Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 42

Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 42
okkrir áhugamenn um fugla- líf vom að fylgjast með önd- unum á Tjöminni fyrir nokkr- um ámm í gegnum sjónauka og urðu fyrir áfalli. Eins og svo margir sem fá áhuga á dýrum töldu þeir að dýrin væm einhvern veginn hrekk- lausari en mannskepnan; væm náttúmlegri, stæðu nær guði. Það sem blasti við þeim í gegnum sjónaukann var hins vegar ekki fögur sjón. Þeir sáu kynóða steggi ráðast á nánast hverja önd sem synti fram- hjá og nauðga henni. Ungu steggimir vom varla fyrr skriðnir úr eggjunum en þeir tóku þessa hegðun upp eftir feðrum sínum og nánast biðu við egg systra sinna til nauðga þeim þegar þær kæmu út. Fuglaskoðararnir söfnuðu upplýsingum um þessar taumlausu nauðganir. Þeir komust að því að einni og sömu öndinni var nauðgað um áttatíu sinn- um á sama sólarhringnum. Og að einn steggur nauðgaði allt upp í sjötíu öndum á sama tíma. Og sumum oftar en einu sinni. Eins og oft verður um stór tíðindi fór fréttin af þessum kyrióðu andarsteggjum misjafnlega í fólk. Andstæðingar ráðhúss- byggingarinnar sögðu að hún hefði þessi áhrif á endurnar. Þessar taumlausu nauðg- anir væru því Davíð Oddssyni að kenna. Aðrir fyltust viðbjóði, fannst sem þeir hefðu alið snák sér við hjartastað og hættu að gefa þessum kynferðisbrjálæðingum brauð. Femínistum fannst þetta hins vegar ekki mikil frétt. Þeim hafði lengi verið ljóst hvert karlmannseðlið var. Það væri barnalegt að ætla að steggjaeðlið væri eitthvað skárra. Einhverjir karlar með sjálfsmeiðingarhvöt reyndu að malda í móinn og sögðu að við skyldum ekki dæma steggina að óathuguðu máli. Hvernig ættum við að geta sagt til um kynlíf anda? Það sem liti út eins og nauðg- un í okkar augum væri ef til vill stór þáttur í ástarleikum. Ef til vill kærðu endurnar sig ekki um forleik, blíðmælgi og nærgætni. Ekki frekar en karl-köngurlóin vildi missa af því að vera étinn að afloknum ástarleik með kellu sinni. Eg dró aldrei neina ályktun af þessum fregnum af kynóðu steggjunum. Ég veit ekki einu sinni hvort ég trúi þeim. En ef ég væri neyddur til að segja eitthvað myndi ég kjósa að setja upp yfirlætissvip, eins og femínistamir, og láta sem þetta kæmi mér ekki á óvart. Maðurinn er með kynlíf á heil- anum. Hvers vegna ekki dýrin? Einhverjum vísindamanni tókst að mæla það hjá sjálfboðaliða að hann hugsaði um kynlíf að meðaltali um tuttugu sinnum á mínútu. Munurinn á honum og steggjunum á Tjörninni er sá að hann er maður — homo sapiens, hinn hugs- andi maður. Hann læt- ur sér því nægja að hugsa um kynlíf. Steggurinn á Tjörninni mundi aldrei láta það nægja. Hann er búinn að framkvæma áður en hann hugsar. Maðurinn hefur nokkrum sinnum reynt að taka kynlíf úr toppsæti óskalistans og setja eitthvað ann- að í staðinn. Nú síðast voru það upparnir. Þeir sögðu að aðal- atriðið í lífinu væri vinnan. Þeir vildu vinna sín afrek við skrifborðið frekar en í bólinu. Þeir vildu sjá starfsframann rísa fremur en nokkuð annað. Ekki þar fyrir að upparnir hafi for- smáð kynlífið. Þeir vildu bara ekki að það truflaði þá of mikið. Allir vita hvernig þessi tilraun tókst. Eftir nokkur ár voru upparnir orðnir svo ófullnægðir að þeir töpuðu einbeitningunni, tóku vitlausar ákvarðanir, settu fyrirtæki á hausinn og skildu hagkerfið eftir í djúpri kreppu. Það skyldi því enginn gera lítið úr mikilvægi kynlífsins. Og það gerir það líka enginn lengur. Ekki í dag. Það er einhver kynlífsmanía yfir Vesturlöndum. Á undanförnum misser- um hefur maður séð rassinn á öllum helstu karlstjörnum Hollywood og maður þekkir orðið kvenstjörnurn- ar frekar af brjóstun- um en andlitinu. í dag er algengasta setningin í kvik- myndahandritum; "Oh, yes, oh, yes, oh, yes, yes, yes, YES, YES....". Og allir eru að leita að góðu kynlífi. Um hver jól koma út margar myndskreytt- ar bækur til að kenna fólki kynlíf, hvernig á að gera það standandi, sitjandi, krjúpandi, í baði, á stól, úti í garði. Fólk hringir í stefnumótasíma Miðlunar í leit að nýjum félögum, betri félögum eða bara fleiri félögum. Hjón hringja og óska eftir þriðja aðila til að lífga upp á kynlífið. íslenska sadómasók- istafélagið býður er- lendum bræðrafélög- um á nokkurs konar vinafélagamót úti í íslenskri náttúru. Sumir tapa sér alger- lega í þessari leit. Danskir kvikmynda- gerðarmenn hafa staðið íslenska karla að verki niður í Thai- landi við að kaupa sér unga drengi. Leit manna að góðu kynlífi getur því dregið þá á einhverjar slóðir sem eiga ekkert skylt við kynlíf - nema tækin sem notuð eru. En hvað er gott kynlíf? Það sem einum finnst gott þykir öðrum tíma- eyðsla. Það sem er gott með einum fél- aga getur verið bölv- að hnoð með þeim næsta. Fólk á líka erfitt með að skilgreina gott kynlíf. Það er Kossar Það má... ...slefa ...muna að stuttir, mjúkir kossar geta verið álíka góðir og djúpir og tilfinninga- ríkir ...kanna: háls, fætur, augu, eyru, hnés- bætur.... Það má ekki... ...frussa ...gleypa tungu ...skella saman tönnum ...ropa Slökkvarar Rauð og húðlituð nærföt Hann í sokkum Hann í nærbuxunum hennar Stórbrjóstá honum Háttatími Flaska af gini fyrir svefninn Mace Þögn Skýlaus krafa um að fara í gegnum allar stellingar kynlífs- bókmenntanna Kveikjara r Svört og hvít nærföt Hún í sokkum Hún í nærbuxunum hans Lítil brjóst á henni Flaska af hvítvíni með matnum Eftirmiðdagar, morgnar, miðjar nætur llmvatn Stunur Standandi, krjúpandi, sitjandi HEIMSMYND J Ú L í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.