Heimsmynd - 01.07.1993, Page 78

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 78
Allt frá því að íslendingar fengu stjórnmálin í sínar hendur, skrifar Guðjón Friðriksson, hefur myndast sú hefð að Landsbankinn væri eins konar tæki í höndum stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmála- manna til þess að ná fram pólitískum markmiðum sínum. Landsbanki Islands er stærsti og öfl- ugasti banki landsins, eins konar þjóð- banki. Allt frá því að íslendingar fóru að fá stjórn mála í sínar hendur upp úr síðustu aldamótum og innlent fjármagn tók að myndast í landinu í einhverjum verulegum mæli hefur hann ásamt öðr- um bönkum gegnt þýðingarmiklu hlut- verki og lykilaðstöðu fyrir atvinnulífið. Frá þeim tíma komst sú hefð á að Landsbankinn og síðar aðrir ríkisbank- ar væru eins konar tæki í höndum stjórnmálaflokka og einstakra stjórn- málamanna til þess að ná fram pólitísk- um markmiðum sínum frekar en þeir væru faglegir viðskiptabankar. Saga Landsbankans allt frá aldamótum sýnir að stjórnmálamenn hafa lagt kapp á að hafa ítök í stjórn hans og hann hefur oft- ar en ekki verið notaður til framdráttar póli- tískum hugmyndum, þröngum kjördæma- sjónarmiðum, atkvæðaveiðum og jafnvel þegar verst iét til að hygla einkafyrirtækjum sem valdamönnum voru hugnanleg eða þeir áttu þar beinlínis persónulegra hags- muna að gæta. Sá þráður er nánast óslitinn frá dögum Tryggva Gunnarssonar í byrjun aldarinnar til þeirra bankastjóra sem nú sitja þó að krafan um hrein viðskiptaleg sjónar- mið sé nú hávær innan bankans og utan. Eitt gleggsta dæmið í sögu hans eru geysi- sterk ítök Sambands íslenskra samvinnufé- laga í stjórn Landsbankans allt frá árinu 1917 og þar til þessi stærsta verslunarsam- steypa landsins gaf endanlega upp öndina íyrir nokkrum misserum. Nú situr bankinn uppi með afleiðingarnar. Sterk hagsmuna- gæsla fyrir SÍS leiddi meðal annars til sam- tryggingar pólitískra afla innan bankaráðs- ins. Margt bendir til þess að Kveldúlfsmálið á kreppuárunum hafi markað upphaf ákveðins samtryggingakerfis milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eða helm- ingaskiptareglu, sem gilti um árabil og gildir kannski enn. Hér verður farið nokkuð ofan í saumana á upphafi Landsbankans sem pólitísks fyrirgreiðslubanka og þróun hans fram eftir öldinni. Arið 1904 fengu Islendingar heimastjórn og Hannes Hafstein varð ráðherra ís- lands. Samtímis var stofnaður öflugur einka- banki með erlendu hlutafé sem varð stærsti banki landsins. Það var íslandsbanki. Hann Landsbankahúsið í Reykjavík eins og það leit út árið 1924. var þó ekki meiri einkabanki en svo að samkvæmt lögum átti ráðherra íslands að vera formaður bankaráðs og skipa annan af tveimur bankastjórum. Fyrir í landinu var Landsbanki íslands og þar réði ríkjum kraft- mikill stjórnmálamaður, félagsmálafrömuður og framkvæmdamaður, Tryggvi Gunnars- son. Hann var einn af nánustu stuðnings- mönnum Hannesar Hafsteins og að auki móðurbróðir hans. Strax í upphafi valdafer- ils Hannesar Hafsteins virðist bankinn hafa verið notaður til að klekkja á höfuðand- stæðingi hans, Birni Jónssyni í ísafold. 78 H E M S M Y N D J Ú L í

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.