Heimsmynd - 01.07.1993, Side 63

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 63
Gísli Snær Erlingsson hóf feril sinn hjá ríkissjón- varpinu. Þar var hann til skamms tíma annar um- sjónarmanna tónlistar- þáttarins Poppkorns. Síðan færði hann sig aftur fyrir myndavélina, í stöðu upp- tökustjóra. Stærsta verkefni Gísla hjá Sjónvarpinu var að leikstýra áramótaskaupi 1988, þá 23 ára gamall. í dag er Gísli 28 ára og er í námi í París í besta kvikmynda- skóla Frakklands, Femis. Stuttur Frakki var hans fyrsta bíómynd í fullri lengd. Gísli, afhverju eru þessar þrjár myndir svona svipaðar? Ég held eiginlega að við sem stoðum að þessum myndum höfum allir varað okkur á því að vera ekki að fótbrotna alveg strax á fyrstu mynd, heldur reyna að gera eina mynd til að setja okkur á kortið. Seinna er svo nægt að snúa sér að alvarlegri hlutum og dramatískari myndum. Auðvitað er líka viss viourkennina í því að fá fólk til að koma í bíó. Og að heyra 700 manna sal hlæja að islenskri mynd er öðruvísi tilfinning en að neyra fólk hlæja að amerískri mynd. Hvað sérð þú sameigmlegt með þessum þremur myndum? Ég sé eiginlega ekki neitt sam- eiginlegt með þeim, nema kannski að þetta eru fyrstu myndir okkar allra. A sama tíma og allir eru að segja að þetta séu mjög svipaðar myndir, þá eru þær í raun og veru gjörólíkar. Annars má kannski segja að það sé eittsem sameinar okkur einna helst. Ofugt við þessa ungu reiðu menn sem voru upphafsmenn frönsku nýbylgjunnar í Kvikmyndagerð, þá eigum við þrír það sameiginlegt að vera ungir glaðir menn. Vio lítum allir björtum augum á þetta líf. Annars er voða- lega erfitt að bera þessa hluti saman. Það munar til dæmis helm- ingi á kostnaði á Veggfóðri og Stuttum Frakka annars vegar og á Sódómu hins vegar. Svo eru þær unnar ólíkan hátt. Við tókum okkar mynd upp á 24 dögum og Roger Corman (frægasti b-mynda fram- leiðandi allra tíma) er örugglega sá eini í heiminum sem tekur upp myndir á styttri tíma. En mér finnst fyrst og fremst sniðugt hvað við hugsuðum svipað á sama tíma. Eru þetta ekki alveg óttalega lókal myndir? Jú, jú. eins og mín mynd. Þótt að se töluð enska og franska í enni er hún rosalega lókal. Ég hef einmitt fengið Jþá dóma um hana hérna úti ao hun sé örugglega mjög fyndin heima á íslandi. Það er svo margt í henni sem virkar ekki alveg á utlendinaa. En var ekki líka löngu kominn tími til að brjótast burt frá skammdeg- inu og hátíðleikanum, búa til skemmtilegar myndir fyrir ungt fólk á Islandi? Jú, mikil ósköp, en að sama skapi verðum við að bíta í það súra epli að svona myndir ganga ekki í folk í útlöndum. Það er gaman að því hvað gencjur vel með Sódómu, enda hefur hun njargt gott til brunns að bera. A bak við hana eru menn sem kunna vel á markaðinn og vita hvernig á að koma kvik- myndum á framfæri. Alvarlegar myndir hafa miklu meiri möguleika á hinum ýmsu festivölum og jafnvel líka pegar að dreifingu kemur. En eins og þú segir er fínt að brjótast frá skammdeginu og reyna að lífga upp geðið hjá landanum. Hvað ertu að gera þessa dagana? Ég er að klara handrit að mynd sem fer í tökur núna í júní og er lokaverkefni mitt í skolanum. Sú mynd á að vera tilbúin um næstu áramót. Eftir það veit ég ekki alveg hvað tekur við. Ætli maður reyni ekki bara að skrifa. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir unga kvik- myndagerðarmenn þegar þeir koma ut úr skóla að gefa sér kannski tvö til þrjú ár í að skrifa og skrifa og skrifa oa skrifa og safna hugmyndum. Maður verður að hafa eitthvað í farteskinu þeaar maður fer af stað að tala við fólk. Ef maður hefur ekki tilbúnar hug- myndir er maður gleymdur eftir tvo klukkutíma. Ætlarðu að revna eitthvað fyrirþér þarna í Frakklandi? Ja, maður veit aldrei, með sameiningu Evrópu er aldrei að vita hvar maður lendir. En ef maður lítur raunsæjum augum á málin er náttúrlega tvöfalt erfiðara fvrir mig sem útlending að komast ao í kvikmyndaheiminum hérna úti en heima. Þó að það séu litlir pen- jnaartil að búa til myndir heima á Islandi á maður þó að minnsta kosti jafnan rétt tiI m ' þeirra og aðrir. % ¥ ★ BRIJÐARKJÓLAR ★ BRÚÐARMEYJAKJÓLAR ★ SKÍRNARKJÓLAR ★ SMÓKINGAR ★ KJÓLFÖT ★ SAMKVÆMISKJÓLAR ★ ALLIR FYLGIHLUTIR BRÚÐARKJÓLALEIGA KATRÍNAR ÓSKARSDÓTTUR GRJÓTASELI 16 109 REYKJAVÍK S í M I : 7 6 9 2 8 HEIMSMYND J Ú L í 63

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.