hvar á jarðarkringlunni þetta land, „Litla-Egyptaland“, lá. Vafalaust hefði það bögglast eitthvað fyrir honum. Enskumæl- andi fólk kallar sígauna enn í dag „Gypsies" sem er komið af orðinu „Egyptian“, eða Egypti. Þegar hinum geistlegu feðrum varð ljóst að hér voru engir pílagrímar á ferð eins og 32 HEIMSMYND J Ú L í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.