Heimsmynd - 01.07.1993, Page 45

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 45
elskuðust einu sinni í fimmtán klukkutíma samfellt án þess svo mikið að fá snarl á milli. Eða að breska kvenréttindakonan Marie Stopes vissi lítið um kynlíf þrátt fyrir baráttu sína fyrir notkun getnaðarvarna. Hún kyssti fyrst þegar hún var 24 ára. Fimm árum síðar uppgötvaði hún sjálfsfróun og þegar hún giftist loks 35 ára gömul komst hún að því að eiginmaðurinn var getulaus. Það var ekki fyrr en í öðru hjónabandi sínu að Marie missti mey- dóminn, fertug að aldri. Því miður kom í ljós að seinni eiginmaður Marie var ekki ýkja betri elskhugi en sá fyrri. Hann veitti henni heimild sína til að leita að kynlífi fyrir utan hjónabandið, en engar heimildir eru um að Marie hafi tekið því tilboði. Eins og sjá má af þessu finna líklega fleiri eitthvað sameiginlegt með meðaljónin- um og konu hans en þeim Guy de Mau- passant, Mae West og Marie Stopes. Sú að- ferð dregur því upp mynd af kynlífi sem fleiri kannast við. Hin aðferðin er hins veg- ar ólíkt skemmtilegri og við skulum því halda okkur við hana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að karlar hafa miklar áhyggjur af því hvort tippið á sér sé nógu stórt. Það kom til dæmis í ljós í nýlegri bandarískri könnun að 45 prósent karla telja tippið á sér vera of lítið eða alltof lítið. Aðeins 1 prósent telja hins vegar að tippið á sér sé of stórt. Bandaríski rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald var einn þeirra sem lá andvaka yfir því hvað hann var lítt vaxinn niður. Hann leit- aði til félaga síns og vinar, Ernest Heming- way, sem fullvissaði hann um að ekkert væri að tippinu á honum með því að bera sitt eigið saman við tippi Fitzgeralds. Það sorglega við þessa sögu er að Hemingway sjálfur var með afskaplega lítið tippi (á stærð við lítið skothylki, eftir því sem vinur hans Sidney Franklin skrifaði). Hemingway átti hins vegar alltaf erfitt með að sætta sig við þetta og skýrir það ef til vill ofuráhersl- una á karlmennsku sem finna má í bókum hans. Charlie Chaplin átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með að sætta sig við sitt tippi. Chaplin hafði óvenju langt tippi, kallaði það „áttunda undur veraldar" og notaði það óspart. Hann var heltekinn af hreinum meyjum og sagði sjálfur að „því yngri, því betrib Hann kom auga á Litu Grey þegar hún var sex ára, tók hana undir sinn verndarvæng, gerði úr henni stjörnu og svaf hjá henni þegar hún varð fimmtán ára. Það orðspor sem fór af Chaplin kom honum loks í koll. Þegar honum var vísað úr landi í Bandaríkjunum var ástæðan sú að hann væri „siðspilltur nautnaseggur". En þótt margir félagar Chaplins í Holly- wood hafi ef til vill verið meiri kyntröll í hugum aðdáenda sinna en litli flækingur- HEIMSMYND JÚLl' Sex konur gefa upp óskalistann sinn JONA LARUSDOTTIR framkvæmdastjóri Ágúst Baldursson kvikmyndagerðarmaður Sigurður Ólafsson fyrirsæta Sigurður Gísli Pálmason Magnús Þórðarson tannlæknir Björn Sveinsson hjá Kók Þorsteinn Joð LINDA PE fyrirsæta Eyþór Arnalds Friðrik Sophusson Víglundur Pálsson bankastjóri á Vopnafirði Egill Ólafsson Sjón Simbi HANNA MAJA SIGURÐARDOTTIR förðunarmeistari Eiríkur Jónsson Jón Ólafsson í Skífunní Þorsteinn Joð Ragnar Agnarsson kvikmyndagerðarmaður Björn Jörundur í Ný danskri Izudin Daði Dervic SISSA Ijósmyndari Keli kaldi Denni umboðsmaöur Jet Black Joe Eyþór Arnalds Simbi hárgreiðslumeistari Leifur Rögnvaldsson Ijósmyndari Ari Alexander hárgreiðslumeistari & myndlistarnemi HJORDIS GISSURARDOTTIR gullsmiður Þorgrímur Þráinsson Geir Gunnar Geirsson eiginmaður Valdimar Örn Flygenring Jón Sigurðsson í Járnblendinu Davíð Scheving Thorsteinsson Kristinn Björnsson hjá Shell DORA ÞORHALLSDOTTIR móttökustúlka hjá útvarpinu Heimir Steinsson Ólafur Egilsson sendiherra Sveinn Björnsson hægri hönd Vigdísar Ragnar Arnalds Ólafur Ragnar Grímsson Steingrímur Hermannsson

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.