Heimsmynd - 01.07.1993, Page 37

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 37
tíl eilíföar? Nei, nei. Það eiga allir að vera ungir. Þegar fólk er orðið gamalt er það ekki sýnt lengur. Þess vegna er mikið plast í Los Angeles. Maður sér aldrei hrukkur. Ekki einu sinni á þeim sem eru orðnir áttræðir. Getur þú hugsað þér að koma heim og fara að vinna hér? Já, auðvitað. Ég held að ég eigi eftir að vera hér meira eða minna. Ég er bara í smá víkingaleiðangri núna. Hérna heima er alvörulífið. Þú ætlar sem sagt að flytja heim. Já. Ertu ekki orðin dálítið rík? Það eru allir að spyrja mig að því. Nei, ég er frekar blönk. Hvernig bíl áttu? Ég á fjórhjóladrifinn Subaru svo ég komist upp brekkurnar heima. Hann er '84 módelið og er alveg að detta í sundur. Ég tók eftir því þegar ég bjó í New York að þar vann leikari á hverjum bar og á hverju veitingahúsi. Það er því ekki auðhfaupið að fá vinnu sem leikari. Hvað á fólk að gera? Ég veit það ekki. Þetta er allt sarnan dálítið dularfullt. Ég þekki fólk sem hefur mikla hæfileika, en fær ekkert að gera. Og ég þekki fólk sem hefur enga hæfileika, en hefur nóg að gera. Það er eitthvað allt annað sem gildir í kvikmyndaheiminum en hæfileikar. Það er miklu auðveldara að skilja hvers vegna sumir fá vinnu í leikhúsi en sumir ekki. Þar skipta hæfileikar meira máli en í kvikmyndum. Gildlr þar að þekkja rétta fólkið? Eða hafa góðan umboðsmann? Það er að minnsta kosti betra. Þá getur maður fengið smátækifæri til að sýna hvað í manni býr. En fyrst og fremst er þetta peningamaskína. Ef einhver getur sýnt fram á að hægt sé að græða á leikara, þá er hann kominn í höfn. Fylgistu með því sem gerist í leiklistinni á íslandi? Já, ég fæ Moggann alltaf annað veifið og les um sýningar kollega minna heima. Og stundum fæ ég hina klassísku leikaramartröð og þá dreymir mig að ég sé að mæta á sýningu í Þjóðleikhúsinu á síðustu stundu og er annað hvort í vitlausum búningi eða með vitlaust handrit. Hvað ætlarðu að gera í kvöld? Ég ætla að lesa fyrir Matta Mána frænda minn áður en hann fer að sofa. Við ætlum að lesa dýrabók sem ég keypti handa honum. Annars er hann með ofboðslega bíladellu og ég er að freista þess að beina áhuga hans að einhverju öðm. Þetta er frumskógarbók með stækkunargleri. Finnst þér gaman af börnum? Já. Ætlarðu að eignast einhver sjálf? Já, mörg. En maður verður helst að taka þetta í réttri röð. HE1MSMVND J Ú L I 37

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.