Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 66

Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 66
Hið hraða og skamma líf Vilmundar Gylfasonar Tíu ár eru liðin frá andláti Vilmundar Gylfasonar, eins sérstæðasta stjórnmálamanns á íslandi á þessari öld. Líf Vimma, eins og vinir Vilmundar kölluðu hann, var skammt en hratt. Á hinu stutta en öra æviskeiði megnaði hann að gefa íslensku stjórnkerfi og íslensku þjóðfélagi betri og yfirgripsmeiri skilgreiningu en nokkur annar stjórnmálamaður hefur gert fyrr eða síðar, skrifar Ingólfur Margeirsson í ítarlegri úttekt sinni á sögu Vilmundar. Við Vilmundur vorum skólafélagar allt frá fyrsta bekk barnaskólans til stúdentsprófs. Ég man fyrst eftir hon- um sjö ára, næmum og lifandi, skemmtilegum og kotrosknum, með tif- andi greind sem undir álagi nálgaðist jaðar tauganna. Þess mynd breyttist harla lítið í minni vitund uns hann lést fyrir tíu árum. Vimmi var fæddur foringi. Hann bar þess merki að koma frá menntuðu heimili, en eftir á að hyggja er eins og mér finnist að barnið í honum hafi fengið takmarkaða út- rás. Hann var mótaður af siðum, um- gengnisvenjum og kurteisi embættis- og valdafjölskyldu og kom okkur hinum krökkunum oft á óvart með fullorðinslegri framkomu sinni, ekki síst gagnvart þeim sem eldri voru. Bræður Vilmundar, Þorsteinn og Þorvaldur, voru báðir miklir námsmenn í skóla en Vilmundur var það aldrei. Hann var hins vegar forystumaður í félagslífi, mikill skákmaður strax í æsku, góður í fótbolta og handbolta, þótt hann væri síður en svo íþróttamannslegur. Líklega var það skapið og sigurandinn sem gaf honum forskot yfir aðra. Hann gerði uppreisnina í gagnfræða- skóla. Það var uppreisn gegn öllu valdi, föðurvaldi jafnt sem kennaravaldi. Og við fylgdum honum í uppreisninni; það var ein- hvern veginn sjálfsagt að fylgja Vilmundi. Sennilega er Vilmundur einhver mesti skelf- ir sem komið hefur í Hagaskóla. Björn Jóns- son skólastjóri var umsjónarkennari okkar. Gamli bekkurinn hitti hann nýverið og Björn sagði okkur umbúðalaust að við hefðum verið hræðilegur bekkur; það versta hefði þó verið að hin slæma heild hefði falið góða einstaklinga. Hin ódælu ár Vilmundar vöruðu allt til menntaskólaaldurs. Þá hægði hann ferðina og tók að þróa áhugamál sín sem síðar áttu eftir að fylgja honum ævilangt, stjórnmál, sögu, skáldskap og listir. Þetta voru yndis- legir tímar; strákaklíkan kringum Vilmund safnaðist saman á Aragötunni, sérstaklega þegar menntamálaráðherrann faðir hans var í löngum ferðalögum erlendis ásamt frú. Við sátum í bókaherbergi Gylfa og ræddum bókmenntir og listir meðan æðri tónlist var sett á fóninn. Við vorum eins konar Dead Poets Society, en gárungarnir í skólanum stríddu Vilmundi á því að hann væri að líkja eftir Kristi og safna tólf postulum í kringum sig. Ég er ekki alveg viss hvort Vil- mundur hafi hlegið alfarið af samlíkingunni. Síðar varð Vilmundur einn af forystumönn- um Menntaskólans í Reykjavík, ritstjóri Skólablaðsins og síðar Inspector Scholae, formaður skólafélagsins. Hugmyndafræði Vilmundar og skilgreing á íslensku þjóðfélagi höfðu ekki fæðst, en hinir sálfræðilegu þættir lágu allir fyrir: Þörf- in fyrir viðurkenningu, andúðin á valdi og snobbi, ástin á ljóðagerðinni og rómantík- 66 HEIMSMYND J Ú L í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.