Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 41

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 41
náttúrlega ‘68-kynslóðin. En þá var búið að því fyrir mig. Af hverjum? Auðvitað ‘68-kyn- slóðinni. Og í hennar nafni. Byltingarhreyfingar Evrópu hafa jafnan borist seint til íslands og einatt með undarlega öfugsnúnum og lítilsigldum hætti. Byltingaraldan sem reið yfir Evrópu eftir 1848 birtist hér á landi í því að skóla- piltar hrópuðu að undirlagi sumra valda- manna í Reykjavík Pereat á vammlausan sómamann, Sveinbjörn Egilsson, vegna þess að þeir vildu ekki vera í bindindisfélagi - vildu komast á fyllerí. Rómantíska stefnan sem í Evrópu lýsti sér í róttæku iðjuleysi og háfleygum heilaspuna um rústir og rökkv- aða kastala, skuggaverur og skógarnymfur, birtist hér á landi sem áskoranir um bætta búskaparhætti og landbúnaðaráróður. Og þegar upp reis í Danmörku undir aldamót þjóðfélagsleg róttækni með tilheyrandi raunsæisstefnu í bókmenntum með Georg Brandes í broddi fylkingar, birtist sú stefna á íslandi fyrst og fremst í prestaníði og - nema hvað - andófi við bindindisfélögum. Helstu sporgöngumenn Brandesar voru Einar Kvaran síðar spíritisti, og þeir Hannes Hafstein og Gestur Pálsson sem báðir voru rækilega tengdir íslenskri yfirstétt - Hannes hluti af henni og helsti vonarpeningur hins feyki-íhaldssama landshöfðingja, Magnúsar Stephensen, og síðar arftaki hans; Gestur nokkurs konar blaðafulltrúi þess sama landshöfðingja, ritstjóri blaðsins Suðra sem Magnús kostaði. Að byltingin éti alltaf börnin sín? Ekki á íslandi - þar eru það börnin sem éta byltinguna. Það er erfitt að sjá Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson. Geir Haarde og hvað þeir heita allir þessir gömlu MR- ingar sem ríkja yfir okkur - það er erfitt að sjá þá fyrir sér með blóm í hárinu, og pís- merki hangandi yfir rósóttri mussu; enda voru þeir vísast alltaf í jakkafötum. Það voru samt þeir sem ég fór strax að hugsa um þegar ég var að lesa allar fyrirsjáanlegu greinarnar í dönsku blöðunum um 68-kyn- slóðina. Þessi undarlega íslenska blandaða mynd: uppstrílaður Hrafn að kyrja Tambúrínu- mann Dylans á einhverju fínheitaballi um áramót í sjónvarpinu þar sem yfirstéttin var að sýna sig. Það voru þessir menn, sem ásamt Vilmundi, náðu að gefa borgaraleg- um skoðunum sinum hvasst og töff yfir- bragð. Þeir gerðu uppreisn gegn uppreisn- inni - og um leið gerðu þeir þá uppreisn sína að Uppreisninni. Vilmundur þróaðist síðan í þá átt að fá meiri áhuga á hug- myndum og umbótum en valdaleikjum. Hann dó. Og við sitjum uppi með hina, og þessa einkennilegu tilfinningu, að það eina sem ‘68-kynslóðin hafi komið í ||P»t3| verk hér á landi hafi verið að koma |l ..jiiw íslendingum í Júróvisjónkeppnina. lÉkiuiSiH HEIMSMYND J Ú L í alla tíð hikandi; hefðu þeir beitt hernaðarmætti sínum af öllu afli hefði þeim líklega verið í lófa lagið að sigra Norður-Víetnama og sveitir Víetminh árið 1964 - eða jafnvel fyrr. En Bandarikjamenn létu alls konar sið- ferðilegar vöflur aftra sér frá því að beita fullri hörku, stríðsrekstur þeirra var alla tíð mjög fálmkenndur, á rneðan andstæðingur- inn lét slíkar vífilengjur ekki tefja sig eða telja úr sér kjark. Fjölmiðlar fylltust sjálfs- trausti þegar leið á sjöunda áratuginn og margir þeir áhrifamestu hófu beina and- stöðu gegn Vietnamstríðinu; strax 1968 voru bandarískir stjórnmálamenn upp til hópa búnir að missa viljann til að heyja stríðið, en Johnson forseti var kominn að þrotum og lýsti því yfir að hann ætlaði að einbeita sér að því að semja frið. Það er svo kaldhæðni örlaganna að það féll i hlut erkióvinar '68-kynslóðarinnar, Richards Nixon. að kalla bandarískar hersveitir frá Víetnam. Stuttu síðar náðu kommúnistar svo markmiði sínu, að hertaka gervallt Indókína, en aragrúi íbúa reyndi að forða sér á bát- um.) I ljósi sögunnar