Heimsmynd - 01.07.1993, Side 59

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 59
meira. Það nýjasta sem Jóhann getur hlustað á í átta rása kassettutækinu sínu er líklega platan sem Gary Glitter gaf út 1974. En hún hljónlar örugglega vel. En það eru fleiri en Jóhann Hjálmarsson sem hafa misreiknað tækni- þróunina. í upphafi vídeó- aldar kepptu VHS og Beta-tæki um forystuna og hafði VHS vinning- inn á nokkrum mán- uðum. Það var ljóst að Beta-tækin yrðu forngripir. En þegar þetta var komið á hreint markaðssettu einhverjir snillingar ný myndbandstæki og kölluðu þau V-2000. Þessi tæki höfðu enga möguleika á markaðnum. VHS var búið að sigra hann. Samt keyptu einhverjir þessi tæki og dá- sömuðu þau i fermingar- veislum - þar til þeir átt- uðu sig á að þeir yrðu sjálfir að framleiða myndir ef þeir vildu nota þau. Ég efast um að Jóhann Hjálmarsson eigi V-2000 myndbandstæki. Ég trúi því ekki að það sé alltaf sama fólkið sem lætur blekkjast. Samt sem áður væri ekki vitlaust að kanna hverjir eigi V-2000, quadrophone og átta rása kassettutæki. Og það mætti líka kanna hverjir gerðust áskrifendur að Þjóðlífi (sem reyndist síðar verða áskrift að ofsóknum) og hverjir keyptu nælonteppin sem sölumennirnir sögðu persnesk. Með því að safna saman þessum upplýsingum fengist listi yfir fólk sem kaupir hvað sem er. Sá sem hefði slíkan lista undir höndum þyrfti ekki að óttast um afkomu sína. Hann gæti farið á uppboð hjá tollstjóra, keypt það sem aðrir líta ekki við og selt það síðan fólkinu á listanum góða. Sagan af persnesku teppun- um er dálítið mögnuð. Hvað gengur að fólki sem lætur telja sér trú um að persnesk teppi geti kostað 15 þúsund kall? Ef til vill trúir það einfaldlega ekki á helstu lögmál viðskipta? Eða kannski heldur það að kúnnar gabbi sölumenn? Það veit ekki að blekkingar í viðskiptum eru alltaf á kostnað kúnnans. Það er ekki þar með sagt að viðskiptajöfrar láti aldrei blekkja sig eða séu alltaf með samtímann á hreinu. Mig minnir að það hafi verið hljómplötufyrir- tækið Decca sem sendi mann að athuga hvernig þeir væru þessir Bítlar sem krakk- arnir væru að hlusta á í Cavernklúbbnum í Liverpool. Sá kom til baka og sagðist telja að þeir væru bóla. Sama sagði Svavar Gests hérna heima. Og misskilningurinn kemur fram víðar en þar sem peningar eru í spilunum. Það er til dæmis til fólk á íslandi sem er ekki einu sinni orðið fertugt en trúði því samt að Enver Hoxa væri einn rnesti hugsuður ald- arinnar. Á sínum tíma gengu fram menn og sögðu að það myndi aldrei lukkast að taka upp hægri umferð. Ökumenn og gangandi farþegar væru svo vanir vinstri umferð að ef reynt yrði að breyta því yrði niðurstaðan blóðbað. Á sínum tíma fór fólk líka í lýðhá- skólann í Skálholti. Það hefur sjálfsagt fyrir löngu gefist upp á að útskýra fyrir öðrum í hverju sú menntun var fólgin. Og í dag er til fólk sem berst fyrir borgaralegri fermingu og reynir jafnvel að telja aðra inn þá hugmynd. En þótt menn geti misskilið stjórnmála- þróun, menningu, tískuna, tíðarandann og jafnvel manninn sjálfan, þá verður misskiln- ingurinn oftast hlægilegastur þegar pening- ar koma við sögu. Eins og þegar íslending- ar notuðu verð á dálksentimetrum í New York Times til að reikna út að leiðtogafund- ur þeirra Reagans og Gorbatsjovs hefði fært þeim milljarða í gróða. En þótt við höfum flest látið narrast í við- skiptum og haft skoðanir sem sagan sannaði síðar að voru versta bull, þá þykir okkur verra en ekki að viðurkenna það. Þegar við erum spurð hvort við hefðum tapað sparifénu okkar hjá Ármanni og Pétri í Ávöxtun finnst okkur gott að segja nei. Ef við höfum á sínum tíma talið Ármann fjár- málasnilling og borið til hans allt okkar fé, þá drögum við seiminn og segjum jú, það er víst. Og höldum síðan ræðu um slælega frammistöðu bankaeftirlitsins, nauðsyn á neytendavernd á fjármagnsmarkaði eða skiptum um umræðuefni. Þótt fólk virði almennt skoðanir annarra (að minnsta kosti að vettugi) og telji það kost að fólk sé ólíkt og alls konar, þá er það nú samt svo að flestir vilja lifa í takt við samtíma sinn. Ekki bara sökum þess að þeir geta ekki lifað annan tíma. Og ekki bara vegna þess að þeir sjái eftir því sem þeir missa af og misskilja. Heldur vegna þess að ef þeir fylgjast ekki með eru þeir auð- gabbaðir. Og það er nóg til af fólki sem vill nýta sér það. H E I M S M Y N D J Ú L í 59

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.