Heimsmynd - 01.07.1993, Page 79

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 79
Því var svo háttað að í langstærstu prent- smiðju landsins, sem var í eigu Björns, gerðu prentarar verkfall til að krefjast at- vinnuöryggis og betri kjara. í stað þess að deilan yrði leidd til lykta á eðlilegan hátt lögðu prentararnir út í það stórræði að setja á stofn mikla og nýtískulega prentsmiðju sem þeir ætluðu sjálfir að eiga og gera þar með prentsmiðju ísafoldar nánast óstarf- hæfa. Prentararnir reistu stórhýsi við Þing- holtsstræti 6 og nefndu fyrirtækið Guten- berg. Þeir áttu sáralítið fé í handraðanum til þessara framkvæmda en áttu nú skyndilega mikilli góðvild að fagna í Landsbankanum, virtust raunar fá ótakmörkuð lán þar þó að Landsbankinn væri um þær mundir einkum ásakaður fyrir að hafa lítið fé til útlána. Björn í ísafold leit lánveitingar bankans til hinna fátæku prentara mjög alvarlegum augum og taldi þær pólitískar ofsóknir á hendur sér. Svo leit út um tíma að Isafold- arprentsmiðja lamaðist algerlega vegna þess að enginn prentari fékkst til vinnu þar. Munaði mjóu að Björn kæmist í þrot og kæmi blaði sínu, ísafold, sem var stærsta og útbreiddasta blað landsins, ekki út. Bjargaði hann sér að lokum út úr þessari klípu með því að fá prentara frá Danmörku. Hannes Hafstein og Heimastjórnarflokkur hans reyndu að fylgja þessu eftir með því að láta prenta öll stuðningsblöð stjórnarinnar i hinni nýju prentsmiðju og stöðva allar opin- berar auglýsingar í ísafold. Þorsteinn Thorarensen rithöfundur segir í bók sinni, í fótspor feðranna: „Gutenberg- tilræðið, sem Hannes Hafstein og ekki síst Tryggvi Gunnarsson stóðu beinlínis á bak við, var ein svæsnasta tilraun sem stjórn- völd hér á landi hafa gert til að bæla niður prentfrelsi og það var engin furða þó svo hrottafengnar aðgerðir kveiktu hatursbál í hjarta Björns í ísafold." ÆT Iuppkastskosningunum 1908 missti Hannes Hafstein völdin og enginn annar en Björn Jónsson í ísafold varð næsti ráð- herra íslands. Og þá var skammt að bíða stórra högga í garð bankastjóra Landsbank- ans. Pólitísk hringekja um yfirráð bankans var hafin af fullum krafti. Hannes Hafstein hafði lagt línurnar um flokkspólitíska stjórn- un bankans og Björn Jónsson vildi ekki una því að andstæðingar hans hefðu þar öll tök. Fyrst beitti hann sér fyrir breytingum á stjórn bankans og áttu bankastjórarnir að verða tveir í stað eins og síðan skipaði hann rannsóknarnefnd til að athuga fjár- reiður bankans. í kjölfarið eða 22. nóvem- ber 1909 fékk Tryggvi Gunnarsson bréf frá ráðherra þar sem honum var án fyrirvara sagt upp störfum. Var honum gert að ganga út úr bankanum á þeirri sömu stundu og hann fékk bréfið og vannst honum ekki einu sinni tími til að afgreiða víxil sem hann t var með í höndunum er hann las bréfið. Þessi atburður olli fáheyrðum æsingum í HEIMSMYND JÚLÍ Reykjavík og var gerður aðsúgur að Birni á heimili hans í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. í sögunni eru þessir atburðir oft kallaðir bankafarganið og urðu þeir Birni að lokum að falli. í stað Tryggva Gunnarssonar voru ráðnir tveir bankastjórar við Landsbankann sem voru úr innsta hring Björns Jónssonar. Þeir voru kaupmennirnir Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson. Með valdatöku Björns í ísafold og Sjálf- stæðisflokksins flæddu nýir og þjóð- ernissinnaðir straumar yfir ísland og var Landsbankinn meðal annars notaður til að grafa undan dönskum eða hálfdönsk- um stórgrósserum í höf- uðstaðnum. Mesta versl- unarveldið í Reykjavík var Thomsens-Magasín en nýir bankastjórar Landsbankans munu af pólitískum ástæð- um hafa tekið fyrir lánafyrirgreiðslur til þess. Kaupmaður- inn, Ditlev Thomsen, dró því smám sam- an úr hinum mikla rekstri sínum og