Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 39

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 39
áratugnum eftir að ný lög um æðri mennt- un voru sett 1963. Og alls staðar þandist velferðarkerfið út, í Vestur-Evrópu, en líka í Bandaríkjunum þar sem velferðarhugsjónin átti sér þó færri formælendur. Johnson forseti var óþreyt- andi að koma frumvörpum gegnum Banda- ríkjaþing: 1964 fékk hann samþykkt frum- varp sem kennt var við jöfn tækifæri og hafði það háleita markmið að útrýma fá- tækt. í framhaldi af þvi voru sett lög um húsnæðismál, heilsugæslu og mannréttindi, en þeim var einkum beint gegn kynþátta- misrétti. Það var mest fyrir tilverknað John- sons að 1971 lögðu Bandaríkjamenn í fyrsta sinn meira fé til velferðarmála en í víg- búnað; framlög til velferðarmála hvorki meira né minna en tuttugu og fimmfölduð- ust á þremur áratugum, frá 1949 til 1979, úr rúmum 10 milljörðum dala t 259 milljarða dala. ‘68-æskunni virtust stjórnmálamenn samtíðarinnar rúnir hugsjónum, andlausir kerfismenn sem væru uppteknir af því að berja í brestina á feysknu og spilltu þjóðfél- agi. Ofuráherslan á menntun og velferðar- mál bendir þó svo sannarlega til annars. Það var útbreidd trú meðal frjálslyndra stjórnmálamanna á þessum árum, hvort tveggja í Evrópu og í Bandaríkjunum, að aukin menntun og velferð væri leið til að brúa bilið milli stétta og þar með minnkaði hættan á árekstrum í samfélaginu. Börn úr verkalýðsstétt fengju greiðari aðgang inn í millistétt; þjóðirnar yrðu betur menntaðar og afleiðing þess yrði betra Iýðræði, al- mennari ánægja, pólitiskur stöðugleiki, ábyrgir borgarar, friður. Það þveröfuga gerðist, að minnsta kosti um stundarsakir. Þegar líða tók á sjöunda áratuginn var uppþotið í háskólanum orðið likt og sjálfsagður hluti af menningu stúdenta í Bandaríkjunum. Það var hvorki friður til að læra né kenna; stúdentarnir voru uppteknir við að semja slagorð og slást við lögreglu, kennarar ýmist drógu sig inn í skel eða hrópuðu með. Að minnsta kosti 220 meiriháttar mótmælaaðgerðir fóru fram við bandaríska háskóla 1968, en hámarki náði ófriðurinn þegar stúdentar börðust við fjöl- mennt lögreglulið á flokksþingi demókrata í Chicago í ágúst 1968. Lögreglan tók á móti af hörku; það var mál námsmanna að þarna hefði lýðræðissamfélagið berað sitt rétta (fasíska?) eðli, kastað grímunni. Strax sumarið 1967 slógust stúdentar á götunum í Berlín - í forundran heyrðu þeir sem bjuggu handan múrsins vopnabrakið - og vorið eftir var röðin komin að jafnöldrum þeirra að æða út á götur Parísarborgar. Þar sló svo alvarlega í brýnu í maí 1968 að landsfaðirinn, De Gaulle, neyddist til að segja af sér og um tíma trúðu leiðtogar stúdenta því að þeir væru höfundar nýrrar HEIMSMYND JÚLÍ Víetnamstríðinu mótmælt í Austurstræti á Þorláksmessu 1968. Það var slegist — einfaldlega til að slást. Parísarkommúnu sem myndi leiða þá til valda í Frakklandi. En til hvers? Stúdentarnir höfðu í raun enga „skyn- samlega“ ástæðu til að gera uppreisn, ólíkt til dæmis unga fólkinu sem lifði vorið í Prag sama ár eða fólkinu sem heyrði vopnagnýinn yfir Berlínarmúr mannfyrir- litningarinnar. Stúdentarnir voru að megn- inu til komnir úr millistétt, þeir höfðu alist upp við frið og framfarir, þá hafði aldrei skort neitt í uppeldinu og þeir voru borgar- ar í frjálsustu og ríkustu samfélögum í víðri veröld, lýðræðisríkjum og réttarríkjum. Hugmyndir þeirra um nýtt samfélag voru enda afar óljósar; margt skyldi rifið niður, en það var að mestu hulið hvað byggja skyldi á rústunum. Margir aðhylltust reyndar marxisma, eða töldu sig gera það; á Vesturlöndum seldust rit Marx og Engels í stærri upp- lögum en fyrr og síðar; kenn- ingum Leníns, Trotskís og Maós var einnig hampað eins og töfraformúlum, en líklega voru þeir fáir sem í hjartans einlægni vildu byggja upp þjóðfélag eftir forskrift bolsé- vika í Sovétríkjunum. Fyrir utan fáeina hug- myndafræðinga sem flestir eru búnir að gleyma voru aðrar fyrirmyndir jafnvel enn fjarstæðukenndari: Fidel Castró, fyrrum vinstrifasisti af skóla Juans Peróns í Argentínu, sem hafði söðlað um og gerst marxisti og handbendi Sovétríkjanna; harðstjóri sem náði völdum á Kúbu með fáliðuðum flokki skæruliða, bannaði alla stjórn- málaflokka, hélt sýndarréttar- höld yfir andstæðingum sínum, lét taka fjölda manns af lífi, en hrakti aðra í útlegð. Ekki höfðaði síður til ímyndunaraflsins nóti hans, skeggjaður og fagureygður - Che Guevara. pólitískur ævintýramaður og bófi, sem reyndi með vopnavaldi að breiða bylt- ingu Castrós um Suður-Ameríku. Þriðja átrúnaðargoðið sem prýddi veggi og mótmælaspjöld æskulýðsins var Hó Chi Minh eða Hó frændi; það var gælunafnið sem ‘68-ungmennin gáfu þessum einkavini sinum. Hó leiðtogi Norður-Víetnama hafði ýmsa kosti sem gerðu hann vel fallinn til átrúnaðar, þetta var fíngerður og að því virtist vingjarnlegur maður, en þó með æði framandlegt og dularfullt yfirbragð. Það breytti engu að Hó var harðlínumarxisti af skóla Stalíns sem virti alla alþjóðasamninga að vettugi og lét ómældar blóðsúthellingar og þjáningar ekki aftra sér frá því að heyja áratugum saman grimmdarlegt stríð með það að markmiði að leggja Suður- Viemam, Kambódíu og Laos - Indókína eins og það lagði sig - undir kommúnista. (Talandi um Hó; það er varla hægt að fjalla um ‘68- uppreisnina án þess að minn- ast á stríðið í Víetnam. Eitt aðalskotmarkið var jú meint heimsvaldastefna Bandaríkj- anna, sem í reyndinni var þó ekki annað en andhverfan á útþenslu Sovétmanna og til- raunum þeirra til að ná ítökum hvar sem þeir sáu lag í þriðja heiminum, enda hafði Kreml- verjum skilist að þeim yrði lítið ágengt á Vesturlöndum framar. Staðreyndin er hins vegar sú að Bandaríkjamenn festust í þessu langvinna stríði sökum þess hversu markmið þeirra voru óviss og hversu þeir voru Hó frændi; það var gælunafnið sem '68—ungmennin gáfu þessum einkavini sínum, harðlínumarxista af skóla Stalíns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.