Heimsmynd - 01.07.1993, Page 33

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 33
fyrir skipulögðum útrýmingaráætlun- um á hendur þeim. En ennþá voru þeir sem hrakin dýr á flótta. Með lagasetningu var reynt að hefta frelsi þeirra svo sem verða mátti. Á millistríðsárunum var víða reynt að spoma við hinni svokölluðu „sígauna- plágu“. Bæversk sígaunalög frá árinu 1926 fölu meðal annars í sér flökku- leyfisskyldu, skólaskyldu fyrir börn, bann við að eiga skotvopn, að hvorki mátti ferðast né setja upp búðir í hópum, að tilkynna skyldi komu strax til staðarlögreglu og leggja inn persónuskilríki sem tryggingu, dvalar- takmarkanir og ferðaskatt. Enn frem- ur hugsanlega brottvísun þeirra sem ekki höfðu bæversk borgararéttindi, og að sígauna sem orðnir voru 16 ára og ekki höfðu fasta atvinnu mátti senda í vinnubúðir. Löngu fyrir stríð höfðu rnargir sígaunar hafnað í þýskum fangabúð- um vegna baráttu stjórnvalda gegn „þjóðfélagsdreggjum" eins og það var skýrt í hugmyndafræði nasista. Innan glæpa- deildar lögreglunnar var deild sem einungis hafði með höndum eftirlit með sígaunum. Búðum þeirra var æ ofan í æ umturnað við leit lögreglu að fólki sem ekki var talið sígaunar. Því var síðan komið fyrir í fangabúðum vegna vinnutregðu eða fyrir þá sök að vera talið andfélagslegt í hegðun. Auk þess voru sígaunabúðir oft rannsakaðar af líffræðilegum orsökum. Vegna óvissu um uppruna og hreinleika kynþáttarins þótti nasistum úr vöndu að ráða. Þeir töluðu indóevrópskt mál, romane, en lifðu þó lífi sem kynþátta- fræðingum nasista þótti dýrslega frumstætt. Heinrich Himler, yfirmaður SS-deildanna alræmdu, vildi vera öruggur um að höfuð- kvíslar sígauna varðveittust. Hann taldi þá vera beina afkomendur hinna indógerm- önsku forfeðra og hafa varðveitt tiltölulega vel forna lífshætti sína og siði. Því vildi hann að þeim yrði öllum safnað saman á þar til gerðum rannsóknarsvæðum, þeir skráðir þar, flokkaðir af nákvæmni og friðaðir eins og hver önnur minnismerki. Síðar skyldi þeim safnað frá allri Evrópu á ákveðin, afmörkuð svæði þar sem þeir mættu búa. Þar með fengju bæði almenn- ingur og vísindamenn af hinum þýska úr- valsstofni tækifæri til að skoða og rannsaka þessar lifandi fornleifar. Eins og kunnugt er skipuðu arískir Germanir öndvegi meðal þjóða í kynþátta- fræðum nasista. Þeir litu þó aldrei á sí- gauna sem aría, þrátt fyrir að romane sé „arísk tunga“, af indógermönskum stofni. Einn af sérfræðingum nasista í kynþátta- fræðum, dr. Rudolf Karber að nafni, stað- hæföi í bók sem kom út 1936: „Gyðingar og sígaunar eru í dag gjörsam- lega ólíkir okkur, vegna þess að forfeður þeirra frá Asíu voru gjörólíkir okkar nor- rænu forfeðrum. ... sígaunar hafa í raun lært sitt hvað af norrænum gestgjöfum sínum, en þeir eru komnir af lægstu stéttum þessara landsvæða. Þótt doktor Karber áliti sígauna engan veginn standa jafnfætis hinu germanska úrvalsfólki, þá álitu hvorki hann né nasistar „Fyrst var stúlkan þvinguð til að taka gröf meðan móðirin, sem var þunguð og komin sjö mánuði á leiðr var bundin við tré. Þeir ristu með hnífi á kvið hennar, tóku fóstrið út og köstuðu því í gröíina. Móðirin fór sömu leið og stúlkan líka, en ekki fyrr en þeir höfðu nauðgað henni." almennt sígauna vera þjóðfélagsdreggjar. Þeir reyndu heldur ekki að leysa „sígauna- vandann" með því að stimpla þá sem slíka. Hins vegar voru þeir sem umgengust sígauna og náðust umsvifalaust settir í fangabúðir og merktir með svörtum þrí- hyrningi, sem var tákn um að nasistar litu á þá sem þjóðfélagsdreggjar. Sígaunar voru vissulega einnig merktir svörtum þríhyrn- ingi, en þeir voru afmarkaðir frá öðrum sem báru það merki. Að minnsta kosti í einum búðum báru sígaunar brúnan þrí- hyrning og víðsvegar báru þeir bókstafinn Z. Líklega hefur þó litlu gilt fyrir þá sem færðir voru í gasklefana hvernig þeir voru merktir. Eins og fram hefur komið voru uppi hugmyndir meðal ýmissa leiðtoga nasista um að safna hreinræktuðum sígaunum sam- an á sérstökum svæðum þar sem þeir gætu verið eins dýrslega frumstæðir og þeim væri eðlilegt. Þetta var áætlun sem náði ekki að- eins til Þýskalands heldur skyldi henni hrint í framkvæmd í öllum hernumdum löndum þar sem sígaunar fundust. Stríðið og sá vinnuaflsskortur sem af því leiddi, ásamt ást nasista á „vísindum" varð brátt til þess að sígaunum var safnað saman á öllum her- numdum svæðum og þeir síðan sendir til Þýskalands þar sem þeir voru ýmist settir í nauðungarvinnu eða notaðir sem tilrauna- dýr. Eftir því sem hallaði undan fæti fyrir Þjóðverjum þeim mun aðgangsharðari urðu þeir við sigraðar þjóðir sem þeir höfðu á valdi sínu. Jafnframt varð vart greinilegrar viðhorfsbreytingar nasista gagnvart sigaun- um. Samantekt á helstu hugmyndum nasista um lausn „sígaunavandans" kom fram í grein doktors Behrendt undir heitinu „Sann- leikurinn um sígauna" . Hann taldi þá vera um tvær miljónir í (Framhaldábls. 90) HEIMSMYND J 0 L 33

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.