hætti að lokum. Á sömu leið fóru fleiri slíkar verslanir. Bankinn var notað- ur til að efla inn- lenda smákaup- mannastétt en hinir nýju bankastjórar voru einmitt úr henni. íslenskt flokkakerfi var laust í reipum á þessum tíma og fylkingar sífellt að riðlast og stokkast upp á nýtt. Það var svo árið 1916 sem nýsköpunarmaður í íslenskum stjórnmálum ryðst fram og á stærstan þátt í stofnun tveggja nýrra stjórnmálaflokka á sama árinu. Þetta var Jónas frá Hriflu og flokkarnir voru Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur. Jónas var klár á því að yfirráð yfir bankakerfinu var lykilatriði til að ná völdum á íslandi og breyta hinu pólitíska landslagi. Hann setti sér það markmið að gera Landsbanka íslands að stærsta banka landsins, sem væri örugglega í höndum rík- isins, en koma íslandsbanka á kné. Hvort tveggja tókst í tímans rás. Árið 1917 komst Framsóknarflokkurinn þegar í lykilaðstöðu í íslenskum stjórnmálum með þátttöku í ríkis- stjórn. Og það sem meira var. Flokkurinn réð yfir bankamálum í gegnum ráðherra sinn, Sigurð Jónsson frá Ystafelli. Hófst nú enn á ný darraðardans um yfirráðin yfir Landsbankanum. Fjármálaráðherrann í hinni nýju stjórn var Björn Kristjánsson bankastjóri og var því í leyfi frá bankastjórninni, en hinn, Björn Sigurðsson, hafði þá verið skipaður tímabundið verslunarerindreki í London. í stað þeirra höfðu verið settir tveir banka- stjórar til bráðabirgða. Eitt af fyrstu verkum Sigurðar Jónssonar í ráðherrastól var að koma öðrum þessara manna í burtu og setja í hans stað Magnús Sigurðsson lög- fræðing sem haföi verið viðriðinn stofnun Framsóknarflokksins. Hann reyndist strax ráðríkur og kraftmikill bankastjóri. Hann taldi það réttlætismál að kaupfélögin hefðu aðgang að bankanum eins og kaupmenn en Björn Kristjánsson hafði yfirleitt talið kaupfélagsmenn ólánshæfa. Magnús Sigurðsson var að- eins settur bankastjóri en Jónas frá Hriflu og __forráðamenn Samvinnuhreyf- ingarinnar töldu það lífsspursmál að fá hann til frambúðar inn í bankann. Framsókn- armenn fengu því samþykkt ný lög á alþingi um fjölgun bankastjóra í þrjá og var ætlunin að skipa strax í allar stöðurnar þannig að bæði Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson yrðu að láta af hendi sínar stöður, þó að þeir gegndu öðrum störfum aðeins tíma- bundið annars stað- ar. Þannig ætluðu þeir að ná undirtök- um í bankanum. Björn Kristjánsson fjármálaráðherra var gjör- samlega mótfallinn þessum áformum og lenti í mikilli togstreitu við Sigurð Jónsson atvinnumálaráðherra og framsóknarmenn- ina. Hann sá sér þann kost vænstan að lok- um, í ágúst 1917, að segja af sér ráðherra- embætti og setjast aftur í bankastjórastólinn til að hamla gegn yfirtöku framsóknar- manna á bankanum. Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi var einn af skjólstæðingum Björns Kristjánssonar í smá- kaupmannastétt Reykjavíkur. Hann segir frá þessum atburðum í endurminningum sínum á þessa leið: „Björn var þá neyddur til að segja af sér eftir 8 mánaða stjórnarsetu þar sem Sigurður Jónsson var svo ýtinn og ráð- ríkur í stjórninni, að sjálfsögðu vegna áhrifa Framsóknarmanna og Sambands íslenskra samvinnufélaga sem þá var nýflutt til Reykjavíkur og staðsett þar. En Jón [Magn- ússon] forsætisráðherra reyndist ekki nægi- lega kraftmikill til þess að standa gegn frekju þeirra Sambandsmanna. Það mátti heita svo að fjármálaráðherrann i stjórninni, sem var Björn, væri valdalaus." Tilhugalíf þeirra Jónasar frá Hriflu og Ólafs Thors með augum Spegilsins. Það hófst með lausn Kveldúlfs- málsins í bankaráði Landsbankans árið 1937. Með því hófst einnig samtrygging Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eða helmingaskiptaregla. 79

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.