er furðu- legasta fyrirmyndin þó sú sem ‘68-ungmennin sóttu sér aust- ur í Kína - Maó Tse Tung for- maður. Þegar kommúnistar í heiminum sáu að ekki var lengur forsvaranlegt að trúa blint á Stalín leituðu þeir margir og fundu nýja dýrlings- ímynd í Maó sem var að með harmkvælum að umbylta Kínaveldi í eina risastóra sveitakommúnu. Þá var ekki spurt að því sem mátti þó vera lýðum ljóst, að Maó var eins konar austurlensk útgáfa af Hitler sem hafði ótal mannslíf á samviskunni og fór ekki í launkofa með þá skoðun að réttlætanlegt væri að fara í kjarnorkustyrjöld til að breiða út kommúnismann. Nú beindi æskufólk augunum í sömu átt og sótti inn- blástur í menningarbyltinguna og múg- æsingar rauðu varðliðanna svokölluðu sem álitið er að hafi myrt að minnsta kosti 400 þúsund manns. Þetta vom semsé fyrirmyndirnar, en ekki stjórnmálamennirnir sem höfðu unnið að þvi hörðum höndum að endurreisa lýðræði og tryggja frið í Evrópu eftir eyðileggingu stríðsins. Castró, Che, Hó og Maó var beitt fyrir vagninn, en fyrir utan slagorð um frelsi og byltingu voru hin pólitísku mark- mið engin, eða í besta falli óljós. Samfélag- ið sem uppreisnarfólkið unga vikli reisa á rústum hins gamla var ekki einu sinni til sem nothæf draumsýn. í rauninni skiptir þó sáralitlu máli hverju stúdentarnir mótmæltu eða hverjar voru fyrirmyndir þeirra. Ástæðan er sú að upp- reisnin var í rauninni ekki gegn neinu. Hún var gerð uppreisnarinnar vegna, það var slegist einfaldlega til að slást. Uppreisnar- æskunni virtist lífið orðið fram úr hófi leiðinlegt og tilbreytingarsnautt; það var of friðsælt, velmegunin var of mikil. Vestrænt samfélag gaf lítið svigrúm fyrir eldmóð eða æsandi hugsjónir, einfaldlega vegna þess að það hafði tileinkað sér þær hugsjónir sem máli skiptu og letrað þær í stjórnar- skrár. Likt og þegar æska Evrópu var óð og uppvæg að láta teyma sig í stríðið 1914, eftir langvinnt friðartímabil, vantaði spennu, tækifæri til að brjóta af sér fjötra hversdagsins. í nýlegri bók, The End of Histor}> and the Last Man, álítur bandaríski heimspek- ingurinn Francis Fukuyama þetta eina af hættunum sem geti steðjað að nútímalýð- ræði: Menn séu reiðubúnir að berjast fyrir réttlátum málstað, en þegar hann sé ekki að hafa séu þeir reiðubúnir að berjast gegn réttlátum málstað; út úr leiðindum, vegna þess að þeir geti ekki hugsað sér lífið án baráttu. Ef þeir búi í friðsömu og frjálslyndu lýðræðissam- félagi þar sem ríkir velmegun - þá berjist þeir gegn því sama frelsi, velmegun, friði og lýðræði. Þannig höfðu stúdentarnir 1968 lifað áreynslulitlu lífi í faðmi miðstéttarinnar, notið öfundsverðra tækifæra og ekkert skort; þeir höfðu enga skynsamlega ástæðu til að slást við lögregluna. En ein- mitt þess vegna slógust þeir, út úr því sem Frakkar kalla „ennui“ - einskærum leiða. Því er ekki furða að á fáum árum úrkynjaðist ‘68-hreyfing- in og molnaði í smátt; í sér- trúarsöfnuði sem deildu um keisarans skegg í hinum marxísku og maóísku fræðum, í sveitir hryðjuverkamanna á borð við Baader- Meinhof-hópinn sem í háskalegri flónsku sinni trúðu að með alþjóðlegum byssu- bófaleik yrði að endingu hægt að vekja alþýðu manna til byltingar. Þetta var vísast spennandi leikur fyrir þá sem tóku þátt. En að stúdentaóeirðir hafi haft einhver áhrif til að bæta samfélagið; það er sjálfsblekking ‘68-kynslóðarinnar. Arfleifð hennar er á sviði dægurtónlistar og hártísku, ekki stjórnmála. Um hana segja, líkt og bandaríski háðfuglinn Tom Lehrer sagði um borgarastríðið á Spáni: „They won the war, but we won the songs.“ Stuðst við: Paul Johnson: Modern Times, A History of the World from the 1920s to the 1990s. Francis Fukuyama: The End of History and the Last Man. Maó formaður; eins konar austurlensk útgáfa af Hitler og furðulegasta fyrirmynd '68—æskunnar. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.