Heimsmynd - 01.07.1993, Side 81

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 81
gengið yrði að Kveldúlfi, og létu þá hið sama yfir Sambandið ganga, svo sem eins og í hefndarskyni. Það mátti hins vegar aldrei verða því að undirstaðan að völdum Framsóknarmanna víða um land voru einmitt kaupfélögin. Þau ráð voru því ráðin innan bankaráðsins í tafli við Ólaf Thors að leyfa Kveldúlfi að lifa ef settar væru per- sónulegar tryggingar fyrir skuldum. Þar voru örugglega hagsmunir SÍS ekki síður hafðir að leiðarljósi. Kveldúlfsmálið er því lykilmál í pólitískri sögu íslands á þessari öld. Með því hófst samtrygging Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks, eins og áður sagði, og gagnkvæm hagsmunagæsla þessara tveggja stærstu flokka landsins. Hún stóð óhögguð í ýms- um myndum næstu áratugi þó að þessir flokkar væru ekki alltaf saman í stjórn og virtust stundum berast á banaspjótum. Næg- ir þar aðeins að nefna íslenska aðalverktaka og fleiri fyrirtæki sem tengdust hernaðar- framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli á sjötta áratugnum. Svo rammt kvað að hinni gagn- kvæmu hagsmunagæslu í bankaráði Lands- bankans að á dögum svokallaðrar Þjóð- stjórnar á árunum 1939 til 1942 var stund- um engu líkara en Jónas frá Hriflu væri sér- stakur fulltrúi Kveldúlfs í miðstjórn Fram- sóknarflokksins þótt ótrúlegt megi virðast. Hann tók þar margsinnis upp málefni fé- lagsins og bar þau sérstaklega fyrir brjósti. Þann 7. október 1940 var til dæmis fundur miðstjórnar, en þá höfðu þær sögur verið á kreiki í fjölmiðlum að Kveldúlfur notaði ó- löglegar aðferðir til þess að koma undan gróða félagsins. Jónas tók þá fullkomlega upp þykkjuna fyrir Kveldúlf innan mið- stjórnar, kvað sögusagnirnar rangar og nauðsynlegt væri að bankaráð og banka- stjórar Landsbankans hnekktu þessum söguburði. Taldi hann að Vilhjálmur Þór bankastjóri mundi ganga rösklega í málið er hann kæmi til landsins, en hann var þá er- lendis. Til þess að undirstrika hversu sterk ítök SÍS hafði alla tíð í Landsbankanum má benda á að Jón Árnason, sem var lengst af framkvæmdastjóri útflutningsdeildar SÍS, var formaður bankaráðs á árunum 1929 til 1945 eða í 16 ár og síðan var hann ráðinn banka- stjóri 1946 og gegndi því embætti til 1954. Vilhjálmur Þór var kaupfélagsstjóri KEA á Akureyri 1929 til 1939 og í stjórn SÍS frá 1936. Árið 1940 var hann gerður að banka- stjóra Landsbankans og gegndi því embætti til 1945, að undanskildum tveimur árum sem hann var utanríkisráðherra. Hann varð síðan forstjóri SÍS frá 1945 til 1955 en var þá aftur gerður að bankastjóra Landsbankans og gegndi því embætti til 1957 en þá var hann gerður að seðlabankastjóra. í Lands- bankanum tók sæti hans Svanbjörn Frí- mannsson sem virtist eiga sakleysislegan fer- il í bankakerfinu eingöngu. Svo einkenni- lega vildi hins vegar til að bróðir hans, Jak- ob Frímannsson. var ekki aðeins kaupfélags- stjóri KEA heldur einnig stjórnarformaður SÍS og þannig einnig af voldugustu mönn- um Samvinnuhreyfingarinnar. Þegar Svan- björn lét af störfum 1971 var Helgi Bergs yngri ráðinn bankastjóri. Hann kom beint úr röðum SÍS-manna, hafði verið starfsmaður SÍS allt frá 1945, síðast framkvæmdastjóri véladeildar. Helgi Bergs var bankastjóri Landsbankans til 1988 en í stað hans kom sá síðasti stóri úr röðum SÍS-manna, Valur Arnþórsson, sem hafði verið kaupfélagsstjóri KEA og stjórnarformaður Sambandsins um árabil. Valur lét lífið í flugslysi 1991 en þá bankastjóra eins og um ölmusufólk væri að ræða. Allir íslendingar sem komnir eru á miðjan aldur muna vel