Heimsmynd - 01.07.1993, Page 54

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 54
kiBLJL Ji lega nýjan heim“ segir Viðar. ywYjm „Ég var í læri hjá Steindóri Sig- & M. urðssyni leikmyndateiknara hjá #■% V Leikfélagi Reykjavíkur en það var verið að sýna söngleikinn Hárið í Glaumbæ. Ég kynntist fljótlega þeim krökkum sem léku í sýningunni. Upp úr þessum kunningsskap kviknaði hug- myndin um stofnun leiklistarskóla en slíkur skóli var ekki fyrir hendi og áður hafði hann aðeins verið starfræktur á kvöldnám- skeiðum. Okkur fannst þá að við værum fullorðið fólk og við vissum fullkomlega hvernig ætti að reka skóla, en ég skil þó að fólk hafi alið með sér efasemdir enda mundi ég sjálfur ekki geta varist hlátri ef ég hitti fyrir sautján ára ungling í dag sem væri í þann mund að stofna leiklistarskóla. Þrátt fyrir að það þætti ekki fínt, hvorki hjá Leikfélaginu, Þjóðleikhúsinu né leikara- félaginu, að krakkaskjátur úti í bæ ætluðu að fara að útskrifa leikara og allt væri gert til að leggja steina í götu okkar gekk fram- kvæmdin merkilega vel fyrir sig. Eftir bréfa- skriftir og samtöl við þáverandi mennta- málaráðherra komumst við inn á fjárlög og þannig gátum við greitt laun fyrir kennsl- una en fram að þvt höföu velunnarar okkar kennt þar mest í sjálfboðavinnu. Það fór gífurlegur tími hjá okkur í öll hagnýt mál sem nemendur þurfa venjulega ekki að brjóta heilann um. Við fengum ekki síst þjálfun í rekstri og bókhaldi og það sem vantaði á hina tæknilegu hlið leiklistar- námsins bætti rekstrarþáttur skólans kannski að einhverju leyti upp. Sú reynsla hefur nýst mér seinna í mínu starfi með EGG-leikhúsið og gerir vonandi með Leik- félag Akureyrar sem er öllu stærra í snið- um. Aðsóknartölur hér eru sambærilegar við það að hátt í tvö hundruð þúsund manns sæktu hvert og eitt leikhús í Reykja- vík. SAL-skólinn var síðan fyrirrennari Leiklistarskóla íslands og minn árgangur var síðasta árið í honum og fyrsti árgangur- inn sem útskrifaðist þaðan. Ég trúði því þá og trúi því enn að það sé ekki hægt að mæla leiklistarhæfileika og því er enginn mælikvarði til sem óyggjandi sker úr um að einn sé meira leikaraefni en annar. Sú leið var farin í SAL-skólanum að hafa mikla mætingaskyldu og erfitt nám, þannig fann fólk fljótlega hvað það var tilbúið að leggja mikið í sölurnar og þannig grisjaðist fljót- lega úr fólk sem var óvisst í sinni sök. Við Guðrún Gísladóttir leikkona áttum það sam- eiginlegt að koma inn í skólann á þeim for- sendum að við ætluðum að læra leik- myndagerð. Það stóð til að hafa fyrsta árið sameiginlegt fyrir alla en gefa síðan nem- endum kost á að velja ólíkar brautir innan leikhússins. Það varð þó aldrei og við Guð- rún útskrifuðumst seinna bæði sem leikarar og kannski vorum við innst inni bara að breiða yfir löngunina og hvað við ætluðum okkur í raun og veru. Við smygluðum okk- 54 ur bara inn.“ Til að reka SÁL-skólann í upphafi þurfti að krefja nemendur um há skólagjöld, en þau lækkuðu um það leyti sem skólinn komst inn á fjárlög, en það var kraftaverk sem varð mörgum þyrnir í auga: „Til að standa straum af skólagjöldum unnu margir hálfan daginn og auðvitað öll sumur en auk þess var lifað spart. Kennararnir unnu líka óeigingjarnt starf en margir þeirra fengu seinna starfssamning við Leiklistarskóla Is- lands, en það átti ekki að ganga alveg á- takalaust fyrir sig. Einn þessara kennara var Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur en hann var líka sá besti og sá sem ég lærði mest af. Hugmyndir Þorgeirs voru hins vegar of rót- tækar til að hann fengi áframhaldandi ráðn- ingu eftir SÁL-ævintýrið. En ég geri aldrei neitt í leikhúsi eða útvarpi án þess að blessa hans leiðsögn yfir í huganum, hans kennsla var eitthvað sem ég bý að ævi- langt.