þessa daga. Lengi vel þótti og ekkert athugavert við það að bankastjórar gætu jafnframt setið á Alþingi en tekið var fyrir það einhvern tíma um 1970. Þá var mönnum farið að ofbjóða hinir augljósu hagsmunaárekstrar. Það þótti betra að fela þá. Síðasti bankastjóri Lands- bankans sem jafnframt var alþingismaður var Pétur Benediktsson úr Sjálfstæðisflokki. Jafnframt hafa stjórnmálaflokkarnir ávallt lagt ntikla áherslu á að skipa bankaráð Landsbankans þungavigtarmönnum, jafnvel helstu forystumönnum flokkanna eins og Björn Kristjánsson var settur inn í bankann af Birni í ísafold og reyndi að standa fast í stöðunni fyrir smákaupmenn og hægri sinnaða menn. Hann var flæmd- ur úr bankanum af framsóknar- mönnum árið 1918. Magnús Sigurðsson, sem var bankastjóriá árunum 1917 til 1947, var sérstakur fulltrúi framsóknarmanna og Sam- bandsins. Hann var allt tímabilið voldugasti maður bankans. Jón Árnason. Hann var dæmi- gerður fyrir samtvinnun SÍS og Landsbankans. Jón var fram- kvæmdastjóri útflutningsdeildar SÍS en jafnframt formaður bankaráðs Landsbankans í16 ár. Loks var hann gerður að bankastjóra. var skammt til endalokanna hjá hinu mikla SÍS-veldi. Nú situr bankinn uppi með alla skuldasúpuna, enda hafa lánveitingar til þess án efa oft verið vafasamar. Bankastjórar Landsbankans hafa jafnan verið þrír síðan 1917 og síðustu áratugi hef- ur gilt skiptaregla um stöðurnar milli Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Þeir hafa séð um að útdeila fé bank- ans á „réttan" hátt. Þetta bauð sérstaklega upp á spillingu á þeim dögum sem vextir voru neikvæðir en það munu þeir lengst hafa verið frá því að verðbólgan komst í al- gleyming á stríðsárunum og allt til 1978 eða 1979- Á þessum tíma höfðu bankastjórarnir gríðarlegt vald í sínum höndum. Þeir réðu því raunverulega hvernig sparifé lands- manna var gefið í burt til hinna útvöldu þar sem það brann síðan á báli verðbólgunnar. Þetta voru ekki viðskipti heldur tilflutningar á fjármagni milli manna og hlaut að bjóða upp á hvers konar spillingu í samskiptum milli manna: mútur, hrossakaup og at- kvæðasölu. í raun og veru gengu allir stjórnmálaflokkar landsins inn í þetta kerfi og urðu samdauna því í hinum ýmsu bönk- um. Venjulegt fólk, sem ekki hafði pólitískt vægi og þurfti á láni að halda, gekk titrandi og skjálfandi á beinum til hinna voldugu þegar hefur komið fram. Er svo enn. Það sýnir best hversu flokkarnir hafa talið hags- muni sína samofna ríkisbönkunum. Nú á undanförnum mánuðum hefur sið- gæði í opinberu lífi verið nokkuð umrætt. Á aðalfundi Seðlabankans nýlega gerði for- maður stjórnar hans, Ágúst Einarsson pró- fessor, það að umtalsefni hversu óhag- kvæmt íslenska bankakerfið væri ennþá. Hann lagði áherslu á að bankastarfsemi væri í eðli sínu fyrst og fremst faglegt starf. Hann sagði orðrétt: „Pólitísk áhrif og byggðasjónarmið eiga þar ekkert erindi, ekki vegna þess að pólitísk áhrif og byggðasjónarmið séu vond, heldur vegna þess að vettvangur þeirra er ekki á sviði viðskiptabanka. Pólitísk áhrif eiga að koma fram í efnahagsstefnu ríkisstjórna og byggðamál hljóta úrlausn í fjárlögum hvers árs. Það að hafa blandað saman faglegum bankasjónarmiðum, pólitískri varðhunda- gæslu og byggðastefnu í starfsemi ríkisvið- skiptabanka á undanförnum áratugum hef- ur leitt til þeirra vandkvæða að afskriftaþörf er mikil, veikburða atvinnurekstur víða og ekki nægjanlegt aðhald í rekstri bankanna.“ Þetta voru orð í tíma töluð og vita vonandi á batnandi tíð og blóm í haga. HEIMSMYND J Ú L j 81

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.