“ Eitt sumarstarfið mitt var að Sólborg, heimili fyrir þroskahefta fyrir norðan" segir Viðar. „Það var þá eins konar glerhús og ég dvaldi þar líkt og í æsku nema hvað núna hafði ég lyklavöldin og gat gengið ó- hindrað milli glerhurða í krafti þess. Sjálf- sagt var ég eins og hver annar gæslumaður, ráðríkur með lyklakippu dinglandi við buxnastrenginn. Þaðvarerfittaðþurfa skyndilega að horfast í augu við að hafa verið að spila rússneska rúllettu í öll þessi ár. Ég gerði þó eina uppreisn en hún var gegn einkennisklæðum sem allt starfsfólkið átti að klæðast. Þannig var mál með vexti að ég var fyrsti karlmaðurinn til að vinna við þessa stofnun og- allar starfsstúlkurnar gengu í rósóttum kjólum við störf sín. Það hefur sjálfsagt þótt óviðurkvæmilegt að klæða mig í rósóttan kjól og því brugðu góðar konur á það ráð að sauma á mig jakka sem hæfði stöðu minni.. Það fór ó- skaplega í taugarnar á mér að þurfa að klæðast þessum jakka í vinnunni og í leið- inni sú stefna að þurfa að merkja starfsfólk sérstaklega. Ég lánaði því ungum vini mín- um sem var vistmaður við stofnunina jakk- ann og hann sat jafnan í honum á gólfinu og reri fram og aftur eða stangaði úr tönn- unum með vísifingri. Minnisstæðasta sumarstarfið var þó að sigla með fisk á Bandaríkin á fragtara. Fyrst sigldum við í kringum landið og söfnuðum saman fiski í öllum helstu plássunum og það var lítill svefn og mikil vinna. Á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn skipuðum við upp þar til við náðum hringinn og stefnd- um út á haf. Úti á sjó lokaðist hringurinn kringum þetta litla samfélag sem var um borð, kannski þrjátíu manneskjur. Þá skiptu jafnvel minnstu smáatriði um þessar hræður alveg gífurlegu máli og ekkert sem gerðist um borð var manni óviðkomandi. Hjá stýri- manninum í brúnni hékk uppi gríðarlega stór klukka og við gátum gleymt okkur við vangaveltur um hvort við ættum að færa hana fram eða aftur um einn klukkutíma eða geyma það til morguns. Allt varð af- stætt, bæði tíminn og þessi einkennilega til- vist mannsins og ég hef seinna rennt hug- anum aftur út á haf, ekki síst eftir að ég kynntist kenningum exístensíalista en einmitt þær kenningar hafa haft gríðarleg á- hrif á allt mitt starf við leiklist í gegnum tíðina." Þegar þarna er komið er orðið dálítið hávaðasamt inni á veitingastaðnum þar sem við sitjum og við ákveðum að flytja okkur um set. Við setjumst inn í Löduna sem Viðar hefur að láni hjá ísfirskri óperu söngkonu sem syngur í Leðurblökunni en þennan ágæta farkost kallar Viðar af ein- hverjum ástæðum alltaf Trabantinn. Förinni er heitið í leikhúsið á Akureyri sem verður vinnustaður Viðars á næstu árum. Nú eru sautján ár liðin síðan Viðar útskrifaðist sem leikari, en það var Leikfélag Akureyrar sem fyrst opnaði honum dyr inn í leikhúsið. En Leikfélag Akureyrar hefur einmitt í gegnum tíðina verið ötult við að gefa ungum leikur- um tækifæri. „Á þessum tveimur árum sem ég starfaði á Akureyri öðlaðist ég mjög dýrmæta reynslu en þannig er um marga leikara sem hafa stigið sín fyrstu spor hjá Leikfélagi Ak- ureyrar“ segir Viðar þegar við erum sest inn á litla skrifstofu stjórans með glæsilegu út- sýni yfir Eyjafjörðinn. „Þá voru á verkefna- skránni mjög spennandi verk. Annað árið var íslenskt leikár og þá lék ég til dæmis í Sjálfstœðu fólki og Stalín erekki hér. Seinna leikárið lék ég í sýningunni Beðið eftir Godot, en hún var sýnd um vorið. Það var mjög merkileg sýning að því leyti að við höfðum miklu fleiri æfingar eftir frumsýn- ingu en sýningar, það er harla óvenjulegt í leikhúsi. Við sýndum hana fimm eða sex sýningar hér fyrir afskaplega fátt fólk en fengum síðan boð á Listahátíð og allir mið- ar seldust upp á skömmum tíma. Gárung- arnir sögðu að Akureyringar hefðu tekið flugið suður til að sjá hana þar. Þessi sýn- ing fór líka á Beckett hátíð og endaði á því að fá Menningarverðlaun DV. Akureyri er lítið svæði og áhorfendahóp- HEIMSMYIMD JÚLÍ

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.